Húnavaka - 01.05.2009, Side 230
H Ú N A V A K A 228
Hreinsunarátak.
Um miðjan júní var farið í sérstakt
átak í hreinsun umhverfis í sveitar-
félaginu. Safnað var brotajárni, timbri,
spilliefnum og plasti frá fjölmörgum
lögbýlum. Hreinsunarátakinu lauk í
lok júlí og var heildarkostnaður um
1,5 milljónir kr.
Ýmsar framkvæmdir.
Vegna leka fóru fram viðgerðir á
þaki kjarnabyggingar Húnavallaskóla.
Skipt var að stórum hluta um timbur-
klæðningu og þakdúk. Loftun var bætt
og þakkúplar voru endurnýjaðir. Verk-
ið var unnið af Húsherja ehf.
Heildarkostnaður 2,5 milljónir kr.
Í byrjun júlí var lokið við viðgerðir
á þaki íþróttasalar á Húnavöllum.
Vegna rakaskemmda í timburklæðn-
ingu þurfti að endurnýja meira af
henni en áætlað var. Skipt var um
þakjárn og þakrennur. Verkið var
unnið af Húsherja ehf. Heildar kostn-
aður 4,7 milljónir kr.
Þar sem búið var að komast fyrir
leka á þaki íþróttasalar var ákveðið að
mála salinn. Verkið var unnið í jólafríi
Húnavallaskóla af Magga málara ehf.
Heildarkostnaður um ein milljón kr.
Í sumar lauk framkvæmdum Stíg-
anda hf við nýbyggingu leikskólans.
Bókfærður kostnaður er alls 73,3
milljónir. Þar af er kostnaður við lóð
um 2 milljónir og kostnaður vegna
kaupa á húsgögnum og tækjum um
1,8 milljón. Hlutur Jöfnunarsjóðs í
framkvæmdinni er 22 milljónir kr. og
sveitarfélagsins 51,3 milljónir kr.
Áfram var unnið við fráveitu fram-
kvæmdir. Boðin var út framkvæmd við
7 rotþrær og 21 siturbeð í fyrrum Torfa-
lækjarhreppi. Tekið var tilboði frá
Steingrími Ingvarssyni. Sam tals var
framkvæmt fyrir 8,2 millj . á árinu.
Keypt var gámahús sem nýtt er
sem tækjageymsla og aðstaða fyrir
þjónustudeild. Húsið var sett niður á
Húnavöllum. Heildarkostnaður var
3,3 milljónir kr.
Vallaból Húnavöllum.
Starfsemi hófst í leikskólanum þann
20. ágúst 2008. Ingibjörg Jónsdóttir
frá Gilá veitir leikskólanum forstöðu.
Þar starfa auk Ingu þær Herdís Jakobs-
dóttir og Sigríður Gunnarsdóttir. Jó -
hanna Jónasdóttir leikskólastjóri á
Blöndu ósi veitir skólanum faglega ráð-
gjöf.
Í leikskólanum eru nú 12 börn á
aldrinum 18 mánaða til 5 ára. Hrepps-
nefnd samþykkti að ekki yrðu innheimt
leikskólagjöld á árinu 2008. Leitað var
eftir tillögum um nafn á leikskólann.
Nefnd sem í sátu fulltrúar leikskól-
ans, sveitarfélagsins og fræðslu nefndar
valdi nafnið Vallaból. Tillögu að nafn-
inu átti Þóra Sverrisdóttir, Stóru-Giljá.
Ýmislegt.
Áfangaskáli var opinn í sumar frá
21. júní til 25. ágúst. Þær Kristín I.
Marteinsdóttir og Þuríður H. Guð-
brands dóttir sáu um rekstur ferða-
þjónustunnar. Talsverð umferð var í
sumar og gekk reksturinn vel. Sömu
aðilar munu sjá um reksturinn sumarið
2009.
Héraðsnefnd var lögð niður á árinu
2008. Stofnuð voru byggðasamlög um
verkefni Héraðsnefndar. Það kom í
hlut Húnavatnshrepps að sjá um dag-
legan rekstur Byggðasamlags um Tón-
listar skóla Austur-Húnvetninga og tók
Húnavatnshreppur við rekstri skólans
þann 1. júlí 2008.
Í stjórn byggðasamlagsins sitja:
Valgarður Hilmarsson, formaður,
Dagný Úlfarsdóttir, ritari, Tryggvi