Húnavaka - 01.05.2009, Síða 236
H Ú N A V A K A 234
mennt, Sveitamennt, Starfsmennta-
sjóði verslunarmanna og Sjómennt.
Veittir voru á annað hundrað náms-
styrkja á árinu úr þeim til félagsmanna
fyrir á þriðju milljón króna. Þeir sem
fengu styrki voru á öllum aldri eða frá
17 ára til 65 ára.
Aðalfundur Stéttarfélagsins Sam-
stöðu var haldinn 22. apríl 2008. Eins
og áður styrkti félagið ýmis góð
málefni en þau verða ekki talin upp
hér. Hólmfríður Bjarnadóttir á
Hvamms tanga, sem var áður formað-
ur verkalýðsfélagsins þar og síðar
starfsmaður Stéttarfélagsins Sam-
stöðu, lét af störfum á skrifstofu félags-
ins og voru henni þökkuð góð störf á
aðalfundinum.
Félagið var með milli 40 og 50
orlofs vikur í boði á 5 stöðum, félagið á
orlofshús á Illuga stöðum og í Ölfus-
borgum á móti Öldunni í Skagafirði
en var með á leigu hús á Einars-
stöðum á Héraði og í Munaðar nesi
sumarið 2008. Þá var félagið með á
leigu íbúð á Spáni og bauð félags-
mönn um sín um að endurleigja á
góðum kjörum.
Sameiginlegt trúnaðar manna nám-
skeið fyrir trún aðar menn Öld unnar,
Samstöðu og Vöku var haldið á Löngu-
mýri eins og undanfarin ár og
var nú tvískipt. Fyrra námskeið
var haldið í apríl en það síðara
í nóvem ber.
Stjórn Stéttarfélagsins Sam-
stöðu árið 2008 skipuðu
eftirtaldir: Ásgerður Pálsdóttir
formaður, Guð rún Matthías-
dóttir varaformaður, Stefanía
Garðarsdóttir gjaldkeri, Gígja
Óskarsdóttir ritari, Guð-
mundur Finnbogason for-
maður sjó manna deildar,
Eiríkur Pálsson formaður
deildar ríkis- og sveitarfélaga,
Guð björg Þorleifsdóttir formaður
versl un ar deildar, Sigríður Arnfjörð
Guð munds dóttir formaður matvæla-
vinnsludeildar og Páll Marteinsson
formaður deildar flutninga/bygginga
og mannvirkjagerðar. Sigríður hætti
störfum sem formaður matvæla fram-
leiðsludeildar á árinu og við tók Skúli
Á. Sigfússon.
Ásgerður Pálsdóttir.
HEILBRIGÐIS-
STOFNUNIN
Á BLÖNDUÓSI.
Starfsemin almennt.
Starfsemi Heilbrigðis-
stofn unar innar á Blönduósi er hefð-
bundin og breyt ist almennt séð lítið
milli ára. Rekst urinn skiptist í þrjú
meginsvið, heilsugæslu, sjúkra- og
hjúkrunarsvið auk dval ar deildar fyrir
aldraða.
Helstu stoðdeildir eru skrifstofa,
rann sókn, myndgreining, eldhús,
þvotta hús, sjúkraþjálfun, rekstur fast-
eigna og viðhaldsdeild.
Á sjúkradeild eru 4 rými sem ætluð
eru meira veiku og slösuðu fólki. Á
hjúkr unardeild eru 32 rými og á
Hólmfríði Bjarnadóttur voru þökkuð góð störf á
aðalfundi.