Húnavaka - 01.05.2009, Side 238
H Ú N A V A K A 236
Þórðarson, fyrirvaralaust og án
um ræðu þá fyrir ætlun sína að fara í
víð tækar sam ein ingar heilbrigðis stofn-
ana á lands byggð inni. Hvað varðar
okk ar svæði var ætlunin að sameina
Heil brigðis stofnunina á Blönduósi og
Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki
og átti sú sameining að koma til fram-
kvæmda 1. janúar 2009. Lítið sem
ekk ert samráðsferli var um þessa
ákvörð un né heldur virtist vera unnið
markvisst að fyrrnefndri sameiningu
hvað varðaði Heilbrigðisráðuneytið. Í
nóvember var síðan þessari samein-
ingu frestað til 1. júlí 2009 og þegar
þessi orð eru fest á blað ríkir enn
óvissa um framtíð stofn unarinnar,
hvort hún verður áfram sjálfstæð eða
forræðið flyst í burtu frá heima slóð-
um.
Valbjörn Steingrímsson, forstjóri.
FRÁ FÉLAGI ELDRI BORGARA
Í HÚNAÞINGI.
„Ungur var ek forðum, fór ek einn
saman, þá var ek villur vegar. Auðug-
ur þóttumk er ek annan fann. Maður
er manns gaman.“ Svo segir í Háva-
málum. Hvað stoðar það manninn að
eignast allan heiminn ef hann glatar
sálu sinni. Félagsleg virkni, með þeirri
ákveðnu samkennd sem henni fylgir,
er heilsubót meiri en menn vilja oft
telja.
Félag eldri borgara í Húnaþingi
hélt aðalfund 12. apríl og þar áréttaði
ég að fátt er hættulegra heilsufari
manns en félagsleg einangrun sem oft
er samofin andlegum erfiðleikum.
Starfsemi félagsins var með svipuð-
um hætti og áður. Þó var ekki farin
nein sumarferð að þessu sinni vegna
ónógr ar þátttöku en fara átti um
strand héruð Norðausturlands. Við
bíð um næsta sumars og vonum að
ferðanefndin finni einhverja skemmti-
lega ferð.
Leikfimin hefur verið í fullum gangi
undir stjórn Ingunnar Maríu eins og
áður. Við stundum einnig sundleikfimi
sem er mjög góð fyrir okkur öll.
Opna húsið í Hnitbjörgum, sem
sveitarfélögin standa að, hefur að
vanda gengið eðlilega og er vel sótt.
Kórinn, undir stjórn Kristófers
Krist jánssonar og undirleikarans, Óla
Björnssonar, hefur gengið vel að
vanda. Æft er í Hnitbjörgum alla
þriðjudaga og eru kórfélagar um
tuttugu. Þann 7. mars á liðnu ári hélt
kórinn til Reykjavíkur og söng m.a.
hjá heildverslun Ásbjörns Ólafssonar
ehf. en kona söngstjórans okkar, Ólafía
og hennar fjölskylda, reka þetta
fyrirtæki. Gerði söngurinn mikla lukku
hjá starfsfólki fyrirtækisins og var vel
tekið á móti okkur .
Sigurjón Guðmundsson, einn af
okkar félögum, setti þá fram þessar
vísur:
Hingað kominn hópur smár,
hærugrátt er liðið.
Ef þeim gengi aðeins skár,
að álpast fram á sviðið.
Vinarþel og veisluföng
víst við munum hljóta.
Sú er stundin síst of löng
saman skulum njóta.
Annar hagyrðingur í hópnum,
Ingibjörg Eysteinsdóttir, lét sitt ekki
eftir liggja og orti:
Hér er kominn fríður flokkur,
föngulegur sérhver skrokkur,
ungdómsljóma í sér ber.
Frískleg eru og frá á fæti,