Húnavaka - 01.05.2009, Page 240
H Ú N A V A K A 238
Þá má geta þess að þann 29. sept-
em ber heimsóttu okkur þeir Helgi K.
Hjálmsson, formaður Landssambands
eldri borgara og Borgþór S. Kjærne-
sted framkvæmdastjóri. Var fundur
haldinn með þeim í Hnitbjörgum.
Fræddu þeir okkur um það helsta sem
er að gerast hjá landssambandinu.
Í stjórn félagsins eru: Sigursteinn
Guðmundsson, formaður, Kristófer
Kristjánsson, ritari, Arndís Þorvalds-
dóttir, gjaldkeri, Alda Friðgeirsdóttir,
meðstjórnandi og Guðmundur Sigur-
jónsson, meðstjórnandi.
Sigursteinn Guðmundsson, formaður.
LANDBÚNAÐARFRÉTTIR.
Árið 2008 reyndist gott af urðaár
fyrir bændur í Austur-Húnavatnssýslu.
Það voraði snemma og sumarið var
með eindæmum hlýtt. Afurðir í hefð -
bundnum búgreinum voru með meira
móti eins og frekar er greint frá hér
neðar og auk þess var ágætis
kornuppskera á flestum þeim bæjum
þar sem kornrækt er stunduð. Hefur
hún aukist hratt á undanförnum árum
og hefur sannast að hér er vel hægt að
rækta korn. Er þetta góð við bót við
landbúnaðarflóruna í héraðinu sem
vonandi á eftir að hvetja menn til
frekari dáða í endurræktun og allri
jarð rækt á komandi árum.
Nautgriparækt.
Alls héldu 27 bændur í sýslunni af -
urðaskýrslur yfir kýr sínar allt árið
2008 sem er fækkun um 2 frá árinu
áður. Árskýrin skilaði 5.367 kg af
mjólk á árinu sem er aukning um 203
kg frá fyrra ári. Meðalbústærð jókst úr
28 upp í 28,8 árskýr.
Mestar afurðir eftir árskúna, ef rað-
að er eftir mjólkurmagni, voru hjá
Kristjáni og Lindu á Steinnýjarstöð-
um en þar skilaði árskýrin 6.512 kg
mjólkur. Ólafur og Aldís á Höskulds-
stöðum verma annað sætið með 6.191
kg mjólkur og í þriðja sæti voru Gróa
og Sigurður á Brúsastöðum með
6.102 kg.
Nythæsta kýr í héraðinu árið 2008
var annað árið í röð Sóley nr. 149 hjá
þeim Kristjáni og Lindu á Stein-
nýjarstöðum en hún skilaði alls 11.909
kg mjólkur á árinu sem er næstum
tonni meira en árið áður. Í öðru sæti
er Askja nr. 111 hjá þeim Tryggva og
Jóhönnu í Ártúnum en hún gaf af sér
10.309 kg mjólkur. Þriðja sætið vermir
síðan Huppa nr. 164 á Stein nýjar-
stöðum en hún mjólkaði 10.131 kg á
árinu.
Sauðfjárrækt.
Þátttaka í sauðfjársæðingum eykst
með hverju árinu eins og segja má um
áhuga á ræktun ar starfinu í heild sinni.
Í ár voru í fyrsta skipti í sögunni
sæddar yfir tvö þúsund ær eða samtals
2.046 ær á 47 bæjum. Til samanburðar
er rétt að geta þess að árið 2006 voru
sæddar 1.966 ær. Til gamans má geta
þess að árið 2001 voru sæddar 1.089
ær og var það í fyrsta skipti sem þær
fóru yfir þúsund kinda markið.
Þegar þetta er ritað er komið
uppgjör á sauðfjárskýrslum fyrir 99
bændur í sýslunni og er það nær
kollheimt. Afurðir eftir hverja
vetrarfóðraða á eru talsvert meiri en
árið 2007 eða 24,7 kg og lömb til
nytja eftir hverjar 100 ær eru 157 að
meðaltali. Er þar enn talsvert sóknar-
færi enda sýslan nokkuð undir lands-
meðaltali.
Efst í sýslunni með afurðir eftir
hverja vetrarfóðraða á eru þau Ingi-
björg og Þorsteinn á Auðólfsstöðum