Húnavaka - 01.05.2009, Side 241
239H Ú N A V A K A
með 32,8 kg. Í öðru sæti eru þau
Jóhanna og Gunnar á Akri með 32,7
kg og í þriðja sæti eru Magnús og
Líney í Steinnesi með 32,1 kg.
Ómmæld voru 5.077 lömb í sýsl-
unni sem er aðeins fækkun frá fyrra
ári. Af ómmældum og stiguðum lamb-
hrútum stóð efstur í sýslunni kollóttur
hrútur nr. 27 hjá þeim Jóni og Eline á
Hofi. Hlaut hann 88 stig sem er
gríðarlega góður dómur. Þessi hrútur
er undan Eldi frá Húsavík og mældist
með 31 mm þykkan bakvöðva. Í öðru
sæti var hyrndur lambhrútur hjá þeim
Jóhönnu og Gunnari á Akri. Sá er nr.
419-1 undan Smára frá Akri og fékk
87,5 heildarstig og mældist með 34
mm þykkan bakvöðva. Þriðji hæsti
lambhrúturinn var hrútur nr. 90 á
Syðri-Ey undan Bletti frá Ytri-Skógum
en hann var einnig með 87,5 stig og
32 mm bakvöðva.
Hrossarækt.
Héraðssýning kynbóta hrossa í
Húnaþingi var haldin á nýja
keppnisvellinum á Blöndu ósi 5.-6.
júní. Alls komu 57 hross til sýningar
enda landsmótsár en þar af voru 10
stóðhestar. Fjögur hross fengu farmiða
á landsmót en það voru fjögurra vetra
stóðhestarn ir Tryggvi Geir frá
Steinnesi og Penni frá Glæsibæ en
þeir eru báðir undan Parker frá
Sólheimum. Einnig tvær fimm vetra
hryssur, þær Líf frá Syðri-Völlum og
Sóllilja frá Seljabrekku. Líf er undan
Núma frá Þóroddsstöðum en Sóllilja
undan Hug in frá Haga.
Á sýningunni fengu 9 fulldæmd
hross 1. verðlaun í aðaleinkunn og
birt ast einkunnir þeirra hér fyrir
neðan:
IS2002155416 Grettir frá Grafarkoti.
Sköpu lag: 8,18 Hæfileikar: 7,99
Aðal eink unn: 8,07.
IS2004156285 Tryggvi Geir frá Steinnesi.
Sköpulag: 7,93 Hæfileikar: 8,17
Aðal einkunn: 8,07.
IS2004157316 Penni frá Glæsibæ.
Sköpu lag: 8,18 Hæfileikar: 7,88
Aðaleink unn: 8,00.
IS2000255105 Rán frá Lækja móti.
Sköpu lag: 8,11. Hæfileikar: 7,98
Aðaleinkunn: 8,03.
IS2001235328 Þeysa frá Akrakoti.
Sköpu lag: 8,13 Hæfileikar: 7,91
Aðaleink unn: 8,00.
IS2002255507 Gulltoppa frá Syðsta-Ósi.
Sköpulag: 8,13 Hæfi leikar: 7,95
Aðaleink unn: 8,02
IS2002238376 Sameind frá Vatni.
Sköpulag: 8,11 Hæfileikar: 7,94
Aðaleinkunn: 8,01
IS2003255900 Líf frá Syðri-Völlum.
Sköp u lag: 8,26 Hæfileikar: 8,00
Aðaleinkunn: 8,10
IS2003225130 Sóllilja frá Seljabrekku.
Sköpu lag: 7,86 Hæfileikar: 8,19 Aðaleink-
unn: 8,06
Anna Margrét Jónsdóttir.
LÉTTITÆKNI EHF.
Rekstur Léttitækni var með svipuðu
sniði og síðasta ár. Í byrjun ársins
fluttum við inn í 480 fermetra húsnæði
sem hýsir lager fyrirtækisins og er
mikill munur á aðgengi að vörunum
eins og gefur að skilja og hefur lagerinn
aukist verulega í takt við það.
Hestamenn á ferð.