Húnavaka - 01.05.2009, Page 246
H Ú N A V A K A 244
til 20 ára. Alls voru 24 unglingar við
vinnu ásamt verkstjóra og aðstoðar-
verkstjóra. Verkefnin voru fjölmörg.
Nokkur námskeið voru fyrir ung l-
inga stöðvarinnar, t.d. öryggis-
námskeið í upp hafi vinnu,
skyndi hjálp ar nám skeið, bruna varnar-
námskeið og jafn ingjafræðslu nám-
skeið.
Unglingarnir halda öllu umhverfi
stöðvarinnar snyrtilegu og fínu, slá og
hirða lóðina umhverfis allt svæðið,
setja niður trjáplöntur, settar voru
niður 1550 stórar plöntur þetta
sumarið. Þeir þrífa allt hátt og lágt,
stöð sem starfsmannahús og önnur
hús svæðisins
Níu verkefni voru unnin sem tengj-
ast verkefninu; Margar hendur vinna
létt verk. Verkefnin tengdust öll meira
eða minna náttúruvernd og umgengni
við náttúruna.
Ýmsar uppákomur voru hjá ung-
lingunum, haldinn var fjölskyldudagur
þar sem farið var í leiki, verið með
skemmtiatriði og grillað að lokum.
Þá fóru unglingarnir á fótboltamót
suður í Borgarnes og kepptu þar við
vaska unglinga frá öðrum vinnustöðum
Landsvirkjunar. Lentu okkar sumar-
vinnu krakkar í öðru sæti.
Sumarunglingarnir sjá um að taka
á móti öllum gestum sem heimsækja
okkur yfir sumarmánuðina. En margir
gestir heimsóttu stöðina á síðasta ári
og skoðuðu Grettissýningu sem var
uppsett í starfsmannahúsi stöðvarinnar
ásamt hluta úr sýningu á kúamyndum
Jóns Eiríkssonar frá Búrfelli sem er í
eigu Blöndustöðvar.
Guðmundur R. Stefánsson stöðvarstjóri.
KIRKJUSTARF Í ÞINGEYRA-
KLAUSTURS PRESTA KALLI.
Af helstu tíðindum í Þingeyra klaust-
ursprestakalli á árinu 2008 er sterk
staða kirkjunnar í samfélaginu og
stöðugt eitthvað um að vera. Fyrst
skal nefna guðsþjónustur á helgum og
hátíðum í kirkjunum fimm. Auk þess,
fermingarstarf, æskulýðs- og barna-
starf og aðrar stundir í kirkju, í skóla
og á sjúkrahúsi. Samverustundir með
sóknarnefndum, kirkjugarðsstjórn,
organistum og kirkjukórum eru líka
liður í kirkjustarfi.
Heimsóknir eða húsvitjanir í bæ og
sveit er jafnframt enn einn þátturinn í
starfinu. Kórstarfið er sem fyrr veiga-
mikið í öllu prestakallinu og gengur
það vel sem áður.
Enn er það mikið starf og unnið
markvisst að því að koma upp nýja
Gróðursetning sumarið 2008. Frá grilldegi með fjölskyldum sumarvinnu-
unglinga.