Húnavaka - 01.05.2009, Page 247
245H Ú N A V A K A
orgelinu í Blönduósskirkju. Margir
hafa sýnt því áhuga í orði og verki,
með peningagjöfum og loforðum um
fjárframlag þegar nær dregur lokastigi
verksins. Áætlað var að orgelið kæmi í
Blönduósskirkju í desember 2009 en
nú líklegt að það verði fyrr eða á
miðju árinu.
Breytingar hafa orðið á stöðu krón-
unnar eða gengisfall eins og allir vita
og má reikna með að kostnaðurinn
hækki eitthvað varðandi orgelið full-
búið og komið í hús. En okkur er það
öllum gleði og tilhlökkunarefni að fá
nýtt orgel og telja má víst að vaxa
mun enn meira kirkjukórastarfið og
eflast menningar- og tónlistarstarf í
prestakallinu og í héraðinu öllu með
nýju orgeli. Orgelið hefur þegar vakið
áhuga annarra utan héraðs sem vilja
fá að koma og messa í kirkjunni og/
eða halda orgeltónleika.
Fermingarmessur voru á árinu í
fjórum kirkjum prestakallsins. Í Svína-
vatnskirkju var fermt 6. apríl, í Auð-
kúlukirkju 13. apríl, í Þingeyra kirkju
20. apríl og í Blönduósskirkju 27.
apríl. Alls voru fermingarbörn presta-
kallsins 11 eða 5 stúlkur og 6 drengir.
Öll börn á fermingaraldri fermdust í
kirkjum prestakallsins eins og alltaf
áður.
Hjónavígslur voru fimm í kirkju
eða í heimahúsi. Skírnir á árinu voru
13, ýmist í heimahúsi eða í kirkju.
Jarðafarir voru alls 12 og þar af ein
utan prestakallsins.
Guðsþjónustur fyrir utan hið hefð-
bundna kirkjuár eru á konudegi, fyrsta
sumardegi og á kirkjudegi aldraðra. Á
sumardaginn fyrsta var guðsþjónusta í
Blönduósskirkju eins og venja er á
þeim degi og einnig á 17. júní.
Í sumar messuðu prestar Húna-
vatns prófastsdæmis í Þingeyra kirkju
fyrir heimamenn og ferðamenn.
,,Sumarmessur“ eru þessar messur
kall aðar en eftir tilkomu klaustur-
stofunnar á Þingeyrum og þeirrar
að stöðu sem hún býður upp á eru
messur og/eða helgistundir í Þing-
eyrakirkju hverja helgi yfir mestu
ferða mánuði sumarsins.
Á haustdögum fóru fermingarbörn
í Húnavatnsprófastsdæmi í fimm daga
ferð í Vatnaskóg en það er liður í
fermingarstarfinu. Í Vatnaskógi komu
saman fermingarbörn úr prófasts-
dæminu öllu frá Skagaströnd til og
með Árnesi á Ströndum. Ferðin í
Vatnaskóg er liður í undirbúningi
ferm ingarinnar og dagana fimm skipt-
ist á leikur og nám, gagn og gaman.
Þess skal geta að fermingarbörnin í
A-Hún. tóku einnig þátt í landssöfnun
fermingarbarna í samstarfi við Hjálp-
arstarf kirkjunnar. Safnað var fram-
lögum til hjálpar fátækum börnum í
þriðja heiminum og gekk söfnunin vel.
Haustferð eldri borgara, á vegum
kirknanna í A-Hún., var að þessu
sinni farin í Vestur-Húnavatnssýslu. Á
Hvammstanga var Selasetrið skoðað
undir leiðsögn safnvarðar. Hádegis-
verður var snæddur í Café Síróp veit-
inga staðnum á Hvammstanga. Eftir
stutt stopp í Hvammstangakirkju var
far ið fyrir Vatnsnes í ágætu veðri.
Sameiginleg aðventuhátíð var í
Blönduósskirkju annan sunnudag í
aðventu fyrir allar kirkjur prestakalls-
ins. Þessi góða samvinna og samstaða
sóknarfólks kirknanna fimm um eina
veglega aðventuhátíð vekur athygli
langt út fyrir hérað. Sem fyrr sam-
einuðust kirkjukórar prestakallsins í
söng og börnin í skólum prestakallins
voru líka með söngatriði svo og þau í
tónlistarskólanum í sýslunni sem komu
fram með tónlistaratriði. Vilborg Pét-