Húnavaka - 01.05.2009, Side 261
259H Ú N A V A K A
margir upprennandi listamenn þar á
ferð. Bæjarbúar voru einnig boðnir og
búnir við að aðstoða við búninga,
förðun og fleira sem tengist svona
uppsetningu. Þegar sýningu lauk var
svo skellt upp diskóteki að venju og
var dansað fram að miðnætti.
Skólafélagið Rán skipulagði einnig
grímuball, diskótek, seldi klósettpappír,
bónvörur, bökunarvörur og fleira til
að safna í ferðasjóð.
Nemendur Höfðaskóla keppa í
ýmsu, m.a. tóku þeir þátt í Fram sagn-
ar keppni grunnskólanna í Húna vatns-
þingi sem haldin var á Húnavöllum
þetta árið. Alma Dröfn Vignisdóttir,
Kristín Gerður Óladóttir og Sylvía
Ósk Hrólfsdóttir kepptu fyrir skólans
hönd og hreppti sú fyrstnefnda annað
sætið. Keppt var í Skólahreysti við
mikinn fögnuð samnemenda. Hinn
árlegi íþróttadagur skólanna í Húna-
vatnsþingi þar sem nemendur í 8.-10.
bekk keppa í ýmsum íþróttagreinum,
bæði hefðbundnum og óhefðbundn-
um, fór fram á Blönduósi þetta árið.
Möguleikhúsið kom í heimsókn á
vordögum með sýninguna Langafi
prakkari en um haustið fengu ungl-
ingarnir Kómedíuleikhúsið í
heimsókn með einleikinn
Gísla Súrsson. Ýmsir fastir
liður voru á sínum stað, s.s.
Tónlist fyrir alla, flippíþróttir,
skóla heimsóknir og útivist ar-
dagar. Tveir bekkir fóru í
skólabúðir, 7. bekkur fór í
Reykjaskóla í Hrútafirði og 9.
bekkur að Laugum í Sælings-
dal. Svona ferðir eru dýrar og
því hafa nemendur tekið þátt
í kostnaðinum með því að
safna peningum á ýmsan hátt
svo sem með sölu á pennum
fyrir Krabbameins félagið og
einnig hefur Ung menna-
félagið Fram styrkt 9. bekk til ferðar-
innar.
Skipulagi á sýningum á verk um
nemenda í list- og verkgreinum var
breytt og eru þessar greinar nú
kenndar í lotum. Hver nemandi er í
ákveðinni list- eða verkgrein í 6 vikur
og við lok hverrar greinar er sýning
fyrir foreldra og ættingja. Þetta hefur
reynst ákaflega vel, foreldrar og gestir
koma inn í síðustu kennslu stundina og
gefst þá kennurum og nemendum
tæki færi til að ræða afrakst urinn sem
og verklag þegar það á við.
Skóla var svo slitið þann 23. maí að
undangengnum útvistar dögum. Skóla-
stjórn endur lögðu þá land undir fót
og fóru, ásamt öðrum skólastjórn-
endum á Norður landi vestra, í vel
heppnaða náms- og kynnis ferð til
Kanada.
Þann 20. ágúst var svo skóli settur á
ný. Nemendur voru alls 110, þar af
voru 19 þeirra úr Skagabyggð. Ákveð-
ið var að taka upp formlega skólasetn-
ingu og var það gert í Hólaneskirkju.
Skólasetningin var vel sótt af nemend-
um og forráðamönnum þeirra og að
Á skíðum í Tindastóli. Ljósm.: Árni Geir.