Húnavaka - 01.05.2009, Síða 264
H Ú N A V A K A 262
Eftirfarandi er af fréttavef Lista há-
tíðar 2008:
Í Dialogue, eftir pólsku listamenn-
ina Önnu Leoniak og Fiann Paul,
sjást andlit tæplega þúsund barna frá
þorpum og bæjum víðs vegar af
landsbyggðinni á Íslandi, prentuð á
álplötur í stærðinni 75x75 sem hengd-
ar verða á rústir byggingar sem eldur
hefur gjöreytt. Verkefnið er helgað
þeirri kynslóð sem hefur framtíð
byggða á Íslandi í höndum sér og er á
sama tíma minnisvarði um fegurð og
gildi hinna dreifðari byggða Íslands.
Leoniak, sem hefur meistarapróf í
arkitektúr, starfar bæði sem hönnuður
og ljósmyndari hér á landi en Paul,
sem einnig hefur lokið meistararprófi
í arkitektúr og uppeldisfræði, stjórnar
vinnuhópum og er ljósmyndari, leik-
ari og kvikmyndaframleiðandi.
Dia log ue á Íslandi er hugsað sem
upphafið að stærra alþjóðlegu verkefni
sem taka mun til margra landa
Hefðbundnir og árlegir atburðir
voru á sínum stað, farið á leiksýningar,
í grunnskólaheimsóknir, í útskriftaferð,
sveitaferð, berjamó og kartöflurnar og
rabbabarinn komust í hús á réttum
tíma. Tveir slökkviliðsmenn komu í
heim sókn á flotta, rauða slökkviliðs-
bílnum og allir sem vildu fengu að
prufa eina ferð og eins að kynnast
reykkafaragrímum. En það getur verið
þáttur í öryggi barna að hafa séð
mann með reykkafaragrímu til að þau
hræðist hann ekki ef upp kemur
eldsvoði. Nokkrir nemendur
Höfðaskóla komu í starfskynningu og
Dansskóli Jóns Péturs og Köru var
með dansnámskeið.
Við höfum fengið margar góðar
heimsóknir á árinu og það er
ánægjulegt að finna hvað margir
hugsa hlýtt til leikskólans. M.a. hefur
verið komið með nýfædd lömb,
kiðlinga, kettlinga og þegar sjaldgæfir
fiskar koma í net sjómannanna er oft
komið með þá til að sýna okkur t.d.:
rottufisk, hlýra, hnýsuunga, karfa og
fleiri. Það er ómetanleg upplifun fyrir
nemendur og kennara að kynnast
lífríkinu á þennan hátt.
Upplýsingar um leikskólastarfið er
hægt að finna á heimasíðu Barnabóls;
www.leikskólinn.is og á www.
skagastrond.is.
Þórunn Bernódusdóttir, leikskólastjóri.
Bókasafn Skagastrandar.
Útlán hjá Bókasafni Skagastrandar
jukust nokkuð og voru sem hér segir:
2008 2007
Flokkabækur ............... 875 749
Skáldsögur .................. 2075 1.696
Barna og ungl. ........... 339 337
Tímarit ...................... 611 830
Myndbönd + DVD .... 274 203
Alls ........................ 4.174 3.815
Gestir eldri en 18 ára 942 793
Gestir yngri en 18 ára 211 175
Alls ........................ 1.153 968
Eins og venjulega býður safnið
uppá allflestar nýjustu bækurnar og er
með útlán frá Blindrabókasafninu
handa þeim sem þess óska. Þær bækur
koma á MP3 diskum sem spilast ein-
göngu í þar til gerðum tækjum.
Reynt er að útvega allt það sem
lánþegar þurfa að fá að láni og þar
koma millisafnalán inní.
Árdís Indriðadóttir, bókavörður.
Ungmennafélagið Fram.
Starf UMF Fram hófst með hefð-
bundum hætti. Boðið var upp á
innanhússæfingar undir stjórn Ágústs