Húnavaka - 01.05.2009, Page 266
H Ú N A V A K A 264
landsmótinu vann Stefán Velemir til
verðlauna en hann hlaut silfurverðlaun
í kúluvarpi. Frændi hans, Róbert
Björn Ingvarsson, varð fjórði í 800 m
hlaupi.
Þristurinn, frjálsíþróttamót þar sem
keppa USAH, USVH og UMSS, var
að þessu sinni haldið að Reykjum í
Hrútafirði. Mótið var æsispennandi
og baráttan í fyrirrúmi en svo fór að
lokum að USAH sigraði m.a. með
góðum árangri krakkana frá Skaga-
strönd. Framararnir sem tóku þar þátt
voru Róbert Björn Ingvarsson, Sigur-
björg Birta Berndsen, Elvar Geir
Ágústsson, Guðrún Anna
Halldórs dóttir og Stefán Velemir.
Lönduðu þau samtals 7 gull-
verðlaunum, 4 silf ur verðlaunum
og einu bronsi.
Rúsínan í pylsuendanum var
svo þegar þeir frændur Stefán
Velemir og Róbert Björn Ing-
varsson fóru og tóku þátt í
Meistaramóti Íslands sem haldið
var að Laugum í Þingeyjarsýslu
um miðjan ágúst. Gerðu þeir sér
lítið fyrir og hlutu báðir silfur-
verðlaun í sínum greinum. Róbert
í 800 m hlaupi en Stefán í
kúluvarpi.
Á haustmánuðum hófst starf
félags ins innanhúss aftur. Boðið
var upp á æfingar í körfubolta,
fótbolta og frjáls um íþróttum
fyrir 5.-10. bekk og íþróttaskóla
fyrir 1.-4. bekk. Innanhús-
æfingarnar voru að þessu sinni í
umsjón Finnboga Guðmunds-
sonar.
Í desember sáu Björgunar-
sveitin Strönd og Umf. Fram
saman um flug eldasölu sem er
ein aðalfjáröflun félags ins.
Í stjórn félagsins árið 2008
eru: Halldór G. Ólafsson for-
maður, Elva Þórisdóttir gjald keri,
Helga Ólína Aradóttir rit ari og
meðstjórnendur eru Lilja Ingólfsdóttir,
Björk Sveins dóttir og Róbert Freyr
Gunnarsson
Halldór G. Ólafsson, formaður.
Golfklúbbur Skagastrandar.
Golfárið var mjög skemmtilegt,
veður sæld mikil, völlurinn í góðu
ástandi og margir notuðu að stöðuna.
Gaman er að horfa til baka og rifja
upp hvaða breytingar hafa átt sér stað
á Háagerðisvelli sl. 20 ár eða svo. Upp-
Upprennandi fimleikastjörnur. Ljósm.: Árni Geir.
Adolf Berndsen á nýrri Toro brautarvél.
Ljósm.: Árni Geir.