Húnavaka - 01.05.2009, Page 268
H Ú N A V A K A 266
veruleg aukning á gestakomum í
sumar sé borið saman við síðustu ár.
Dagný M. Sigmarsdóttir, formaður.
Rauða kross deild Skagastrandar.
Starfsemi Rauða kross deildarinnar
á Skagaströnd var nokkuð blómleg.
Töluverðar breytingar voru gerðar á
húsnæði deildarinnar, fundarsalur
stækkaður um helming og útbúið rými
til að geyma teppi og fleira til notkunar
í neyðartilvikum. Til þessa verks fékk
deildin lán hjá RKÍ sem greitt verður
á næstu árum.
Barnfóstrunámskeið var haldið og
vel sótt. Leiðbeinendur voru Sigríður
Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og
Guðlaug Grétarsdóttir leikskóla kenn-
ari.
Mikið barst af fatnaði og voru fjöl-
mörg vörubretti af fatnaði send suður
til flokkunar og úthlutunar.
Fimm einstaklingar sinntu heima-
þjónustu á svæðinu en einn ig var nám-
skeið fyrir heim sóknarvini haldið á
haust mán uð um sem var ágætlega sótt.
Leið bein andi var Guðný Björns dóttir,
svæðisfulltrúi RKÍ á Norð ur landi.
Neyðarvarnarfundur var hald inn í
maí og sóttu hann fulltrúar frá
Hvammstanga og Blönduósi og á 112
deginum fengu yngri nemendur
grunnskólans fræðslu um neyðar-
símann 112.
Deildinni bárust níu hjálpar beiðn ir
fyrir jólin og var orðið við þeim
öllum.
Lionsklúbbur Skagastrandar.
Starfsárið einkenndist af hinum
taktfasta fundartíma, einn fundur í
mánuði, annan miðvikudag hvers
mánaðar kl. 20:00 í fundarherbergi
Lions í Fellsborg.
Í lok marsmánuðar var haldið hið
sívinsæla Troskvöld þar sem Lions-
félagar sjá algerlega um að matbúa og
bera fram fjölbreytilega sjávar rétti.
Ræðumaður kvöldsins var Agnar H.
Gunnarsson frá Miklabæ Skagafirði.
Þátttaka í Troskvöldinu var góð og
mættu m.a. Lionsfélagar frá Blönduósi
ásamt mökum.
Einn þáttur í verkefnum Lions-
klúbbs ins er að styrkja samfélags verk-
efni og einstaklinga, bæði innanlands
og erlendis. Meðal annars var félags-
miðstöðin Undirheimar á Skaga strönd
styrkt um sjötíu þúsund krónur til
tækjakaupa og í desember voru
nemendum í þriðja bekk grunnskól-
ans færðar litabækur um brunavarna
„forvarnir“.
Desembermánuður var fjölbreyti-
legur í starfi klúbbsins því auk hefð-
bund ins starfs var unnið að skötu verkun
sem var seld í Þorláksmessuveisluna til
að afla fjár fyrir starfið. Samhliða
skötu veislunni á Þorláksmessu, sem er
í boði Fisk-Seafood, fengu bæjarbúar
blóðsykurinn í sér mældan í boði
Lions klúbbsins og nýttu um 150
manns sér það. Árni V. Friðriksson,
umdæmisstjóri 109B, kom í heimsókn
10. desember ásamt Magnúsi Ólafs-
syni svæðisstjóra Kynntu þeir hin
ýmsu málefni Lionshreyfingarinnar.
Árni sæmdi einn félaga í klúbbnum,
Jón G. Sveinson, viðurkenningunni
„hversdagshetja“ fyrir fórnfúst félags-
starf.
Lionsbarnajólaballið var haldið
annan í jólum í Fellsborg. Auk þess að
halda ballið sáu félagar í klúbbnum
um að baka tertur fyrir kaffiveitingar.
Mæting var góð og svo komu þrír
jólasveinar í heimsókn, það var
hápunkturinn á samkomunni enda
börnin spennt.
Guðmundur Finnbogason, formaður.