Húnavaka


Húnavaka - 01.05.2011, Page 96

Húnavaka - 01.05.2011, Page 96
H Ú N A V A K A 94 STIKLAÐ Á STÓRU Í BYGGINGARSÖGUNNI FRÁ 1940 Að framan hefur því verið lýst hvernig meginþungi þéttbýlismyndunar á Blöndu ósi hófst seint á 19. öld og fyrstu áratugi 20. aldar var hann innan ár- inn ar. Frá árinu 1940 má hins vegar segja að meginþungi uppbyggingar íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hafi færst á nyrðri árbakkann, „út fyrir á“ eins og heimamenn segja. Á árunum 1940-1960 byggðust Húnabraut og Árbraut, meðfram ánni (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 23) og grunnskólinn reis á núverandi stað. Kraftmikil uppbygging hélt áfram beggja vegna árinnar 1960-1980 en þá myndaðist meðal annars íbúðahverfið Brekkubyggð og Garðabyggð sunnan árinnar, uppi á sjávarkambinum ofan og suðvestan við gamla þorpskjarnann á eyrinni við árósinn. Sýnu meira hefur þó verið byggt norðan árinnar allt fram á þennan dag og er því óhætt að segja að þungamiðja þéttbýlisins sé á þeim slóðum. Gamli bærinn, með sína afhelguðu gömlu kirkju, gamalt hótel, gistiheimili, krá, áfengisverslun og ýmis merk gömul hús í misjöfnu ástandi, bíður þess sem verða vill. FARARTÁLMINN BLANDA Blanda, eins og aðrar stórar ár, hefur verið mikill farartálmi á Íslandi allt frá landnámi. Ferjurekstur hófst því snemma á öldum og er þess getið í tíund ar- lögum frá 1100 að fé, lagt til brúargerðar og „sæluskipa“ (ferja), væri skattfrjálst (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 65). Á sumum jörðum hvíldi jafnvel skylda til ferju- reksturs fyrir ferðamenn og voru það kallaðar lögferjur. Vöð voru jafnframt mikilvæg í samgöngum fyrri alda og á Blöndu eru heimildir um bæði vöð og ferjur eins og nærri má geta. Til dæmis er sérstaklega getið um Hrafnseyrarvað sem gott og öruggt vað í heimildum frá 1873 (Bragi Guð munds son, 1992, bls. 66) en það er um 4,5 km frá árósnum niður af bænum Björnólfsstöðum í Langa- dal. Í sömu heimild er sagt frá því að þar fyrir neðan sé Strákavað, sem „megi fara hættulaust þegar áin er lítil“. Næsti bær fyrir neðan Björnólfsstaði heitir Breiðavað, sem enn fremur bendir til þess að á þessum slóðum hafi gjarna ver- ið farið yfir ána. Þá segir frá því að í sóknarlýsingum sé getið um ferju á ósnum, í landi Ennis, árið 1839. Í ferjureglugerð sýslunefndar Húnavatnssýslu frá árinu 1877 er svo minnst á þrjár ferjur á Blöndu, þar af eina á Blönduósi (Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 68). Bragi greinir frá því að illa muni hafa gengið að fá menn til að annast ferjuna á ósnum en árið 1881 hafi væntanlegur veit- inga maður á Blönduósi, Jón Gíslason, óskað eftir því að annast verkefnið. Var það víst auðsótt mál en ári síðar vildi hann losna. Þá tók við rekstrinum Jóhann Möller kaupmaður, sem rak verslun á Blönduósi frá 1877. Hann hafi líka ósk- að eftir því að losna við ferjureksturinn eftir eitt ár. Loks er vitað til þess að árið 1896 óskaði þáverandi ferjumaður eftir því að losna við reksturinn og árið eftir, 1897, var fyrsta brúin á Blöndu vígð. Enginn vafi leikur á því að með tilkomu brúarinnar beindist umferð á landi æ meira að Blönduósi og mikilvægi þorpsins sem verslunar- og þjónustukjarna jókst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.