Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 2
Veður Austanátt og víða rigning í dag, en suðlægari og minnkandi úrkoma um kvöldið. Fremur milt veður. Sjá Síðu 20 Konungleg heimsókn í Norræna húsinu Krakkapakkinn inniheldur vítamín og bætiefni, sérvalin fyrir íslenskar aðstæður. Fyrir börnin. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is FYRIR OKKUR TILBOÐ 3 fyrir 2 LögregLumáL Skráð brot vegna ölvunaraksturs í fyrra á höfuð- borgarsvæðinu voru nær helmingi færri en árið 2007, eða 651 á móti 1.266. Skráð brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru rúmlega tvöfalt fleiri árið 2015 en árið 2007, eða 803 á móti 337. Jónas Orri Jónasson, félags- fræðingur hjá lögreglustjór- anum á höfuðborgarsvæðinu, segir ýmsar skýringar geta verið á sveiflum milli ára. „Þetta getur meðal annars farið eftir áherslum hverju sinni, það er hversu mikill mannafli og tími er settur í verkið.“ Herferð á Facebook-síðu lög- reglunnar í desember undanfarin tvö ár gegn ölvunarakstri, Hver ekur þér heim um hátíðarnar?, er mögulega farin að hafa áhrif, að mati Jónasar. Ein skýringin á mismuninum á fjölda brota vegna ölvunaraksturs 2007 og 2015 getur tengst hruninu, að því er Jónas telur. „Eftir hrun hækkaði áfengisverð auk þess sem minna var um móttökur og fleira í þeim dúr þar sem boðið var upp á áfenga drykki. Vegna færri tæki- færa til drykkju má ætla að dregið hafi úr ölvun við akstur.“ Hann bendir á að ýmislegt skýri fjölgun brota vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna. „Þótt fleiri náist núna þýðir það ekki endilega að fleiri séu að aka undir áhrifum. Árið 2006 var lögum og verklagi lögreglu vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna breytt. Lagagrunnurinn hafði fram að því verið veikur sem gerði lög- reglu erfitt fyrir að takast á við þessi brot. Aukin þekking og betri búnaður lögreglunnar til að greina áhrif veldur því að færri komast upp með að aka undir áhrifum.“ Jónas tekur fram að sami einstakl- ingur geti hafa verið tekinn oftar en einu sinni. Eins geti nokkrir verið teknir í einu vegna óvissu um hver var raunverulega við stýrið. ibs@frettabladid.is Færri ölvaðir en fleiri dópaðir undir stýri Skráð brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna hafa rúmlega tvö- faldast frá árinu 2007. Félagsfræðingur hjá lögreglustjóranum á höfuðborgar- svæðinu segir ýmsar skýringar á sveiflum milli ára. Lögregla ræðir við ökumann í miðbænum að næturlagi. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI 1200 900 600 300 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2014 20152013 1. 26 6 33 7 32 0 1. 09 1 44 1 83 6 51 1 58 7 7 01 81 6 1. 00 9 80 3 81 9 81 3 83 9 89 2 83 4 65 1 ✿ Fjöldi skráðra brota vegna ölvunar við akstur og vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna árin 2007-2015 Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna Ölvun við akstur Jónas Orri Jónasson félagsfræðingur ViðSkipti Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, banka- stjóri Landsbankans. Samkeppnis- eftirlitið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem eftirlitið sagðist ekki hafa sett Landsbankanum bindandi skilyrði varðandi sölu hluta bank- ans í Borgun. „Þetta er allt rétt og satt í sjálfu sér,“ segir Steinþór. „Málið er að Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á að breyta eignarhaldi þannig að það væri bara einn banki í eigendahópi hvers fyrirtækis. Landsbankinn fann sig í veikri stöðu þar sem hann var í minnihluta í báðum fyrirtækjum.“ Þá segir Steinþór Landsbankann ekki hafa haft sömu aðkomu að stjórnum kortafyrirtækjanna Borg- unar og Valitors og meirihlutaeig- endurnir. „Samkvæmt sátt við Samkeppnis- eftirlitið var okkur ekki heimilt að hafa háða stjórnarmenn. Við mátt- um ekki vera í samtali við þá stjórn- armenn sem bankarnir tilnefndu á meðan meirihlutaeigendur máttu hafa háða stjórnarmenn.“ Samkeppniseftirlitið hafnaði því í tilkynningu sinni að bankinn hafi haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun. Steinþór segir hins vegar að bankanum hafi ekki fundist hann hafa góða sýn inn í félögin vegna þess að bankinn hafi ekki fengið að hafa háða stjórnar- menn. – þea Ekki góð innsýn í Borgun Steinþór Pálsson, bankastjóri Lands- bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALduR kjaramáL Skrifað var undir kjara- samning ASÍ og SA í gær. Samningur- inn, sem kallaður hefur verið SALEK- samkomulagið, gildir frá 1. janúar þessa árs til ársloka 2018. Samningurinn felur í sér launa- hækkun umfram þá sem samið var um á síðasta ári. Þannig mun 6,2 prósenta almenn launahækkun taka gildi í ár í stað 5,5 prósenta launaþró- unartryggingar. Á næsta ári munu laun hækka um 4,5 prósent í stað þrjú prósent og árið 2018 um þrjú prósent í stað tveggja. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segist gera sér grein fyrir því að samn- ingurinn sé íþyngjandi fyrir launa- greiðendur. „Á móti erum við að stilla saman vinnumarkað og tryggja frið til þriggja ára og jafnræði í þróun. Umfram allt erum við þó að setja af stað alvöru umræðu um að móta nýtt samningamódel,“ segir Gylfi. – þea Frekari launahækkanir fram undan Jóakim Danaprins og Marie prinsessa, eiginkona hans, heimsóttu Norræna húsið í gær. Hjónin eru komin hingað til lands til að vera viðstödd hundrað ára afmæli samtakanna Dansk-Islandsk Samfund. Þau ætla að dvelja á Íslandi í tvo daga og munu meðal annars skoða danskan arkitektúr í Reykjavík og skoða húsgögn í versluninni Epal. FRÉTTABLAÐIÐ/STeFán 2 2 . j a n ú a r 2 0 1 6 F ö S t u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 2 1 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 C -F B 3 8 1 8 3 C -F 9 F C 1 8 3 C -F 8 C 0 1 8 3 C -F 7 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.