Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 10
StjórnSýSla Eftirlits- og rannsóknar- stofnunin Matís gaf starfsmönnum sínum veglegustu gjöfina um nýliðin jól af öllum stofnunum og embættum ríkisins. Hljóðbókasafnið hélt dýr- ustu jólaveisluna. Fréttablaðið sendi spurningar um jólahlaðborð og jólagjafir til stofn- ana, embætta og fyrirtækja í eigu rík- isins og hafði fengið ríflega 140 svör áður en gengið var frá þessari grein í gær. Ekki bárust svör frá öllum. Engar sérstakar reglur eru um jóla- gjafir og hátíðarveislur hjá ríkinu. Það virðist endurspeglast ágætlega í svörunum sem Fréttablaðinu bárust því á meðan sumir ríkisstarfsmenn fengu jafnvel hvorki gjöf né veisluboð fengu aðrir tugþúsunda gjafir og tóku þátt í dýrum veislum. Efstir á listanum yfir verðmæti jólagjafa eru 132 starfsmenn Matís. Þeir fengu hver og einn 25 þúsund króna inneignarkort í banka og forrétta pakka frá Trít ehf. að and- virði 5.827 krónur. Samanlagt verð- mæti þessara tveggja gjafa er 30.827 krónur. Matís bauð starfsmönnum hins vegar ekki til jólasamsætis. Næstir á eftir Matís á jólagjafalist- anum eru starfsmenn Einkaleyfa- stofu. Verðmæti jólapakkans þeirra var 27.800 krónur. Í pakkanum var púði, kerti og leikhúsmiðar. Einka- leyfastofa greiddi síðan 5.782 krónur á mann í jóla- hlaðborð sem haldið var í stofnuninni sjálfri. Varðandi verðmæti jólagjafanna er rétt að taka fram að á  nokkr- um stöðum var jólagjöfin í formi eins eða fleiri frídaga. Þann- ig fengu  starfsmenn Náttúrufræðistofn- unar og Þjóð- m i n j a s a f n s , f y r i r u t a n þjóðminjavörð og fjármálastjóra, frí milli jóla og nýárs í jólagjöf. Ekki var lagt mat á verðmæti þessara gjafafrí- daga í svörum til Fréttablaðsins. Sem fyrr segir voru það starfs- menn Hljóðbókasafns sem sátu dýrustu jólaveisluna. Þeim var boðið í Perluna ásamt mökum og hljóðaði reikningurinn upp á 17.335 krónur á hvern gest sem voru fimmtán. Fyrir þá starfsmenn sem komu með maka má segja að Hljóðbókasafnið hafi greitt 34.670 krónur. Í svari stofnun- arinnar kemur hins vegar fram að starfsmenn fengu ekki jólagjöf. Næst á eftir á þessum lista er Jafn- réttisstofa sem bauð starfsmönnum og mökum þeirra, samtals ellefu manns, í veislu á Icelandair hótelinu á Akureyri. Þegar upp var staðið var reikningurinn þar 16.527 krónur á mann. Starfsmenn Jafnréttisstofu fengu jafnfram 8.500 króna gjafabréf í Menningarhúsið Hof í jólagjöf. Meðal þeirra sem hvorki fengu gjafir eða jólaboð eru starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla, Bankasýslunnar, Sýslumannsins á Norðurlandi vestra og Vatnajökuls- þjóðgarðs. Þá má nefna að algengt er að starfs- mannafélög standi fyrir jólafagnaði og borgi hann að öllu leyti eða á móti starfsmönnunum eða viðkom- andi stofnun. Algengar jólagjafir eru matarkörfur, ostabakkar, konfekt og gjafakort. Af stórum vinnustöðum má geta Landspítalans þar sem keypt voru fimm þúsund gjafakort á tvo miða hvert í Borgarleikhúsið. Fyrir það greiddi spítalinn alls 15 milljónir króna eða 3.000 krónur fyrir hvern starfsmann. Landspítalinn hélt síð- degismóttöku fyrir starfsmenn í Hörpunni og greiddi fyrir það ríf- lega 8,1 milljóna króna sem svarar til um 7.400 króna á hvern hinna 1.100 starfsmanna sem áætlað er að hafi að lágmarki sótt jólahófið. Sátu dýrlegar veislur en aðrir fengu ekkert Mikill munur er á jólagjöfum og veisluhaldi ríkis- stofnana og embætta fyrir starfsmenn. Á meðan sumir fengu hvorki vott né þurrt sátu aðrir dýrar veislur með mökum sínum í boði ríkisins. nordicphotos/getty ✿ Dýrustu jólaboðin og gjafirnar hjá ríkinu 132 starfsmenn 26 starfsmenn 21 starfsmenn 2 starfsmenn 26 starfsmenn 16 starfsmenn 25 starfsmenn 81 starfsmaður 6 starfsmenn 23 starfsmenn 477 starfsmenn 27 starfsmenn 25 starfsmenn 144 starfsmenn 42 starfsmenn 5 starfsmenn 125 starfsmenn 15 starfsmenn 53 starfsmenn 16 starfsmenn Matís Samtals 4.069.141 kr. 30.827 kr. einkaleyfastofan púði, kerti og leikhúsmiðar Samtals 722.800 kr. 27.800 kr. Fjölmiðlanefnd skattrannsóknarstjóri yfirskattanefnd Byggðastofnun Fjármálaráðuneytið rannsóknarnefnd samgönguslysa póst- og fjarskiptastofnun ÁtVr Mannvirkjastofnun sýslumaður Vesturlands samgöngustofa Útlendingastofnun Úrvinnslusjóður Fangelsismálastofnun ríkiskaup sérstakur saksóknari ríkiseignir 24.995 kr. 24.892 kr. 23.798 kr. 23.068 kr. 21.750 kr. 20.599 kr. 20.437 kr. 20.000 kr. 20.000 kr. 19.999 kr. 19.006 kr. 18.524 kr. 17.110 kr. 16.207 kr. 15.876 kr. 15.400 kr. 15.376 kr. Samtals 49.990 kr. Samtals 647.192 kr. Samtals 380.768 kr. Samtals 576.695 kr. Samtals 1.761.750 kr. Samtals 123.594 kr. Samtals 470.051 kr. Samtals 5.924.000 kr. Samtals 540.000 kr. Samtals 499.975 kr. Samtals 2.738.840 kr. Samtals 778.000 kr. Samtals 85.550 kr. Samtals 2.025.935 kr. Samtals 412.766 kr. Samtals 816.000 kr. Samtals 246.016 kr. Samtals 525.000 kr. sýslumaðurinn á suðurnesjum 25.000 kr. hljóðbókasafn Jafnréttisstofa Landsnet Umboðsmaður Alþingis póst- og fjarskiptastofnun Mannvirkjastofnun Lögregluskóli ríkisins héraðsdómur suðurlands Forsætisráðuneytið Fjármálaeftirlitið Þjóðskjalasafn héraðsdómur reykjaness ríkislögmaður Menntamálastofnun Byggðastofnun Umhverfisráðuneyti Landlæknir ríkisendurskoðun stofnun Vilhjálms stef. 17.335 kr. 16.527 kr. 15.385 kr. 15.128 kr. 14.177 kr. rAriK 10.402 kr. 13.335 kr. 13.240 kr. 13.226 kr. 13.095 kr. 12.954 kr. 12.608 kr. 12.089 kr. 11.778 kr. 9.900 kr. 9.779 kr. 9.545 kr. 9.400 kr. 9.360 kr. 9.276 kr. gjafakort í Kringlunni Þráðlausir hátalarar Bók og matarkarfa gjafakort 20 þúsund og konfekt skál, púði og kjöt panna og matarpakki Matargjöf Ullarteppi og 2 vínflöskur gjafabréf úr banka gjafabréf úr banka Matarkarfa hagkaups gjafabréf 10 þúsund og 2 leikhúsmiðar Bók og konfekt Matargjafir Matarkassi og vínflaska sælkerakarfa og léttvín Matarpakki frá ss og vín Flíspeysa merkt st og bók Með mökum Með mökum Með mökum Með mökum Með mökum Með mökum Með mökum Forréttapakki frá trít ehf. og 25 þúsund kr. bankainneign Jólaveislur ríkisstofnana Jólagjafir ríkisstofnana til starfsmanna H ei m ild : S to fn an ir rík isi ns visir.is Nánar upplýsingar um aðrar stofnanir, embætti og fyrirtæki. Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is Á nokkrum stöðum var jólagjöfin í formi eins eða fleiri frídaga. Þannig fengu starfsmenn Náttúru- fræðistofnunar og Þjóð- minjasafns frí milli jóla og nýárs í jólagjöf. 2 2 . j a n ú a r 2 0 1 6 F Ö S t U D a G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 1 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K _ N ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 D -0 A 0 8 1 8 3 D -0 8 C C 1 8 3 D -0 7 9 0 1 8 3 D -0 6 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.