Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 20
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Trausti Jónsson Baughóli 6, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánudaginn 18. janúar. Útförin fer fram þriðjudaginn 26. janúar kl. 14.00 í Húsavíkurkirkju. Kristín Kjartansdóttir Kjartan Traustason Erla Bjarnadóttir Björk Traustadóttir Árni G. Árnason Kara Rún, Kristín, Arney Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Jónína S. Eiríksdóttir Mörkinni, Suðurlandsbraut 66, lést mánudaginn 18. janúar sl. Útförin fer fram 29. janúar frá Digraneskirkju kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Mörk. Eiríkur Jónsson Sigríður Einarsdóttir Ásta Jónsdóttir Hafsteinn Gunnarsson Þorbjörg Jónsdóttir Sigurður Geir Jónsson Ragnhildur Hjartardóttir Gunnar Þór Jónsson Margrét Hallgrímsdóttir Guðrún Ólöf Jónsdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Okkar ástkæri, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Kolbeinsson bifvélavirki, Lindargötu 61, Reykjavík, lést 8. janúar á hjartadeild Landspítala Íslands. Útförin verður í Áskirkju mánudaginn 25. janúar kl. 11. Jarðsett verður að því loknu í Stóra-Áskirkjugarði í Borgarfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Marta Helgadóttir Bróðir okkar, Eyjólfur Kolbeinn Vilhelmsson Fögrubrekku, Hrútafirði, varð bráðkvaddur á heimili sínu, 17. þessa mánaðar. Hrafnhildur Vilhelmsdóttir Guðmundur Vilhelmsson Hjörtur Guðmundsson Hafsteinn Þ. Júlíusson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Helgadóttir Kópavogsbraut 105, er látin. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hrönn Sveinbjörnsdóttir Nikulás Magnússon Helgi Sveinbjörnsson Héðinn Sveinbjörnsson Sigríður Tryggvadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Viðar Magnússon Tröllakór 18, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. janúar. Útförin fer fram í kyrrþey. Bettý Guðmundsdóttir Brynja Viðarsdóttir Björn Magnússon Erla Júlía Viðarsdóttir Styrkár Jóhannesson Bragi Viðarsson Guðmundur Viðarsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, Ólafur Ágúst Ólafsson lést á Droplaugarstöðum 19. janúar sl. Útförin verður auglýst síðar. Sigurveig Kristjánsdóttir Kristín Hagalín Ólafsdóttir Kristján Ólafsson Ólafur Ágúst Ólafsson Sigrún Sandra Ólafsdóttir Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför hjónanna Þorbjargar Málfríðar Þorbergsdóttur og Halldórs Steinþórssonar Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd fjölskyldu og frændfólks, Sigríður Þorbergsdóttir Guðrún Þorbergsdóttir Þórdís Þorbergsdóttir Jack Unnar Dauley Steinþór Stefánsson Hildur Pétursdóttir Friðberg Stefánsson Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jónínu Guðrúnar Bogadóttur Thorarensen Hlaðbæ 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala Fossvogi. Bergrós Þorgrímsdóttir Sveinn Sveinsson Pétur Þorgrímsson Jóhanna Gunnlaugsdóttir Haukur Þór Þorgrímsson Guðrún Helga Reynisdóttir Bjarni Þorgrímsson Linda Björk Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Steinþóra Margrét Níelsdóttir Reykjavíkurvegi 7, Hafnarfirði, lést á Sólvangi laugardaginn 16. janúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 27. janúar kl. 13.00. Páll Hannesson Þóra Vigdís Guðmundsdóttir Jóhanna Hannesdóttir Jón Sigurðsson Margrét Hannesdóttir Sverrir Marinósson Níels Hannesson Lára Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, Ágústa Steingrímsdóttir Hörðukór 1, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. janúar sl. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét St. Magnúsdóttir Steingrímur Magnússon Bára Magnúsdóttir Magnús P. Magnússon Ágúst Magnússon „Þetta er hugmynd sem ég er búin að hafa á bak við eyrað í þó nokkurn tíma, en svo er eiginlega tilviljun að hún er komin í framkvæmd núna,“ segir sjón- varpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem vinnur þessa dagana að nýrri þátta- röð, en í henni mun hún hjálpa fólki að leita uppruna síns. Sigrún er sannarlega enginn aukvisi þegar kemur að dag- skrárgerð, en hún hefur verið reglulegur gestur í viðtækjum landsmanna. Þættir á borð við Margra barna mæður, þar sem Sigrún sótti gríðarstórar fjölskyldur heim og Neyðarlínan, þar sem sannar sögur þeirra sem hafa þurft að nýta sér aðstoð Neyðarlínunnar voru sagðar, hafa slegið rækilega í gegn. Fyrsta verkefni Sigrúnar í þessari nýju þáttagerð er að fylgja ungri, íslenskri konu til Tyrklands þar sem ætlunin er að reyna að finna blóðforeldra hennar. „Hún var ættleidd til Íslands þegar hún var tveggja ára og hefur ekki komið til Tyrklands síðan. Leiðir okkar lágu saman á Facebook á síðasta ári og í fram- haldinu ákváðum við að fara saman í þetta ferðalag. Eftir það var svo ákveðið hér á Stöð 2 að gera heila þáttaröð.“ Þættir á borð við þessa hafa verið gerðir víða um heim á undanförnum árum og njóta mikilla vinsælda. Sigrún segir að hugmyndin sé ekki eingöngu að fylgja eftir ættleiddum börnum heldur líka þeim sem leita að öðru foreldri sínu, fólki sem veit ekki hvert rétt faðerni sitt er og þannig mætti áfram telja. „Við erum komin vel af stað með undirbúning, en hafi fólk ábendingar eða áhuga á að vera með í þáttunum er til dæmis hægt að senda mér línu á sigrunosk@stod2.is eða skilaboð á Facebook. Ég heiti að sjálfsögðu fullum trúnaði,“ segir hún að lokum, yfir sig spennt fyrir verkefninu, sem eflaust á eftir að vekja umtalsverða athygli hér á landi, rétt eins og önnur dagskrárgerð sem sjónvarpskonan knáa tekur að sér. gudrun@frettabladid.is Hjálpar fólki að leita uppruna síns Sigrún Ósk Kristjánsdóttir vinnur að spánýjum þáttum þar sem löngu týnd og rofin fjölskyldutengsl eru í stóru hlutverki. Leitin hefst í Tyrklandi. Sigrún Ósk leitar um þessar mundir að fólki sem hefur áhuga á að leita uppruna síns með hennar hjálp. Fréttablaðið/Valli 2 2 . j a n ú a r 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r20 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B L a ð i ð tímamót 2 1 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 D -2 7 A 8 1 8 3 D -2 6 6 C 1 8 3 D -2 5 3 0 1 8 3 D -2 3 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.