Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 28
Helena Sverrisdóttir, körfu- knattleiksmaður hjá Hauk- um, er einn af okkar bestu leikmönnum. Hún hefur sýnt snilli sína í hverjum leiknum á fætur öðrum. Helena er fædd árið 1988 og situr fyrir svörum. 1. Hvað hefur þú spilað körfubolta lengi? Ég byrjaði að æfa með strákum þegar ég var 5 ára og hef æft síðan, eða í 22 ár. 2. Af hverju valdir þú þessa íþrótt? Mamma og pabbi voru bæði í körfunni og eldri bróðir minn var að æfa. Ég var alltaf líka í fótbolta en valdi síðan körfubolta því mér fannst það orðið miklu skemmtilegra. 4. Er körfubolti gott kvennasport? Held að það sé hollt fyrir allar stelpur að æfa íþróttir sama hvaða íþrótt það er. Körfubolti er mikil liðsíþrótt og því full- komin fyrir kvenmenn því við elskum að vera í liði og treysta á hver aðra. 5. Er harður vetur fram undan? Ég er í fyrsta skipti á Íslandi í um 8 ár og er bara spennt að upplifa veturinn hér. Það er nóg að gera í körfunni þar sem ég er bæði að þjálfa og spila þannig að okkar annað heimili er í íþróttahúsinu. 6. Hvað gerir þú í frí- stundum? Æfi aukalega, hitti vini og fjölskyldu eða nota tímann til að slaka vel á og endurnæra líkamann. Ég elska að ferðast og eyða tíma með unnustanum. 7. Ertu gaflari? Já, það er hægt að segja það, uppalinn Hafnfirðingur og líður alltaf mjög vel þar. Ég bý akkúrat núna í Laugardalnum sem er æðislegt en örugglega stutt í að við færum okkur í Hafnar- fjörðinn. 8. Ertu í námi eða vinnu samhliða boltanum? Er að þjálfa nokkra yngri flokka í Haukunum sem og Afreks- sviðið. 9. Að hverju stefnir þú í framtíðinni? Ég er nokkuð viss um að körfubolti verður alltaf partur af lífinu, sé fyrir mér að vera þjálfari þegar ég hætti að spila sjálf. Annars er það bara góð heilsa og hamingja sem maður sækist eftir, hlakka til búa til fjölskyldu með manninum mínum og eiga gott líf. 10. Hver er uppáhalds- maturinn þinn? Lambalæri er í miklu uppáhaldi. 12. Áttu kærasta? Er trúlofuð Finni Atla Magnússyni, og við erum búin að vera saman í um tvö ár. elin@365.is Ónægur svefn, það er sjö tímar eða minna á nóttu, getur leitt af sér þyngdar- aukningu. Rannsókn sem sagt er frá í Annals of Internal Med icine sýndi að mikill munur var á þyngdartapi tveggja hópa sem voru á sama megrun- arfæði. Annar svaf reglu- lega en hinn óreglulega og of lítið. Fyrri hópurinn fann fyrir töluverðu þyngdartapi meðan sá seinni léttist helm- ingi minna. Að auki greindi fólkið sem fékk of lítinn svefn frá mun meira hungri, mun minni seddu strax eftir máltíð og að auki minni orku til æfinga. Hér eru nokkrar árangursrík- ar leiðir til að bæta svefninn: l Reyndu að vakna og sofna á svipuðum tíma daglega. l Sofðu í niðamyrkri. l Deyfðu ljósin heima hjá þér nokkru áður en þú ferð að sofa. l Ekki skoða netið í síman- um þínum eða spjaldtölv- unni rétt fyrir svefninn, ljósin hafa hamlandi áhrif á svefn. SvEfn Er bESti vinur þinn H o LLRá ð u M H EilSu Njóttu þess Kjarngóð ávaxtafylling í léttum kexhjúp – gott á milli mála. *Aðeins 57 kcal per kex Go Ahead Létt í bragði Lífsstíll HElEnu 8 Fólk 22. janúar 2015LÍFSStÍLL 2 1 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 3 D -1 8 D 8 1 8 3 D -1 7 9 C 1 8 3 D -1 6 6 0 1 8 3 D -1 5 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.