Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 6
Í húsnæðinu verða öryggisgeymslur fyrir stóran hluta safnkosts, starfsaðstaða fyrir starfsmenn og aðra, rannsóknarstofur, verkstæði, aðstaða til sérhæfðra rann- sókna og undirbúnings sýninga. Auk þess aðstaða til kennslu. Skólagæsla í Pakistan Lögreglumaður stendur vopnaður fyrir framan skóla í borginni Peshawar í Pakistan, daginn eftir að tugir manna voru myrtir þar í árás á Bacha Khan-háskólann. Ákveðið var að lýsa yfir þjóðarsorg í dag og bænastund verður haldin í höfuðborginni Islamabad. Fréttablaðið/EPa Utanríkismál Uppboð íslenskra stjórnvalda á tollheimildum búvara frá Evrópusambandinu (ESB) brýtur ekki í bága við tollasamkomulag Íslands og ESB frá árinu 2007. Þetta er álit sérfræðinga innan landbún­ aðardeildar sambandsins. „Evrópusambandið semur við ríki um frjálsa verslun sem þýðir að flutt sé ákveðið magn af vörum á milli landa, en þegar komið er inn fyrir landamærin þá skiptir Evrópusam­ bandið sér ekki af því hvernig farið er með þessar vörur eða heimildir,“ segir Klemens Ólafur Þrastarson, upplýsingafulltrúi sendinefndar ESB á Íslandi. Félag atvinnurekenda (FA) hefur gert athugasemdir við framkvæmd­ ina hér og bent á að útboðsgjaldið sem íslensk innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða til íslenskra stjórn­ valda sé svo hátt að ávinningur af tollfrjálsum innflutningi hverfi að stórum hluta. Til dæmis sé útboðs­ gjald alifuglakjöts svo hátt að álíka mikið kosti að flytja inn kjúkling frá ESB á tollfrjálsum kvóta og almenn­ um tolli. Aðspurður segir Klemens Evrópusambandið sjálft ekki leggja slíkar álögur á íslenskar vörur, eða á innflutning yfirleitt. FA hefur sagt vandséð hvernig framkvæmdin stæðist ákvæði í samningi Íslands og ESB þar sem kveðið er á um að gerðar séu ráðstaf­ anir til að tryggja að ávinningi sem samningsaðilar veiti hvor öðrum verði ekki stefnt í hættu „með öðrum takmarkandi innflutnings­ ráðstöfunum“. Klemens segir umrætt ákvæði fyrst og fremst snúa að tækni­ legum hindrunum við innflutning varnings. Þar undir kunni að vera Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. Kjúklingabringur, innfluttar og frosnar. litlu skiptir hvort reynt er að flytja inn kjúk- lingakjöt innan eða utan tollfrjáls kvóta. Fréttablaðið/anton Þegar komið er inn fyrir landamærin þá skiptir ESB sér ekki af. Klemens Ólafur Þrastarson upplýs- ingafulltrúi sendi- nefndar ESB „ýmsar skapandi eða nýstárlegar heilbrigðiskröfur“ líkt og dæmi séu um að komið hafi upp í öðrum löndum. „Þarna er átt við raunveru­ legar hindranir, þannig að vörurnar komist ekki í gegn. En hvað Evr­ ópusambandið varðar þá komast þessar vörur í gegn og svo er það undir íslenska ríkinu komið hvernig það útdeilir þessum innflutnings­ heimildum.“ – óká Ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Hæstiréttur Íslands dæmdi í gær íslenska ríkið til að endurgreiða þremur innflutningsfyrirtækjum, Innnesi, Högum og Sælkeradreifingu, til baka út- boðsgjald tollkvóta upp á um fimm hundruð milljónir króna. Fyrirtækin þrjú greiddu þessa kvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum. Niðurstaða Hæstaréttar er að útboðsgjaldið sem fyrirtækin voru krafin um hafi verið ólögmætt og í andstöðu við stjórnarskrá. Ráðherra sé ekki heimilt að ákveða einn síns liðs hvort greiða þurfi gjald sem þetta. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir dóm- inn mikilvægan sigur í baráttunni fyrir eðlilegu viðskiptafrelsi með búvörur eins og aðrar vörur. „Það molnar stöðugt úr þeim múrum sem hafa verið reistir til að hindra eðlilega samkeppni á búvörumarkaði,“ segir Ólafur. könnUn Í nýrri skoðanakönnun Gallup sem nú er verið að gera er spurt hvort viðtakandinn sé jákvæður eða neikvæður gagnvart því að dr. Baldur Þórhallsson, pró­ fessor í stjórnmálafræði, verði næsti forseti Íslands og setjist ásamt maka sínum, Felix Bergssyni, á Bessastaði. Spurningin er hluti af Gallupvagn­ inum og er send á 1.400 manns. Ekki var spurt um aðra mögulega frambjóðendur í könnuninni. „Ég kem alveg af fjöllum,“ segir Baldur inntur eftir því hvort hann hafi vitað af könnuninni. Hann segist ekki hafa keypt spurninguna og að forsetaframboð sé ekki á dag­ skrá. „Það hefur fólk talað við okkur og spurt um þetta en meira veit ég ekki,“ segir Baldur. Að sögn starfsmanns Gallup kostar ein spurning í könnuninni 120.900 krónur, reiknuð með virðisaukaskatti. Hver sem er getur spurt um hvað sem er svo framar­ lega sem spurningin þyki ekki sær­ andi. – snæ Kanna landið fyrir framboð Það hefur fólk talað við okkur og spurt um þetta en meira veit ég ekki. Baldur Þórhallsson prófessor menning Þáttaskil verða í þjóð­ minjavörslu á Íslandi í sumar þegar varðveislu­ og rannsóknasetur Þjóð­ minjasafns Íslands verður tekið í notkun. Undirritun samnings um setrið fer fram í dag, en í setrinu verða kjöraðstæður til varðveislu þjóð­ minja og vel búin starfsaðstaða til rannsókna, forvörslu, sýningaundir­ búnings og kennslu á fagsviði Þjóð­ minjasafnsins sem er höfuðsafn á sviði menningarminja. Í frétt frá ÞÍ segir að húsnæðið, sem er að Tjarnarvöllum í Hafnarfirði, sé 4.270 fermetrar að stærð. Í húsinu verða öryggisgeymslur fyrir stóran hluta safnkosts Þjóð­ minjasafns og starfsaðstaða fyrir starfsmenn, sérfræðinga, fræði­ menn og nemendur. Fullkomin hita­ og rakastýring verður í öryggis­ geymslum svo tryggja megi varð­ veislu viðkvæms safnkosts. Í húsnæðinu verða einnig rann­ sóknarstofur, forvörsluverkstæði, aðstaða til sérhæfðrar varðveislu og rannsókna jarðfundinna gripa og aðstaða til undirbúnings sýninga. Hluti safnkostsins verður áfram varð­ veittur í húsnæði safnsins í Kópavogi, þar sem Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni verður áfram til húsa. Einnig verður í varðveislu­ og rannsóknasetrinu aðstaða til kennslu en Þjóðminjasafn Íslands er háskóla­ stofnun sem felur í sér mikilvægt hlutverk gagnvart rannsóknaraðilum og námsmönnum. Hönnuður húsnæðis er ArkÞing en það er í eigu fasteignafélagsins Regins. – shá Þáttaskil við varðveislu íslenskra dýrgripa Þjóðminjar eru dýrgripir sem nauðsynlegt er að varðveita og geyma við bestu að- stæður. Fréttablaðið/gva 2 2 . j a n ú a r 2 0 1 6 F ö s t U D a g U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 1 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 D -2 2 B 8 1 8 3 D -2 1 7 C 1 8 3 D -2 0 4 0 1 8 3 D -1 F 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.