Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 26
Smoothie-Skál Handfylli spínat 1/2 lárpera 1 dl frosið mangó 1 dl frosin jarðarber 1 msk. chia-fræ 1 banani 1 msk. hnetusmjör Möndlu mjólk, magn eftir smekk Setjið allt í blandarann í nokkrar mínútur og berið fram í skál með góðum berjum, kókosflögum og chia-fræjum. Salat með mexíkóSkum blæ Salatskálar Tortillahveitikökur Ólífuolía Setjið smá ólífuolíu í pott, skál eða form sem þolir að fara inn í ofn. Setjið eina tortillahveitiköku í formið og mótið skál. Bakið við 180°C í 10–15 mínútur eða þar til kakan er orðin stökk. lárperusósa: 1 lárpera 2 hvítlauksrif 4–5 msk. grískt jógúrt Safinn úr 1/2 límónu Skvetta af hunangi Salt og pipar Setjið allt í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota, smakk- ið ykkur gjarnan áfram og kælið í smá stund áður en þið berið sós- una fram með salatinu. Salatið: 800 g kjúklingakjöt, helst kjúklingalæri með skinni Salt og pipar 1/2 tsk. kumminkrydd 1 tsk. Bezt á allt-krydd 1 askja kirsuberjatómatar 1 laukur Handfylli kóríander 1 mangó Ólífuolía Límónusafi Gott kál, t.d. lambhagasalat og klettasalat Steikið kjúklinginn upp úr olíu, kryddið skinnhliðina og steikið á þeirri hlið í tíu mínútur. Kryddið hina hliðina með salti, pipar, kummink- ryddi og Bezt á allt-kryddblöndunni. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er gott að setja hann inn í heitan ofn á meðan salatið er útbúið. Skerið allt grænmetið fremur smátt, blandið salsanu vel saman og bætið saman við lambhagasal- atið og klettasalatið í lokin. Fyll- ið hverja tortillaskál með salati og skerið kjúklinginn í bita og raðið yfir. Setjið væna skeið af lárperusósu yfir og myljið fetaost rétt í lokin yfir allt salatið, osturinn setur punktinn yfir i-ið. ómótStæðileg jarðarberjaoStakaka botninn: 250 g hafrakex 150 g smjör, brætt Bræðið smjör við vægan hita, setj- ið kexkökurnar í matvinnsluvél og maukið. Hellið smjörinu saman við og hellið síðan í form. Sléttið úr blöndunni með bakhlið á skeið og þrýstið vel. Best er að nota smelluform. ostafyllingin: 600 g hreinn rjómaostur, við stofuhita 3 msk. flórsykur 200 g hvítt súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði 300 ml rjómi 1 tsk. vanilla 1 askja jarðarber Þeytið rjómaostinn í smá stund, bætið flórsykrinum, rjómanum og vanillu saman við og hrær- ið. Bræðið súkkulaðið yfir vatns- baði og hellið út í ostablönduna (kælið súkkulaðið aðeins áður) í mjórri bunu. Skerið nokkur jarð- arber og blandið saman við í lokin með sleif. Hellið blöndunni ofan á kexbotninn og inn í kæli. Best er að geyma kökuna í kæli yfir nótt en hún er orðin stíf og fal- leg eftir rúma klukkustund. Skerið niður ber og skreytið kökuna, sigt- ið smávegis af flórsykri yfir í lokin áður en þið berið kökuna fram. góð byrjun á árinu Þriðja þáttaröðin af Matargleði Evu hófst á Stöð 2 í gær en í henni býður hún upp á hollar og fljótlegar uppskriftir í bland við rjómalagaðar og aðeins flóknari. Hér fylgja uppskriftir fyrsta þáttar. Súperhollt í morgunsárið. Jarðarberin gefa kökunni frísklegt bragð. Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my styleStærðir 38-52 Netverslun á tiskuhus.is ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Salatskáliarnar setja skemmtilegan svip á salatið. Matargleði Eva Laufey Hermannsdóttir 6 Fólk 22. janúar 2015LíFSStíLL 2 1 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 3 D -0 5 1 8 1 8 3 D -0 3 D C 1 8 3 D -0 2 A 0 1 8 3 D -0 1 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.