Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 8
Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 13. skipti þann 5. mars næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu en skilafrestur tilnefninga til dómnefndar er föstudagurinn 29. janúar. Eins og á síðasta ári verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir: • Besta umfjöllun ársins 2015 • Viðtal ársins 2015 • Rannsóknarblaðamennska ársins 2015 • Blaðamannaverðlaun ársins 2015 Hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla 23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafn- framt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti á heimasíðu BÍ, www.press.is Blaðamannaverðlaun 2015 Bretland Rússnesk stjórnvöld segja pólitískar hvatir búa að baki bresku rannsókninni á morðinu á Alexand­ er Litvinenko. Ásakanir á hendur Vladimír Pútín forseta séu til þess eins gerðar að beita Rússa þrýst­ ingi vegna ágreinings landanna í alþjóðamálum. Robert Owen, fyrrverandi hæsta­ réttardómari, kynnti í gær niður­ stöður rannsóknar sinnar og sagði allar líkur á því að Nikolaí Patr­ úsjev, þáverandi yfirmaður rúss­ nesku leyniþjónustunnar FSB, hafi vitað um og samþykkt áform um að myrða Litvinenko. Jafnframt sé ólíklegt annað en að Vladimír Pútín forseti hafi einnig vitað um og sam­ þykkt þessi áform. Litvinenko, sem var fyrrverandi leyniþjónustumaður hjá FSB, var myrtur árið 2006 í London, þar sem hann bjó í útlegð. Marina Litvinenko, ekkja Litvin­ enkos, fagnaði niðurstöðunum og sagðist stolt af bresku réttarfari. Nú sé óhugsandi annað en að breska stjórnin beiti Rússland refsiað­ gerðum. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, skýrði síðan frá því að nú þegar hafi verið ákveðið að frysta eignir mannanna tveggja, sem grun­ aðir eru um morðið. Frekari refsiað­ gerðir séu í skoðun. Annar þeirra, Andrei Lugovoi, sagði rannsóknarskýrsluna frá Owen hins vegar fáránlega: „Niður­ stöðurnar, sem birtar voru í dag, sýna bara andstöðu bresku stjórnar­ innar við Rússland einu sinni enn.“ Í skýrslu sinni segist Owen telja fullsannað að þeir Lugovoi og Dmitrí Kovtun, sem báðir voru starfandi í rússnesku leyniþjón­ ustunni, hafi myrt Litvinenko á kaffihúsi í London. Þeir hafi byrlað honum þar geislavirkt efni með því að setja það út í tebolla, sem Litvin­ enko drakk úr. Hann segir jafnframt nokkuð ljóst að þeir Lugovoi og Kovtun hafi ekki tekið upp á þessu að eigin frum­ kvæði. Flest bendi til þess að þeir hafi unnið þetta verk að undirlagi FSB. Owen segist síðan engar beinar sannanir hafa fyrir því að Patrúsjev og Pútín hafi vitað af áformunum um að myrða Litvinenko. Hins vegar megi með töluverðri vissu draga þá ályktun af þeirri staðreynd, að starfsmenn FSB væru afar ólíklegir til þess að grípa til aðgerða af þessu tagi án þess að bera það undir æðsta yfirmann sinn, sem var Patrúsjev, og að Patrúsjev hafi sömuleiðis varla samþykkt slíkt án þess að hafa Pútín með í ráðum. Owen tekur reyndar sérstak­ lega fram að hann sé ekki bund­ inn af jafn ströngum reglum um sönnunar byrði, eins og hann væri ef um réttarhöld væri að ræða. gudsteinn@frettabladid.is Morðið á Litvinenko rakið til Pútíns Ekkja Litvinenkos vill að Bretar beiti Rússland refsiaðgerðum vegna málsins. Owen segist engar óyggjandi sannanir hafa, en líkurnar séu yfirgnæfandi. Nikolaí Patrúsjev, fyrrverandi yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, ásamt Vladimír Pútín forseta. FréttaBlaðið/EPa Morðið á alexander litvinenko 1998: Rússneski leyniþjónustumaðurinn Alexander Litvinenko fullyrðir á blaðamanna- fundi í Moskvu að FSB hafi gefið honum skipun um að myrða rússneska auð- kýfinginn Boris Berezovsky. 1999: Litvinenko dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa mis- notað sér stöðu sína innan FSB. 2000: Flýr frá Rússlandi með að- stoð frá Berezovsky. Fær pólitískt hæli í Bretlandi. 2002: Er meðhöfundur bókar þar sem FSB er sögð bera ábyrgð á sprengingum í íbúðarblokk árið 1999. Rúm 300 létust. Téténskum uppreisnarmönnum kennt um. 2003: Breska leyniþjónustan MI6 ræður Litvinenko til að útvega upplýs- ingar um skipulagða glæpastarfsemi 2006: Tekur til við að rannsaka morðið á blaðakonunni Önnu Politkovsköju, sem lengi hafði gagnrýnt stjórnina í Kreml. 1. nóvember, 2006: Litvinenko hittir Rússana Andrei Lugovoi (til vinstri) og Dmitrí Kovtun á hóteli í London. Litvinenko veikist um kvöldið og er lagður inn á sjúkrahús þremur dögum síðar 23. nóv: Litvinenko deyr á gjör- gæsludeild. Í ljós kemur að geislavirka efnið pólon-210, sem hann fékk í tebolla, olli veikindunum. Maí 2007: Breskir saksóknarar segja að rétta eigi yfir Lugovoi fyrir morðið á Litvinenko Júlí: Stjórnin í Moskvu neitar að framselja Lugovoi. Bretar reka fjóra rússneska erindreka úr landi. Rússar vísa einnig fjórum Bretum úr landi. Maí-júní 2013: Réttarrannsókn á dauða Litvinenkos frestast þegar dánardómstjóri óskar eftir opin- berri rannsókn, sem gefur færi á að halda lokaðar vitnaleiðslur Júlí: Innanríkisráðuneytið hafnar opinberri rannsókn. Jan. 2014: Marina, ekkja Litvinenkos, fer fyrir hæstarétt til að krefjast opinberrar rannsóknar Feb.: Hæstiréttur ógildir úrskurð innanríkisráðuneytisins. Jan. 2015: Opinber rannsókn hefst. 21. janúar, 2016: Rannsóknin leiðir í ljós „miklar líkur“ á því að FSB hafi fyrir- skipað morðið, og að Pútín forseti hafi „líklega samþykkt“ ráðagerðina. Heimild: Fréttastofur Ljósmyndir: AP, Getty Images Litvinenko, sem var fyrrverandi leyniþjónustu- maður hjá FSB, var myrtur árið 2006 í London, þar sem hann bjó í útlegð. viðskipti Hjálpræðisherinn er búinn að selja Herkastalann við Kirkjustræti 2. Gengið var frá kaupunum á mið­ vikudaginn en kaupverðið var 630 milljónir króna að sögn Gunnars Eide, deildarstjóra hjá Hjálpræðishernum. Gunnar segir að húsið hafi verið selt til félagsins Kastala ehf., sem að baki standi bæði innlendir og erlendir fjár­ festar. Hann vill þó ekki gefa frekari upplýsingar um kaupendahópinn. Það vildi Ólafur Örn Ólafsson hjá KPMG, sem aðstoðaði Hjálpræðisher­ inn við söluna, heldur ekki gera. Ekki er búið að skrá Kastala ehf. hjá fyrir­ tækjaskrá og því lítið af opinberum upplýsingum að fá um félagið. Stefnt er að því að afhenda hús­ næðið, sem er 1.405 fermetrar, þann 1. október næstkomandi. Hjálpræðis­ herinn mun samhliða sölunni hætta rekstri gistiheimilis líkt og hefur verið í Herkastalanum um árabil. Samtökin eru nú að leita að lóð í Reykjavík undir nýtt húsnæði fyrir starfsemina að sögn Gunnars. Samtökin hafa þegar sótt um lóð í Sogamýrinni undir safn­ aðarheimili. Gunnar segir að starfsemi Hjálpræðishersins verði í Mjódd, þar sem félagið hefur samkomustað, þar til nýtt húsnæði rís. – ih Herkastalinn seldur til hulduhóps Herkastalinn er kominn í hendur nýrra eigenda, sem þó liggur ekki fyrir hverjir eru. Herkastalinn kostaði 630 milljónir og er 1.405 fer- metrar að stærð. Kaupandi var félagið Kastali ehf. 2 2 . J a n ú a r 2 0 1 6 F Ö s t U d a G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 1 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 D -1 D C 8 1 8 3 D -1 C 8 C 1 8 3 D -1 B 5 0 1 8 3 D -1 A 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.