Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 22
Við hittumst yfir kaffibolla á Bryggjunni Brugghúsi og horfum yfir höfnina og sjóinn sem svo oft hefur orðið Bubba að yrkis efni. Á nýjustu plötu Bubba var þó ekki þorskurinn í aðalhlut- verki heldur konur. „Hann hafði mjög skýra sýn á hvað hann vildi gera,“ segir Ingibjörg en lögin fjalla flest um konur og allir hljóðfæraleikarar sem komu að gerð plötunnar voru konur. „Já, þetta var frábær hug- mynd,“ bætir Sólrún við og Mar- grét kinkar kolli. „Það er gott að vekja athygli á kvenkyns hljóð- færaleikurum því þó að marg- ar konur spili á hljóðfæri eru þær ekki mjög sýnilegar. Það að þetta verkefni Bubba hafi vakið svona mikla athygli endurspegl- ar kannski líka stöðu kvenna í bransanum,“ segir hún. „Við erum allavega enn á þeim stað þar sem virðist þurfa svona átak til að koma konum á fram- færi en vonandi breytist það þannig að þetta verði bara norm- ið,“ segir Ingibjörg og bætir við að hún voni að eftir nokkur ár muni það ekki þykja markvert og tilefni til blaðaviðtals þótt allir hljóðfæraleikarar í hljómsveit séu kvenkyns. UnnU plötUna saman Hvernig gekk samstarfið? „Bubbi er náttúrulega alger reynslubolti í bransanum og gaman að fá að vinna með manni sem hefur sett mark sitt á tónlistarsöguna,“ segir Brynhildur sem er sammála stöll- um sínum um að samstarfið hafi gengið afar vel. „Það var svo næs hvað Bubbi treysti okkur vel. Hann leyfði okkur að gera það sem við vild- um,“ segir Ingibjörg og Sólrún bætir við: „Hann var líka opinn fyrir öllum hugmyndum og við fengum að koma með okkar eigið innpútt. Í raun unnum við þetta allt saman. Bubbi kom með text- ana og hljómana og svo lögðum við út frá því. Svo breyttust lögin heil- mikið í ferlinu og þau voru í mótun alveg frá fyrstu æfingu til þeirr- ar síðustu.“ sáttar við nafnið Nafnið Spaðadrottningarnar, hvaðan kemur það? Þær skella upp úr. „Bubbi kom bara með þetta,“ upplýsir Brynhildur og Ingibjörg útskýrir: Hann kallaði okkur alltaf Hjartadrottningarn- ar sínar. Síðan hitti hann á ein- hverjum tímapunkti konu úti í búð sem sagði við hann að við værum Spaðadrottningarnar og þar með var þetta ákveðið.“ „Við héldum reyndar að hann væri bara að kalla okkur þetta í góðlátlegu gríni en síðan sáum við koverið: Bubbi og Spaðadrottn- ingarnar,“ segir hún brosandi og Brynhildur skýtur hlæjandi inn í: „En það var bara gaman að því.“ Þær segjast alveg vera búnar að taka nafnið í sátt en taka þó fram að líklega yrði það ekki fyrir val- inu ef þær fjórar myndu stofna hljómsveit í dag. „Reyndar hafa margir misskilið þetta og haldið að við værum full- mótuð hljómsveit sem Bubbi fékk til liðs við sig en það er alls ekki þannig. Við þekktumst ekki allar fyrir þetta verkefni,“ segir Bryn- hildur. ÆskUdraUmUr rÆttist Margrét harmóníkuleikari kom síðar inn í ferlið en hinar. „Bubbi vildi fá harmóníkuleik í einu lag- inu og ég sagði full sjálfstrausts að ég gæti gert það,“ segir Ingibjörg en þegar hún sat heima hjá sér að æfa varð henni litið á Margréti, en þær bjuggu saman á þessum tíma. „Þá fattaði ég hið augljósa, enda er Margrét atvinnuharmóníkuleik- ari,“ segir hún og hlær. „Bubbi sagði við mig setn- ingu sem mér finnst svo frábær: „Gerðu það sem þitt listræna innsæi segir þér að gera.“ Þetta gekk svona ljómandi vel og á end- anum var harmóníkunni bætt við í öll lögin og ég var komin í bandið,“ segir Margrét glaðlega. Hún upp- lýsir einnig að hún hafi alist upp við lögin hans Bubba. „Það var alltaf fjarlægur draumur hjá mér að fá að spila með honum.“ tilfinningarík stUnd Nokkrir tónleikar eru þeim ofar- lega í huga eftir útgáfu 18 kvenna. „Það var ótrúleg upplifun að spila með Bubba á Þorláksmessu en við vorum óvænt númer. Við stóð- um fyrir aftan tjald og um mið- bik tónleikanna féll tjaldið og við byrjuðum að spila fyrir full- um Eld borgar sal. Það var æði,“ segir Ingibjörg og hinar sam- sinna. „Það var svo frábært að fá að spila gömlu góðu lögin hans Bubba með honum, Rómeó og Júlíu og öll hin. Þetta er alveg greypt í minningabankann,“ segir Margrét. Ein minnisstæðasta stundin var þó þegar þær spiluðu með Bubba á Litla-Hrauni á aðfangadag. „Við eiginlega heimtuðum að fá að koma með,“ segir Brynhildur og þær sjá ekki eftir því. „Þetta var mjög sérstök upplif- un og tilfinningarík. Maður keyrði hálf klökkur út af Hrauninu á að- fangadag,“ segir Margrét. ÚtgáfUtónleikar og Útrás Ýmislegt er fram undan hjá Bubba og Spaðadrottningunum. Hinn 29. janúar spilar bandið á Hlustenda- verðlaunum en 18 konur er til- nefnd sem plata ársins. „Þá verða nokkurs konar útgáfutónleikar í Hlégarði 30. janúar en þá spilum við í fyrsta sinn öll lögin af plöt- unni,“ segir Sólrún. Síðan er fyrirhuguð pínulít- il útrás. „Við spilum í Norður- landahúsinu í Færeyjum þann 12. febrúar í tilefni af Íslenskum dögum sem þar verða haldnir,“ segir Brynhildur og greinilegt er að þær hlakka til að takast á við þessi spennandi verkefni. En hvað með framhaldið, ætlið þið að spila eitthvað meira saman? „Við munum örugglega spila eitthvað saman enda hefur myndast fín vinátta á milli okkar. Vonandi spilum við eitthvað með Bubba líka. Erum við ekki nýja Bandið hans Bubba?“ segir Ingi- björg glettin. solveig@365.is margrét arnardóttir spilar á harmóníku og lærir í dag djass og klassík við FÍH. Hún stofnaði Húsband Stúd­ entakjallarans, er með­ limur í Sunnyside Road og balkanbandinu RaKi, og kemur auk þess fram með Prins Póló. Síðasta sumar gaf hún út disk­ inn Fjólur þar sem Haf­ þór Ólafsson syngur lög Guðmundar Guðmunds­ sonar. Margrét og Bryn­ hildur Guðjónsdóttir héldu tónleikana „Bryn­ hildur syngur Piaf“ um síðustu jól. Jafnframt sá hún um lifandi tónlist í leikritinu Carroll: Ber­ serkur. Margrét er kenn­ ari í Stelpur rokka! Brynhildur oddsdóttir hefur komið víða við. Hún hefur lært fiðlu­ leik og söng, var orðin útlærð tamningakona þegar hún fór að læra á rafmagnsgítar í FÍH. Árið 2010 stofnaði hún hljómsveitina Bee­ bee and the Bluebirds, þar sem hún syngur og spilar á rafmagnsgít­ ar. Sveitin hefur spilað mikið bæði hér heima og erlendis. Fyrsta plata Beebee and the Bluebirds kom út í októ­ ber 2014 og í febrúar næstkomandi kemur út smáskífa af nýrri plötu hljómsveitarinnar sem væntanleg er næsta haust. sólrún mjöll kjartansdóttir lærir á trommur á Jazz­ braut í FÍH. Árið 2012 vann hún titilinn besti trommari Músík­ tilrauna sem gerði hana að fyrsta kven­ kyns trymblinum í 30 ára sögu keppninnar til þess að vinna titilinn. Sólrún hefur spilað með ýmsum hljómsveit­ um bæði innan lands og utan en spilar núna með hljómsveitinni Ceasetone. Í mars spil­ ar Ceasetone í fyrsta skipti í Bandaríkjun­ um á tónlistar hátíðinni South by Southwest í Texas auk annarra tón­ leika. ingibjörg elsa turchi spilar á píanó, harm­ óníku, gítar og bassa en hún stundar nú rafbassa nám í FÍH. Ingi­ björg er meðlimur í nokkrum hljómsveitum á borð við Teit Magn­ ússon, Babies flokk­ inn, Soffía Björg Band, Boogie Trouble og Ylju. Síðasta sumar var hún hljómsveitarstjóri Höf­ undur óþekktur. Hún er einnig einn stofnenda og umsjónarkvenna verkefnisins Stelpur rokka! á Íslandi en þar sinnir hún kennslu og skipulagningu. Reyndar hafa margir misskilið þetta og haldið að við værum fullmótuð hljóm- sveit sem Bubbi fékk til liðs við sig en það er alls ekki þannig. Við þekkt- umst ekki allar fyrir þetta verkefni. Brynhildur Oddsdóttir Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Sjáið myndirnar á facebook.com/Parisartizkan ÚTSALA og nýjar vörur Glæsileg vortíska komin frá BASLER! Fallegar svartar og bláar dragtir, henta vel fyrir Oddfellow. Skipholti 29b • S. 551 0770 fólk er kynningarBlað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 2 Fólk 22. janúar 2015LÍFSSTÍLL 2 1 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 D -1 3 E 8 1 8 3 D -1 2 A C 1 8 3 D -1 1 7 0 1 8 3 D -1 0 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.