Lögmannablaðið - 01.03.2003, Page 13

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Page 13
13L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð hagslegri endurskipulagningu viðkomandi spari- sjóðs eða lið í eflingu samvinnu sparisjóða í land- inu. Hrafnkell sagði að þróun fjármálalöggjafar hefði verið hröð undanfarin ár og ekki væru líkur á að það breyttist þar sem fjöldi EB-tilskipana væru á leiðinni. Heildarendurskoðun á löggjöf væri e.t.v. enn mikilvægari þegar nýjar tilskipanir kæmu svo ört því „ef húseigandinn er fram- kvæmdaglaður skiptir máli að burðarvirki hússins sé vandað“. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið vonaðist til að tekist hefði að skapa vissan kjarna af reglum um stofnun og starfsemi fjármálafyrirtækja sem gefi markaðnum nægilegt svigrúm til að þróast og efl- ast samtímis því sem þær stuðli að því að íslensk fjármálafyrirtæki njóti þess trausts sem er for- senda velgengni í harðnandi alþjóðlegri sam- keppni. Frummælendur voru spurðir að því hvort þeim þætti 8% eiginfjárstaða nægileg, eins og lögin gerðu ráð fyrir og svaraði Guðjón því að verið væri að fylgja alþjóðlegum leikreglum. Lögin gerðu ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið gæti gert kröfu um meiri heimild. Hrafnkell sagði að það að ákvörðun eiginfjárhlutfalls væri jafnvægislist þar sem annars vegar þyrfti að gæta öryggis en hins vegar mætti ekki setja fyrirtækjunum fóta- kefli. Sú gagnrýni kom fram að lögin fjölluðu um fjármálaeftirlit fremur en um fjármálafyrirtæki og þau endur- spegluðu ofurtrú á eftirliti. Guðjón benti hins vegar á að markaðsaðilar hefðu lagt mikla áherslu á að ekki væri of langt gengið í þessum efnum og að við meðferð málsins hefði verið dregið nokkuð í land frá upphaflegum ákvæðum. Vissulega mætti ekki ganga svo langt í eftirlits- kröfum að skilvirkni fjármálamarkaðar liði fyrir en að mati Guðjóns hefði náðst ásættanleg niður- staða. Eftirlitsaðilar þyrftu hins vegar að kunna að fara með það vald sem þau hefðu. Þá bæri að hafa í huga að ef mönnum þætti eftirlitið fara offari væru til skilvirkar kæruleiðir. Gestir fundarins hlusta á ræðumenn.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.