Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 27
27L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Námskeið fyrir lögmenn á vorönn Stofnun félaga – reglur og hagnýt atriði Fjallað verður um stofnun félaga, firmaheiti og vernd hugverkaréttinda. Kennarar verða þau Halldór Jónsson héraðsdómslögmaður á Lex, stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík og við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, og Borg- hildur Erlingsdóttir lögfræðingur og deildarstjóri á Einkaleyfastofunni. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9. Tími: 25.mars, kl. 17:00 - 20:00 Verð: kr. 12.500 fyrir félagsdeild, kr. 15.000 fyrir aðra Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfang: eyrun@lmfi.is Vitna- og aðilaskýrslur fyrir dómi. Tilgangur námskeiðsins er að bæta árangur og/eða hæfni lögmanna til skýrslutöku. Fjallað verður um hvaða gildrur lögmenn falla í við skýrslutöku, hvað og hvernig eigi að spyrja vitni eða aðila máls og áreiðanleika framburðar. Kennarar á námskeiðinu munu fjalla um einkamál sem og opinber mál út frá sjónarhóli lögmanna og dómara. Kennarar: Sigurður Tómas Magnússon héraðsdóm- ari, Jóhannes Rúnar Jóhannesson hrl, Ólafur Ari Jónsson lögfræðingur og Eva Dögg Gylfadóttir sál- fræðingur en Ólafur og Eva unnu saman að lokarit- gerðum í lögfræði og sálfræði um efnið. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9. Tími: 3. apríl, kl. 17:00 - 21:00 Verð: kr. 12.500 fyrir félagsdeild, kr. 15.000 fyrir aðra Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfang: eyrun@lmfi.is Áfrýjun og flutningur einkamáls fyrir Hæstarétti. Á námskeiðinu verður farið í tilgang áfrýjunar, form og efni áfrýjunarstefna, kröfugerð, gerð málsgagna (ágrips) og öflun nýrra gagna. Má þar nefna vitna- mál, form og framsetning greinargerðar, undirbún- ingur málflutnings, málflutningurinn sjálfur, dóms- uppkvaðning, uppgjör dómkrafna og kynning á nið- urstöðu dóms fyrir umbjóðanda. Einnig verður farið í óskráðar hegðunarreglur sem gilda í málflutningi fyrir Hæstarétti, samskiptareglur lögmanns við umbjóðanda sinn, við lögmann gagnaðila, ásamt samskiptum lögmanns við fjölmiðla Kennarar verða Hákon Árnason hæstaréttarlög- maður hjá LOGOS og Garðar Gíslason hæstaréttar- dómari. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9. Tími: 6.maí, kl. 16:00 - 19:00 Verð: kr. 12.500 fyrir félagsdeild, kr. 15.000 fyrir aðra Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfang: eyrun@lmfi.is Viltu æfa sveifluna fyrir sumarið? LMFÍ stendur fyrir 5 klst golfnámskeiði í maí sem er ætlað jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Sig- urður Hafsteinsson mun kenna á námskeiðinu en hann hefur stundað golf síðan 1969 og m.a. verið í íslenska landsliðinu. Eftir tímann geta þátttakendur notfært sér aðstöðu Sporthússins og farið í nuddpott eða gufubað. Lögmenn eru hvattir til að taka maka og börn með sér í þetta skemmtilega fjölskyldu- sport! Staður: Sporthúsið, Kópavogi. Kennari: Sigurður Hafsteinsson golfkennari. Tími: Maí. Stefnt er að þremur dögum aðra vik- una og tveimur hina. Verð: kr. 10.000,- fyrir félaga í félagsdeild, kr. 12.500,- fyrir aðra. Athugið: Hámark 14 komast á námskeiðið. Skráning er þegar hafin.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.