Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 26
26 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 LÖGMANNABLAÐIÐ ER 10 ára um þessar mundir. Af því tilefni hefur verið ráðist í að breyta útliti blaðsins, gera það stærra og enn glæsilegra. Blaðið gegnir mikilvægu hlutverki meðal lögmanna. Það þjónar í raun þrenns konar tilgangi: Vera upp- lýsingamiðill til lögmanna um mál- efni sem þeim tengjast, sinnir fræði- legu hlutverki og hefur skemmtigildi. Það hefur nokkuð borið á því að lögmenn séu tregir til að koma með efni í blaðið. Eflaust má þar um kenna hinni margnotuðu afsökun, annríki eða jafnvel ímynduðu annríki sem er enn verri tegund af afsökun, en þó meira notuð en hin fyrrnefnda. Ég tel að það sem þó helst haldi aftur af mönnum í þessu sambandi sé að þeir telji sig ekki búa yfir nógu fræðilegu eða merkilegu efni til að birta í slíku fagtímariti. Ef þetta er ástæðan fyrir ritleti lögmanna þá er hún byggð á miklum misskilningi um tilgang blaðsins. Blaðið er og á að vera léttara lesefni en t.d. Tímarit lögfræðinga, Lögrétta og Úlfljótur sem öll eru hefðbundin fræðitímarit á sviði lögfræði. Greinar sem birtast í blaðinu eru ekki fræðigreinar í þeim skilningi auk þess sem mikilvægt er að í blaðinu sé efni sem einmitt er ekki djúpar fræðilegar pælingar heldur t.d. umfjöllun um áhugamál þess er ritar, ferðalögur, aðrar lífs- reynslusögur eða hreinn skáld- skapur. Með því verður blaðið enn skemmtilegra lesefni án þess að glata mikilvægi sínu sem fagtímarit fyrir lögmenn. Ég hef lengi haft þá skoðun að fleiri en lögmenn eigi að vera mjög metnaðarfullir í þessari útgáfu sinni. Auka tíðnina á útkomu blaðsins og fiska eftir efni frá lögfræðingum í öðrum starfsstéttum til birtingar í blaðinu. Starf lögmanna tengist oftar en ekki störfum lögfræðinga sem starfa hjá hinum ýmsu stofn- unum ríkisins, ráðuneytum o.fl. Efni frá þessu fólki á fullt erindi í Lög- mannablaðið og er til þess fallið að gera blaðið gagnlegra fyrir lögmenn. Ég hvet lögmenn til að stíga upp úr ímyndaða annríkinu eða hinu raunverulega og vera ófeimna við að senda blaðinu efni eða gera tillögur til ritnefndar um efni sem getur gert blaðið enn gagnlegra og skemmti- legra rit. Þar liggja hagsmunir okkar allra. Pistill formanns Helgi Jóhannesson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.