Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 37

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 37
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 > 37 Á FUNDI stjórnar Lögmannafélags Íslands þann 8. nóvember 2005, voru samþykktar eftirfarandi verklagsreglur í tengslum við vanskil fjárvörslu- yfirlýsinga, en um er að ræða viðbrögð við þeim breytingum sem gerðar voru á lögmannalögum nr. 77/1998 með lögum nr. 93/2004: „Hafi lögmaður ekki skilað fjárvörsluyfirlýsingu til félagsins í samræmi við ákvæði 2. mgr. 23. gr. lögmannalaga nr. 77/1998, sbr. 14. gr. laga nr. 93/2004, skal honum þegar í stað send ítrekun. Berist félaginu ekki fjárvörsluyfirlýsing innan 14 daga frá útsend-ingu ítrekunarbréfsins, skal hlut- aðeigandi send lokaaðvörun, þar sem honum er veittur 7 daga frestur til að skila inn fullnægjandi upplýsingum. Hafi umbeðnar upplýsingar ekki borist félaginu innan tilgreinds lokafrests, skal leggja til við dómsmálaráðherra að réttindi lög- mannsins verði felld niður, sbr. ákvæði 4. mgr. 13. gr. lögmannalaga, sbr. 8. gr. laga nr. 93/ 2004.“ Lögmannafélag Íslands VERKLAGSREGLUR VEGNA VANSKILA Á FJÁRVÖRSLUYFIRLÝSINGUM

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.