Lögmannablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 9
9L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Þegar ég var beðinn um að setja nokkrar línur áblað um málskostnaðarákvarðanir dómstóla tók ég frekar illa í það því ég verð svo fúll þegar ég ræði þetta málefni. Eftir áralangar snýtingar dóm- ara í minn garð og kollega minna við ákvörðun málskostnaðar taldi ég að þetta yrði bara reiði- lestur og kvart en samt var ég krafinn um hugleið- ingar mínar um þessi mál. Verður því svo að vera. Af einhverjum orsökum er málskostnaður í einkamálum sem eru flutt munnlega almennt dæmdur lægri en krafist er samkvæmt fram- lögðum málskostnaðarreikningi. Nokkuð er þetta þó misjafnt og nokkrir yngri dómarar við Héraðs- dóm Reykjavíkur og Reykjaness eru farnir að dæma kostnað í námunda við umkrafinn máls- kostnað sé honum ekki mótmælt sérstaklega. Hæstiréttur er einnig mjög íhaldssamur í þessum efnum. Í sumum málaflokkum er tekið tillit til þeirra hagsmuna sem verið er að fjalla um, s.s. í bótamálum og innheimtumálum, en mjög er þetta handahófskennt og ekki gott að átta sig á því hverju dómarar fara eftir. Opinberu málin eru stundum heldur skárri en þar er í gangi samningur við dómstólaráð um tímagjald lögmanna við réttargæslu, sem raunar er alltof lágt. Dómarar hafa vanist því með réttar- gæslunni að viðurkenna tímaskrift í opinberum málum og að einhverju leyti einnig í málflutningi fyrir dómi sem verjandi, ef vönduð tímaskýrsla fylgir reikningi, allavega hjá sumum dómurum. Sá er hér heldur á penna hefur undanfarin miss- eri eytt tíma sínum að stórum hluta við að verjast kröfum ríkisins á hendur jarðeigendum sem mál- flutningsmaður fyrir óbyggðanefnd og svo dóm- stólum í mörgum tilfellum. Hefur þar tekið stein- inn úr gagnvart lúsarlegum málsvarnarlaunum til þeirra lögmanna sem tekið hafa til varna fyrir hönd bænda og annarra landeigenda þrátt fyrir gríðarlegt skjalamagn sem er í þessum málum, sérhæfða lögfræðiþekkingu, tímafrekar vettvangs- ferðir og mikla hagsmuni. Ekki er gott að átta sig á hvað veldur í þessum efnum, en trúlegast er að dómarar hafi á bakinu svipu ríkisins um að halda kostnaði við þessi mál niðri sem og í öðrum málum er ríkinu tengjast almennt, svo sem í gjafsóknarmálum, sem aftur skilar sér út í málskostnaðarákvarðanir. Ég tel að það þurfi að huga betur að þessum þætti í lagakennslunni og auka þarf skilning manna á því hvað felst í sjálfstæðum atvinnu- rekstri. Dæmdur málskostnaður fer ekki í vasann á lögmanninum heldur til rekstrarins sem stendur undir öllum kostnaði, s.s. húsnæði, tölvum, sím- um, pappír, starfsmönnum, og öllum kostnaði og tekjum lögmannsins þ.m.t. lífeyrisgreiðslum. Starfsævin er ekki mjög löng í þessari atvinnu- grein á fullum afköstum og þetta verður allt að hafa í huga þegar lagt er mat á tímagjald. Mikilvægt er einnig að málskostnaður okkar lögmanna sé borinn saman við kollega okkar á Norðurlöndum og í Evrópu. Þegar slíkt er skoðað kemur í ljós að tímagjald og þóknanir eru almennt helmingi lægri en tíðkast austan Álasunda, að ég tali nú ekki um tekjur lögmanna vestan Græn- landsjökuls og þar suðuraf. Það er algerlega óþolandi að tímaskýrslur lög- manna séu hundsaðar sem hver annar skeini- pappír, einkum ef þær sæta ekki rökstuddum athugasemdum frá gagnaðila. Því miður er það staðreynd að sumir okkar þekktustu lögmanna eru hættir að nenna að leggja tímaskýrslur fyrir dóm- stóla því á þær er ekkert litið. Þetta er mjög alvar- legt því þetta getur leitt til þess að aukinn kostn- aður fellur á aðila sem vinnur mál, sem aftur leiðir til þess að fólk og fyrirtæki hættir að sækja rétt sinn gegnum dómstólana þar sem það svarar ekki kostnaði að gera það. Þess eru dæmi í þjóðlendu- málunum að bændur hafa ekki talið sig hafa efni á að verja sig gagnvart ríkinu. Slíkt er að sjálfsögðu mannréttindabrot. Frjáls og óháð lögmannastétt er einn af horn- steinum réttarríkisins. Það er hún ekki nema hægt sé að treysta á sanngjarna meðferð kröfu um máls- kostnað fyrir dómi. Á því hefur því miður verið brestur um árabil á Íslandi og mikilvægt að þoka til betri vegar. Dæmdur málskostnaður Sanngjarn eða sorglegur? Ólafur Björnsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.