Lögmannablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 21
og hommum. Karlmenn hvorki skrifuðu né læsu þessi blöð nema kannski á biðstofu hjá læknum. Það var eins og Mörður hefði kastað sprengju inn í kennslustofuna. Var Mörður vændur um skaðleg sjónarmið og fordóma auk þess að vera lummó og karlremba. Breytti engu þótt Mörður segði að mjög horaðar konur vektu heldur ekki losta hjá honum. Mörður varð alveg miður sín. Hafði alltaf talið sig þokkalega frjálslyndan og víðsýnan þó hann væri mjög íhaldsamur í klæðaburði og liti út eins og starfsmaður örnefnanefndar eða mannanafnanefndar. Sessunautur Marðar benti honum á að hægt væri að skipta um kúrs þar sem stutt væri liðið á önnina. Mörður ætti ekkert erindi þarna enda hefði hann ekki þroska og skilning til að stunda þessi fræði. Stakk því að í leiðinni að erfiðleikar Marðar við að fá vinnu kæmu sennilega menntunarskorti hans ekki við heldur útliti. Mörður fór að þessum ráðum og skráði sig í réttarsögu. Þar kenndi karlmaður af góðum ættum, stuttur á alla kanta, sérstaklega á útlimum og málglaður svo, að hann dró ekki að sér andann fyrr en í lok kennslustundar. Nemendur voru allra gerðar en litu ekki út eins þeir væru fastir með títiprjón í rassinum. Mörður var mjög sáttur við nýja kúrsinn þar sem kennt var um garpa og hetjur til forna og engar heeelvítis keeellingar kæmu við sögu. 21L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.