Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 12
12 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 Á sameiginlegri málsstofu Lagadags voru þrjú afar fróðleg erindi sem voru virkilega til þess fallin að tendra áhuga á stjórnsýslunni. Erindi Tryggva Gunnarssonar, um- boðs manns Alþingis, nefndist „Aðferðir og tæki einkamarkaðarins – hvernig henta þau stjórnsýslunni?“ Næstur tók til máls Páll Þórhallsson, lögfræðingur hjá forsætis ráðu neytinu, með erindið „Ríkið og einkageirinn – sjónarhorn ríkis starfsmanns.“ Síðastur á mælenda skrá var Ástráður Haralds- son, hrl., með erindið „Hvernig á að reka ríkisstarfs mann?“ Í upphafi allra erindanna var komið inn á þau tímamót sem við blasa í opinberum rekstri og birtist m.a. í því að ýmis starfssemi hins opinbera hefur verið færð undir hluta félagaform sem og sívaxandi fjölda samninga sem gerðir eru um stjórn sýsluverkefni. Hlutverk og eðli stjórnsýslunnar Bent var á að menn þyrftu að huga að því hvað er stjórnsýsla og hvað ekki. Almennt megi segja að stjórn sýslan sé það sem fram kvæmdavaldið sýslar með og að meginhlutverk stjórn- sýslunnar sé framkvæmd laga. Lög segi til um rétt borgaranna og hvaða sam félagslegu verkefnum hið opin- bera eigi að sinna og hvernig, og mæli þar með fyrir um ráðstöfun fjármuna úr sameiginlegum sjóðum. Huga megi að því hvernig stjórnsýslan tali, ef svo má að orði komast, en þar blasa fyrst við atriði eins og reglur, reglugerðir, gjaldskrár og stjórnvalds ákvarðanir. Samningar eru hins vegar aðferð einkamarkaðarins og setja megi spurningamerki við samningsgerð opinberra aðila, sérstaklega ef samningi er ætlað að koma í stað ákvarðana og reglna. Ekki sé unnt að fallast á að stjórnvöld geti framselt vald sitt með samningum og vafasamt er að það sé heimilt ef tilvist samnings er skilyrði þess að borgarar fái notið ákveðinna réttinda svo sem á sviði almannatrygginga og heilbrigðis- þjónustu. Huga þurfi að reglum á sviði stjórnsýslunnar, bæði skráðum og óskráðum, en þær reglur setja ýmis takmörk fyrir athafnafrelsi fram- kvæmdavaldsins. Einnig megi spyrja hvað verði um pólitíska ábyrgð og aðhald í þeim tilvikum þegar stjórn- björn bjarnason dómsmálaráðherra setti lagadaginn. Þann 9. maí sl. var Lagadagurinn haldinn í fyrsta skipti. Málþingið hófst með hádegisverði og sameiginlegri málstofu allra þátttakenda. Að henni lokinni var hægt að velja úr fjórum málstofum. Að loknu hléi var hátíðarkvöldverður og skemmtun fram eftir nóttu. Lagadagurinn heppnaðist ákaflega vel en nokkrir lögfræðingar hafa tekið að sér að fjalla um málstofurnar. Sameiginleg málstofa – Aðferðir og tæki einkamarkaðarins

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.