Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 4
4 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Á árinu sem nú er senn liðið hafa margar stórar spurningar vaknað um lög og rétt hér á landi – allt frá gildi einstakra löggerninga sem grund­ vallarþýðingu hafa í lánaviðskiptum einstaklinga og fjármálafyrirtækja til áleitinna spurninga um stjórnar­ skrárgildi neyðaraðgerða löggjafans í tengslum við kerfishrun íslensku bankanna á síðasta ári. Þá hafa vaknað efasemdir um getu íslenska réttar­ kerfisins til að takast á við afleiðingar bankahrunsins og þykir flestum einsýnt að hvorki ákæruvaldið né dómstólar hafa að óbreyttu burði til að sinna þeim risavöxnu verkefnum sem framundan eru. Ofan á allt þetta bætist við mikil réttaróvissa vegna svokallaðra Icesave­ samninga, heim ilda fram kvæmda­ valdsins til slíkra skuldbindinga og jafnvel hvort löggjafanum sé stætt á því gagnvart stjórnarskrá. Þegar stórt er spurt er fátt um svör, segir máltækið, en í þeim málum sem hér eru nefnd til sögunnar stendur yfirleitt ekki á svörum í umræðunni. Vandinn við þau svör er sá að þau skilja eftir sig fleiri spurningar en þau svara. Ekki skortir framboð á hvers kyns hentugleika skýringum og útúrsnún­ ingum í tengslum við þessi viðfangsefni. Því miður virðast þeir fáu sem reiðu­ búnir eru til að nálgast þau af sanngirni og yfirvegun ekki vera nógu spennandi umfjöllunarefni fyrir fjölmiðlana, ekki nógu yfirlýsingaglaðir og hugsanlega ekki í réttu liði fyrir þann fjölmiðil sem fjallar um málin hverju sinni. Þeir sem voga sér út á forað umræð­ unnar fá það yfirleitt óþvegið, jafnvel þótt reynt sé að leggja gott eitt til. Árið sem nú er senn á enda geymir mörg dæmi um þetta og það er ekki að undra þótt margir láti hugfallast, haldi sig fjarri umræðunni og voni bara hið besta. Þá er hins vegar hollt að minnast hinna fleygu orða, sem jafnan eru höfð eftir breska 18. aldar heim spekingnum Edmund Burke, að til að illskan hafi yfirhöndina þurfi ekki annað en að góðir menn aðhafist ekkert. Þrátt fyrir allt er ekki ástæða til tómrar svartsýni. Skilningur virðist vera að aukast á því að íslenska þjóðin muni ekki komast út úr þeim erfiðleikum sem nú steðja að með því að hverfa frá grund vallarreglum réttarríkisins. Lög­ menn hafa á síðustu misserum látið verulega til sín taka í umræðum um fjárskort réttarkerfisins og vonandi er að dóm stólum landsins og öðrum þjónum réttarríkisins verði gert kleift að leysa úr málum í stað þess að þau séu ráðin til lykta með steikarpönnum og gang stéttarhellum á götum landsins. Árið 2009 var ár spurninganna. Vonandi ber árið 2010 í skauti sér svörin við að minnsta kosti einhverjum þeirra. Frá ritstjóra Borgar Þór Einarsson hdl. Ár spurninga Laganám við HR miðar að því að útskrifa framúrskarandi lögfræðinga sem láta til sín taka í íslensku og alþjóðlegu samfélagi. · 3ja ára grunnnám til BA-gráðu. · 2ja ára framhaldsnám til meistaragráðu. Kynntu þér metnaðarfullt og nútímalegt laganám á www.hr.is LÁTTU TIL ÞÍN TAKA! LAGADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.