Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 9
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2010 > 9 Sigríður Kristinsdóttir hdl. hjá Regula lögmannsstofu hefur starfað á Höfn í Hornafirði í 21 ár. „Ég kom hingað strax eftir útskrift úr lagadeild árið 1989 en hafði unnið með náminu hjá sýslumanninum í Reykjavík og Hafnarfirði. Það var engin staða laus hjá sýslumanninum á Höfn svo ég stofnaði lögfræðistofu.“ Var ekki svolítið mál að stofna lögfræðistofu nýútskrifuð? „Maður er svo áræðinn þegar maður er ungur. Ég fékk gamalt skrifborð frá pabba, ritvél, síma og tölvu. Svo hóf ég störf. Það var uppgangur á Hornafirði og ég fékkst aðallega við fasteignasölu og skjalagerð í upphafi en ég náði mér síðan í réttindi sem löggiltur fasteigna­ sali. Svo tók sveitarfélagið vel á móti mér og keypti strax þjónustu. Ég var hins vegar ekki með neitt bakland að öðru leyti en því að ég átti frænda í lögmennsku sem ég gat hringt í þegar á þurfti. Ég var ekki með stofu árin 1990­ 1994 þegar ég starfaði hjá sýslumann­ inum á Höfn en þá hóf ég störf sem lögmaður á eigin lögmannsstofu. Hana rak ég þar til við tókum okkur til, þrír einyrkjar á Höfn, Egilsstöðum og Húsavík, og stofnuðum lögmanns­ stofuna Regula árið 2003.“ Hvernig kom það til að þið stofnuðuð lögmannsstofu með starfsstöðvar á þremur stöðum á landinu? „Það er einmana að vera einyrki og við vorum öll komin í þá stöðu að vanta faglegan stuðning. Árið 2003 urðu tæknilegar breytingar þannig að við gátum unnið á sama „server“ og með sameiginlegt símkerfi, ég hér á Höfn, Berglind Svavarsdóttir á Húsavík og Hilmar Gunnlaugsson á Egilsstöðum.“ Breytti þetta miklu? „Já, mér fannst ég vera komin í nýja vinnu. Stofan hefur gengið mjög vel og stækkað en nú eru sex lögmenn eigendur að Regula og við komin með starfsstöð í Reykjavík. Öll innheimtumál fóru til mín þar sem ég var með stærstu innheimtuna fyrir en svo hafa komið stærri verkefni til stofunnar sem hefðu ekki komið til mín sem einyrkja á Höfn. Það er mikil áskorun.“ Eru verkefni þín annars konar en lögmanna sem starfa á höfuðborgarsvæðinu? „Mín verkefni þróuðust þannig í upphafi að sinna fasteignasölu og skjalagerð. Síðan var ég komin með innheimtudeild og með samninga við stóra aðila í sveitarfélaginu. Ég held að þetta séu svipuð verkefni og margir einyrkjar í Reykjavík sinna.“ Hvaða réttarsviði sinnir þú mest? „Auk þeirra sem fyrr eru nefnd hefur sifjarétturinn verið að aukast og aðstoð í greiðsluerfiðleikum. Ég hef einnig verið í skiptastjórn og verjenda­ störfum.“ Nú búa rúmlega 2000 manns í sveitarfélaginu Hornafirði. Hvernig er að vera lögmaður í svo litlu samfélagi? „Það er auðvitað meira návígi við þá sem kaupa þjónustuna en ég ber Hornfirðingum góða sögu. Þeir gera greinarmun á mér sem lögmanni og persónu. Maður má ekki gefa færi á sér t.d. þegar maður er að skemmta sér og ég býð ekki upp á umræðu um mál þegar ég er ekki í vinnunni.“ EI Meira návígi í litlu samfélagi Sigríður Kristinsdóttir hdl. fannst hún komin í nýtt starf þegar hún stofnaði Regula ásamt fleiri landsbyggðarlögmönnum. Umfjöllun

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.