Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 19
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2010 > 19 Litháen og samtals starfa 100 lögmenn í þessum þremur löndum. Lögmanns­ stofan veitir þjónustu á níu tungumálum en enska er þó mest notuð. Íslensku lögmönn unum fannst talsvert til þess koma hve tæknivæddir starfsfélagar þeirra í Eistlandi eru en þar hafa verið teknar upp rafrænar undir skriftir. Svo til öll sam skipti við dóm stóla og sending gagna fer fram rafrænt og hver lög­ maður er með sitt heima svæði. Í lokin var gengið um húsakynni stofunnar sem er í miðborg Tallinn og hin glæsi­ legasta. Örlítill samanburður Í Eistlandi er einn lögmaður fyrir hverja 1864 einstaklinga í landinu á móti 376 á Íslandi. Félagar í Lögmannafélagi Eistlands eru 719 á móti 850 í Lög­ mannafélagi Íslands. Konur eru 45% félagsmanna í Eistlandi en 26% félags­ manna á Íslandi. Frítími Á laugardeginum var farið í dagsferð í þjóðgarðinn Lahemaa. Skoðað var sveita setur frá 19. öld, afar glæsilegt og nýuppgert sem var í eigu þýska aðalsins sem réð lengi vel í Eistlandi. Skýr vitnisburður um að talsvert ríkidæmi hefur einhvern tímann verið í landinu. Um kvöldið fór hópurinn í miðaldar­ kvöldverð á veitingahúsinu Olde Hansa í miðborg Tallinn, skammt frá ráðhús­ torginu. Þar var boðið upp á þjóðlegar kræs ingar eins og anda kássu, skógar­ bjarnar kjöt, elgssteik og villi svínasteik sem borið var fram með bankabyggi og soðnum rófum. Létu menn misjafn lega af góðgætinu. Engin form leg dagskrá var á sunnu deginum og spókuðu ferða­ langarnir sig um borgina og gerðu sitt besta til að skilja eitthvað af verðmætum gjaldeyri eftir í landinu. EI og DP Nokkrir þátttakendur í Riigikogu. F.v. dögg Pálsdóttir, Valgeir Pálsson, margrét magnúsdóttir, Snædís gunnlaugsdóttir, Hjördís E. Harðardóttir og Þórdís bjarnadóttir. Á einni stærstu lögmannsstofu Eistlands, tark grunte Sutkiene, tók einn eigendanna, Hannes Vallikivi, á móti íslensku lögmönnunum en hann er jafnframt stjórnarmaður í Lögmannafélagi Eistlands. Þinghús Eistlands, Riigikogu. Á léttum nótum Það sem er eftirminnilegast í mínum huga eru tvær manneskjur sem við hittum og eru fulltrúar tveggja ólíkra tímabila í sögu Eistlands. Annars vegar er um að ræða gömlu konuna sem var fulltrúi gamla tímans og var leið­ sögumaður okkar í borgarferðinni. Hún fræddi okkur um sjálfstæðis­ baráttu Eist lendinga og sagði okkur frá því hvernig árin undir yfirráðum Sovétríkjanna fóru í þjóðina. Þar var á ferð tilfinningarík kona sem talaði beint frá hjartanu. Hins vegar var það lögmaðurinn sem var fulltrúi nýja tímans. Þar var á ferð ungur vel menntaður lögmaður með alþjóðlega lögfræði þekkingu. Fulltrúi kynslóðar sem hefur tekið tæknina í sína þjónustu og hefur metnað til að standa framarlega á því sviði. Árni Á. Árnason Það sem mér þótti merki legast við Eistland var hvað fólk er norrænt í útliti, tengingin við Finnland er mikil og hversu lík tungumálin eru í þessum tveimur löndum. Anna Guðrún Pind Jörgens­ dóttir

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.