Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 12
12 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2010 Aðsent efni Um rannsókn, ákæru og dóms­ meðferð í málum vegna embættis­ brota ráðherra gilda hér á landi, eins og í mörgum nágranna löndum okkar, reglur sem eru um margt ólíkar því sem almennt gildir um meðferð slíkra mála þar sem rannsókn er í höndum lögreglu, ákæruvald í höndum saksóknara og almennir dómstólar á tveimur dómsstigum dæma. Skulu hér gróflega raktar helstu reglur sem gilda um rannsókn, ákæruvald og dómsvald vegna embættisbrota ráðherra í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Danmörk Danir tóku meðferð mála vegna embættisbrota ráðherra til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar svonefnds Tamílamáls, sem leiddi í ljós fjölmarga veikleika á rannsókn og málsmeðferð í slíkum málum. Sett voru sérstök lög um rannsóknarnefndir1 og kafla um undir­ búning þingsins vegna mála sem varða ráðherraábyrgð var bætt í þingsköpin. Í grófum dráttum má lýsa fyrirkomulaginu í Danmörku þannig að ef upp kemur ásökun um embættisbrot ráðherra er það hlutverk fastanefndar þingsins, þingskapanefndarinnar, að gera frumathugun á málinu. Þingskapa­ nefndin getur að lokinni frumathugun sinni gert tillögu til þingsins um að skipuð verði rannsóknarnefnd á grundvelli laganna um rannsóknar­ nefndir, sem dómsmálaráðherra skipar, ýmist að eigin frumkvæði eða á grundvelli ályktunar þingsins. Rann­ sóknarnefndum er ætlað að rannsaka málsatvik og þannig leggja grunn að mati þingsins á því hvort ráðherra hafi með einhverjum hætti gerst brotlegur í starfi. Ef grunur leikur á slíku, tekur þingskapanefnd þingsins málið til skoðunar á grundvelli 18. kafla þingskapanna. Þingskapanefndin skal meðhöndla allar skýrslur rannsóknar­ nefnda og önnur mál sem fjalla um ábyrgð ráðherra eða fyrrverandi ráðherra, hvort sem þær fjalla um vantraust á ráðherra (pólitísk ábyrgð) eða refsiábyrgð. Í 18. kafla þingskapanna er fjallað um réttarstöðu ráðherra fyrir nefndinni. Hann á m.a. rétt á aðstoðarmanni að eigin vali, honum er tryggður tiltekinn aðgangur að gögnum nefndarinnar og möguleiki á að láta spyrja þá spurninga sem kallaðir eru fyrir nefndina. Þing­ skapanefndin velur síðan undirnefnd úr röðum nefndarmanna til að undirbúa frekari vinnslu mála um ráðherraábyrgð, m.a. álit þingskapanefndarinnar til þingsins. Ljóst er að réttarstaða ráðherra, sem er til rannsóknar, er mun skýrari með tilkomu laganna um rannsóknarnefndir og 18. kafla þing­ skapanna en með þeim lagabótum var greitt úr flestum þeim álitaefnum sem uppi höfðu verið um málsmeðferðina bæði fyrir rannsóknarnefndum sem og við meðferð þingsins. Í Danmörku, eins og hér á landi, er það meirihluti þingsins sem tekur afstöðu til þess hvort ákæra skuli, sbr. 16. gr. dönsku stjórnarskrárinnar. Þar segir að konungur og þingið geti ákært ráðherra fyrir embættisbrot þeirra en konungur hefur ekki notað sér þetta vald í reynd. Ríkisrétturinn dæmir í slíkum málum á einu dómsstigi samkvæmt lögum um ríkisréttinn en í 59. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um skipan hans. Hann er skipaður þeim 15 hæstaréttardómurum sem lengst hafa setið í embætti og 15 dómurum kjörnum af þjóðþinginu til 6 ára í senn. Ákveði þingið að leggja fram ákæru gegn ráðherra, velur það samhliða saksóknara, sbr. 13. gr. laganna um ríkisréttinn2 sem flytur málið fyrir þingsins hönd. Noregur Samkvæmt norsku stjórnarskránni hefur þingið, líkt og hér á landi, ákæruvald í málum er varða lagalega ábyrgð ráðherra og skal ríkisréttur dæma í slíkum málum, sbr. 86. gr. Meðferð mála vegna embættisbrota ráðherra í Danmörku, Noregi og Svíþjóð Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor og forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.