Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 27
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2010 > 27 Nú leggja starfsmenn mat á ákveðna þætti í vinnuumhverfi sínu í könnuninni, vinnið þið markvisst að ánægju starfsmanna? „Já, eins og ég sagði áðan þá leggjum við uppúr því að fólki líði vel í vinnunni. Það er þó hópurinn sjálfur sem þar ræður mestu en ekki stjórnendur. Ef þú ert með gott og jákvætt fólk sem er tilbúið að leggja sig fram félagslega og faglega, það skapar góðan anda. Það er svo stjórnenda að sjá til þess að vinnu­ aðstaða, í víðtækri merkingu þess orðs, sé til þess fallin að fólk geti sinnt sínu. Við fórum í mikla stefnumótunarvinnu síðasta vetur og þar komu fram margar góðar hugmyndir sem við erum enn að vinna úr. Eitthvað af því er komið í framkvæmd, annað er í vinnslu og enn annað bíður þess að vera sett í gang. Við leggjum árlega fyrir formlegt frammistöðumat fyrir starfsmenn. Í slíkri yfirferð er einnig farið yfir það hvernig starfsmanninum líkar hjá fyrirtækinu, hvað vel er gert og hvað má bæta. Ef traust ríkir milli starfs­ manna og stjórnenda þá ætti það helsta að skila sér í slíku samtali. Vandinn hefur verið að ná að gera þetta árlega fyrir allan hópinn en við erum vonandi að ná í skottið á okkur með það núna.“ Hvaða þætti leggið þið mest upp úr í starfsmannastefnu ykkar? Þau fimm atriði sem eru efst á lista eru: A. Ánægjulegur vinnustaður B. Hjá LOGOS starfi besta fáanlega fólk í hverri stöðu C. Endurmenntun og þjálfun D. Virðing og traust E. Fjölskylduvænn vinnustaður Vinnustaðurinn getur ekki orðið ánægju legur nema virðing og traust ríki milli starfsmanna. Við val á fólki er horft til faglegrar þekkingar en jafnframt er reynt að leggja mat á það hvort viðkomandi falli vel í hópinn. Það þýðir þó ekki að hópurinn sé einsleitur, langt því frá. Okkur hefur almennt séð tekist vel til í ráðningum og það hefur skilað sér í góðum starfsanda og skemmti­ legum vinnustað. Það er ljóst að við getum ekki alltaf staðið undir því að teljast fjölskyldu­ vænn vinnustaður þar sem kröfur viðskiptavina okkar og vilji okkar til að veita framúrskarandi þjónustu sam­ ræmist ekki alltaf kröfum fjölskyldunnar en við gerum okkar besta.“ EI Ár % 2010 82% fyrirtækja með lægri heildareinkunn en LOGOS 2009 93% fyrirtækja með lægri heildareinkunn en LOGOS 2008 88% fyrirtækja með lægri heildareinkunn en LOGOS 2007 91% fyrirtækja með lægri heildareinkunn en LOGOS 2006 70% fyrirtækja með lægri heildareinkunn en LOGOS 2005 87% fyrirtækja með lægri heildareinkunn en LOGOS 2004 93% fyrirtækja með lægri heildareinkunn en LOGOS Í könnun VR leggja starfsmenn mat á átta lykilþætti í vinnuumhverfi sínu með því að gefa hverjum þætti einkunn á bilinu 1­5. 1. Trúverðugleiki stjórnenda (stjórnun). Starfsmenn leggja mat á stjórnendur fyrirtækis, stuðning, hvatningu, traust, hrós, sanngirni og til hvers sé ætlast af því. 2. Starfsandi. Starfsfólk leggur mat á samskipti þeirra í milli. 3. Launakjör. Ánægja starfsfólks með launakjör sín, sanngirni og hvort vinnuveitandi veiti betri, svipuð eða verri launakjör en gert er á öðrum sambærilegum vinnustöðum. 4. Vinnuskilyrði. Ánægja með vinnuaðstöðu, öryggi á vinnustað, tækjabúnað og aðgengi að bíla stæðum. 5. Sveigjanleiki vinnu. Sveigjanlegur vinnutími, sumarleyfi, samræming starfs og einkalífs. 6. Sjálfstæði í starfi. Tök starfsfólks á starfi sínu, yfirsýn, markmið starfs skýr og áhrif starfsfólks á hvernig starf er unnið. 7. Ímynd. Ímynd fyrirtækis út á við, jákvæð afstaða viðskiptavina til fyrirtækis og traust til þess. 8. Ánægja og stolt. Ánægja með starf, stolt af fyrirtæki og að geta mælt með vinnustaðnum. Í vali á fyrirtæki ársins er þeim skipt upp í minni og stærri fyrirtæki. Þegar öll fyrirtæki eru skoðuð saman sést eftirfarandi:

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.