Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 24
24 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2010 Ferill innheimtumála og samskipti við greiðendur ­ 16. nóvember ­ fyrir starfsfólk lögmannsstofa Farið verður yfir feril innheimtumála frá því að innheimta hefst og þar til krafa fæst greidd. Gildandi reglur um frum,­ milli og löginnheimtu verða skoðaðar sem og formkröfur vegna innheimtuaðvörunar, samskipti við greiðendur og upphaf löginnheimtu. Kennari Davíð Gíslason, hdl hjá Gjaldheimtunni. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 16. nóvember 2010 kl. 9:00­12:00. Verð Kr. 15.000,­ en fyrir starfsfólk félaga félagsdeildar kr. 12.000,­ Fagleg ábyrgð hönnuða og byggingastjóra ­ 18. nóvember Farið verður yfir ábyrgð hönnuða, byggingarstjóra og iðnaðarmanna vegna mistaka við hönnun og byggingu húsa. Einnig verður farið yfir helstu lagareglur og grundvallardóma sem tengjast viðfangsefninu. Kennarar Ívar Pálsson hdl. hjá Landslögum og Hildur Ýr Viðarsdóttir hdl. hjá Landslögum Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Fimmtudagur 18. nóvember 2010 kl. 16:00­18:00. Verð Kr. 12.500,­ en fyrir félaga í félagsdeild kr. 10.000,­ ­ skráning stendur yfir á heimasíðu www.lmfi.is Nauðasamningar ­ 23. nóvember Á námskeiðinu verður fjallað um nauðasamningsumleitanir eftir lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Fjallað verður um ýmis raunhæf álitaefni sem upp geta komið við nauðasamningsumleitanir. Sjónum verður beint að störfum umsjónarmanns við nauðasamningsumleitanir, heimildum hans og skyldum. Að auki verður gerð almenn grein fyrir framkvæmd nauðasamningsumleitana og hvernig nauðasamningsumleitunum verður lokið. Þá verða kynntar þær breytingar sem gerðar hafa verið á reglum laga nr. 21/1991 um nauðasamningsumleitanir. Boðið verður upp á að senda skriflegar fyrirspurnir til fyrirlesara um efnið áður en námskeiðið fer fram. Kennarar Ása Ólafsdóttir hrl. og lektor við lagadeild Háskóla Íslands og Ástráður Haraldsson hrl. hjá Mandat og dósent við lagadeild Háskólans á Bifröst. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 23. nóvember 2010 kl. 16:00­19:00. Verð Kr. 20.000,­ en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,­ Skiptastjórn þrotabúa ­ 7. desember Fjallað verður starf og meginskyldur skiptastjóra frá skipun til skiptaloka. Lögð verður áhersla á þau praktísku álitaefni sem koma upp við skipti þrotabúa, hve lengi skiptastjóra er heimilt að halda eign hjá sér og samskipti við stóra kröfuhafa. Þá verður riftunarmálum gerð skil, úthlutun og lok skipta, og meðferð og ráðstöfun eigna. Kennarar Kristinn Bjarnason, hrl. og Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 7. desember 2009 kl. 16:00­20:00. Verð Kr. 27.000,­ en fyrir félaga í félagsdeild kr. 20.000,­ - skráning stendur yfir á heimasíðu www.lmfi.is Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogur | Sími 540 1800 | Stórt verk lítið mál

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.