Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 28
28 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2010 Það hefur ekki verið nein lognmolla í starfsemi félagsdeildar í sumar fremur en endranær. Golfmótum tímabilsins lauk á glæsilegu meist­ ara móti í september og gönguferð ársins á Herðubreið aflýst vegna óveðurs. Í lok september fór 34 manna hópur til Tallinn í Eistlandi og Félag kvenna í lög mennsku hefur verið sérstaklega virkt. Í þessu haustblaði er bragðað á uppskeru sumarsins. Námskeið Undirbúningur fyrir haustið fór óvenju seint af stað en vegna umfangs hdl. námskeiðs er meiri hluti námskeiða nú haldin í nóvember. Sem fyrr reynir félagsdeild að standa fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir lögmenn og starfsfólk lögmannsstofa en skipta má þeim í fjóra hluta. Mikilvægust eru faglegu nám­ skeiðin sem hafa þann tilgang að auka færni þátttakenda á einstökum réttar­ sviðum. Kennarar námskeiðanna eru jafnan þeir lögmenn sem fremstir eru meðal jafningja á viðkomandi sviði. Sex námskeið hafa nú þegar verið skipulögð á haustönn og skráning á þau hefur farið vel af stað. Annar hluti eru námskeið sem hafa þann tilgang að veita kryddi í tilveruna. Í haust eru til að mynda auglýst námskeið með Ólafi Reyni Guð munds­ syni lögfræðingi og píanóleikara sem kynnir sérvalin tónverk. Á meðan gæða þátttakendur sér á ostum og víni og verður þannig leikið við öll skynfærin. Þriðji hluti eru námskeið sem auka almenna færni einstaklinga án þess að lögfræði komi þar við sögu, en reglulega hefur verið boðið upp á slík námskeið við misgóðar undirtektir. Nú hefur félagsdeild auglýst námskeið í samráði við Félag kvenna í lögmennsku um streitu og hvernig hægt er að nýta hana á jákvæðan hátt. Fjórði og síðasti hluti eru svo nám­ skeið sem skipulögð eru sérstaklega fyrir starfsfólk lögmannsstofa. Þannig er fyrirhugað námskeið um feril inn­ heimtumála og samskipti við greið­ endur. Gönguferð Til stóð að 25 manna hópur gengi á Herðubreið í ágúst síðast liðinn en vegna óhagstæðs veðurs var ferðinni aflýst. Vatnavextir voru í ám, frost á fjalli og næðingur að norðan, auk þess sem vitað var að ekkert útsýni yrði fyrir ferðagarpa. Því var ákveðið að fella ferðina niður við misgóðar undirtektir þátttakenda. Drottningin er hins vegar ekkert á förum svo við reynum að boða til göngu síðar. Fótbolti Síðustu tvö ár hefur einungis eitt fótboltamót verið haldið innanhúss skömmu fyrir jólin. Nú er verið að athuga áhuga fótboltakappa á því að endurvekja fótboltamótið utanhúss en það mun þá verða auglýst fljótlega. Eyrún Ingadóttir Uppskerutími Skil fjárvörsluyfirlýsinga Lögmannafélagið sendi í vor út eyðublað fjárvörsluyfirlýsingar til allra sjálfstætt starfandi lögmanna en frestur til að skila inn fjárvörsluyfirlýsingum fyrir árið 2009 rann út 1. október s.l. Þeir lögmenn sem enn hafa ekki skilað inn fjárvörsluyfirlýsingu eru hvattir til að gera það án frekari dráttar. Fréttir frá félagsdeild

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.