Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 11
Laganám við Háskólann í Reykjavík miðar að því að útskrifa framúrskarandi lögfræðinga sem láta til sín taka í íslensku og alþjóðlegu samfélagi. · 3ja ára nám til BA-gráðu. · 2ja ára nám til meistaragráðu. · 3ja-4ra ára nám til doktorsgráðu. Kynntu þér metnaðarfullt og nútímalegt laganám á www.hr.is LÁTTU TIL ÞÍN TAKA! HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK | Menntavegi 1 | 101 Reykjavík | www.hr.is Í máli úrskurðarnefndarinnar nr. 3/2008 var meðal annars fundið að aðgerðarleysi lögmanns við að svara fyrirspurnum kæranda og slíkt talið fela í sér brot gegn 41. gr. siðareglna lögmanna. Málsatvik voru þau að kærandi fól lögmanni að reka fyrir sig mál í tengslum við samþykkt byggingar­ fulltrúans í Reykjavík um breytingar á afmörkun sérnotalóðar. Taldi kærandi undirritun sína á samþykki meðlóðarhafa fyrir breytingunni hafa verið falsaða. Lögmaðurinn tók málið að sér í desember 2006 og var honum þá afhent gögn málsins auk viðbót­ argagna sem afhent voru í janúar 2007. Eftir þetta tímamark hefði kæranda reynst ómögulegt að ná sambandi við lögmanninn og lagði hann þessu til stuðnings m.a. fram tölvupóst þar sem kvartað var yfir sambandsleysinu og óskað upplýsinga um rekstur málsins. Engin gögn bárust hins vegar frá lögmanninum sem sýndu að tölvupóstinum hefði verið svarað. Lögmaðurinn andmælti því að ekkert hefði verið aðhafst í málinu og vísaði í því sambandi til tveggja bréfa, annars vegar til byggingafulltrúans í Reykjavík, og hins vegar til lögreglunnar í Reykjavík, sem fylgdu greinargerð hans til úrskurðarnefndarinnar. Kærandi taldi hins vegar ekkert mark takandi á þeim bréfum þar sem þau væru ódagsett og óundirrituð. Úrskurðarnefndin taldi að sú staðreynd að umræddum tölvupósti hefði ekki verið svarað af hálfu lögmannsins styddi staðhæfingu kæranda um sambandsleysi af hálfu lögmannsins gagnvart kæranda og að lögmaðurinn hefði ekki svarað fyrirspurnum og skilaboðum kæranda. Nefndin taldi að slík vinnubrögð væru aðfinnsluverð og fælu í sér brot gegn 41. gr. siðareglna lögmanna. Ingvi Snær Einarsson hdl. tók saman. Ástæðulaus dráttur á svari Umfjöllun Úr Codex

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.