Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 15
Aðsent efni fyrirmæli byggð á áliti kærunefnd­ arinnar. Saksóknari við Hæstarétt hefur t.d. nýlega athugað ex officio hvort kæra ætti Eric Woerth, núverandi vinnu málaráðherra, fyrir Lýðveldis­ dóminn í tengslum við Liliane Betten­ court málið. Niðurstaðan var að ekki hefði verið efni til að hefja mál að svo stöddu. Fyrir gildistöku stjórnskipunarlaga frá 1993 um Lýðveldisdóminn, þ.e. þegar refsiábyrgð ráðherra var undir lögsögu Hæstadómsins, þurfti ákvörðun um að kalla saman Hæstadóminn til að kanna afbrot ráðherra að koma frá bæði öldungaráðinu og þjóðþinginu. Með því að opna fyrir möguleika á kærur frá almenningi og setja ákæruvaldið í hendur saksóknara varð meðferð mála fyrir Lýðveldisdómnum, líkari því sem er í venjulegum sakamálum fyrir almennum dómstólum, þrátt fyrir að hún sé enn afbrigðileg. Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. almennra laga frá 1993 um Lýðveldisdóminn, eiga ákvæði almennra sakamálalaga, einkum reglur um réttindi sakbornings, við um meðferð fyrir rannsóknarnefndinni nema kveðið sé á um annað í lögum. Jafnframt, skv. 1. mgr. 26.gr. sömu laga, eiga ákvæði almennra sakamálalaga við um aðalmeðferð og dómsúrlausnir Lýðveldisdómsins nema kveðið sé á um annað í lögum. Hægt er að kæra úrskurði rannsóknar­ nefndarinnar og áfrýja dómum Lýð­ veldisdómsins til Hæstaréttar. Dómar sem Lýðveldis­ dómurinn hefur kveðið upp Síðan hann var stofnaður, hefur Lýð­ veldisdómurinn kveðið upp dóma í málum á hendur sex fyrrverandi ráðherrum. Fyrsta dómurinn var kveðinn upp þann 9. mars 1999 í máli á hendur Laurent Fabius, fyrrverandi forsætisráðherra, Georgina Dufoix, fyrrverandi félagsmálaráðherra og Edmond Hervé, fyrrverandi heilbrigðis­ ráðherra, í svokölluðu blóðhneykslis­ máli. Edmond Hervé var dæmdur sekur fyrir afbrot sem hann bar sök á en var ekki gert að sæta refsingu. Ærumeiðingarmál var höfðað á hendur Segolène Royal sem fyrrverandi menntamálaráðherra. Í dómi kveðnum upp þann 16. maí 2000 var hún sýkn allra mála. Michel Gilibert, fyrrverandi ráðherra um málefni fatlaðra var dæmdur þann 7. júli 2004, fyrir fjársvik, í 3 ár skil­ orðbundið fangelsi, € 20.000 sekt, og 5 ár framboðsréttar­ og atkvæðisréttar­ sviptingu. Síðast var Charles Pasqua, fyrrverandi innanríkisráðherra, ákærður fyrirfjársvik í þremur málum. Hann var dæmdur laus allra mála í tveimur þeirra en dæmdur í 1 árs skilorðbundið fangelsi í síðasta málinu.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.