Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 6
6 lögmannaBlaðið tBl 01/12 UMfJöllUn Úttekt á viðhorfum til málskostnaðarákvarðana dómstóla kallað eftir skýrari rökstuðningi dómara ákvarðanir um málskostnað í dómsmálum eru mikilvægur en lítt sýnilegur hluti dómsmála. lögmenn sem lögmannablaðið ræddi við gagnrýna hvernig dómstólar taka ákvarðanir um málkostnað, að þær séu oft lítið sem ekkert rökstuddar og bæti alls ekki alltaf þann kostnað sem sannarlega hlýst af málum. Blaðið leitaði einnig eftir afstöðu formanns dómstólaráðs til málsins. grundvallarregla um málskostnaðar­ ákvarðanir dómstóla kemur fram í 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 en þar segir að sá „sem tapar máli í öllu verulegu skal að jafnaði dæmdur til að greiða gagnaðila sínum málskostnað“. reglan er því skýr en eftirlætur dómara þó ákveðið svigrúm til að meta, s.s. um það hvenær mál tapast „í öllu verulegu“ auk þess sem ákvæði kveður á um að þá skuli málskostnaður „að jafnaði“ falla á þann aðila sem tapar. óljósar forsendur Þeir lögmenn sem blaðið hefur rætt við voru á einu máli um að ákvarðanir samkvæmt þessari grein væru að jafnaði lítið sem ekkert rökstuddar og að oft væri erfitt að átta sig á því hvaða forsendur dómarar legðu til grundvallar við ákvarðanir sínar. mörg dæmi eru um ákvarðanir sem ganga þvert á reglu einkamálalaga, þar sem t.d. málskostnaður er látinn niður falla þrátt fyrir að úrslit málsins séu afgerandi. Þótt sanngirnissjónarmið kunni að leiða til slíkrar niðurstöðu í ákveðnum tilfellum sakna þeir lögmenn sem rætt var við rökstuðnings og forsendna dómara við slíkar ákvarðanir. Sérstaklega vekja ákvarðanir um að fella niður málskostnað furðu í málum þar sem aðstöðumunur er á milli aðila, t.d. ef einstaklingur fer í mál við fjármálafyrirtæki eða tryggingarfélag og tekin er ákvörðun um að málskostnaður falli niður. tímaskýrslur mikilvægar en engin trygging Almennt notast lögmenn við tímaskýrslur til að gera grein fyrir kostnaði sínum og leggja fram við aðalmeðferð en þeir sem rætt var við sögðu mörg dæmi um að dómari dæmi ekki málskostnað í samræmi við skýrslurnar, heldur taki ákvörðun um mun lægri kostnað. Slíkar ákvarðanir séu teknar jafnvel þótt gagnaðili hafi ekki gert athugasemdir við tímaskýrslu eða farið fram á að málskostnaður verði lækkaður. Nokkrir þeirra sem blaðið ræddi við nefndu þá tilfinningu sína að um 50­75% kostnaðar við málarekstur fengist að jafnaði bættur með málskostnaðarákvörðun dómara, þótt tekið sé fram að engar nákvæmar úttektir hefðu verið gerðar á þessum atriðum á viðkomandi lögmannsstofum. Að sama skapi lá ekki skýrt fyrir á hvaða forsendum málskostnaðurinn væri lækkaður af hálfu dómara, þ.e.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.