Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 25
lögmannaBlaðið tBl 01/12 25 Þorsteinn Pálsson Aðsent efni einAr HUGi BJArnAson HDl. hugleiðingar um dóm hæstaréttar íslands í málinu nr. 600/2011 Þann 15. feBrÚar sl. var kveðinn upp í hæstarétti dómur í málinu nr. 600/2011. dómurinn hefur með réttu vakið gríðarlega athygli og hlotið mikla umræðu meðal lögmanna, á vettvangi fjölmiðla, í þingsölum og víðar. grundvallarforsenda að lántaki hafi staðið í skilum Í dómi Hæstaréttar er vísað til þeirrar meginreglu kröfuréttar að kröfuhafi, sem fengið hefur minna greitt en hann átti rétt til í lögskiptum aðila, eigi kröfu á hendur skuldara um það sem vangreitt er. bent er á að frá meginreglunni séu þó undantekningar, meðal annars um að fullnaðarkvittun kröfuhafa geti að vissum skilyrðum fullnægðum valdið því að hann glati frekari kröfu. Í mínum huga er ljóst að fordæmis­ gildi dómsins er takmarkað við þau tilvik þegar lántaki, með samning sem inniheldur ólögmæta gengistryggingu, hefur staðið í skilum með skuldbindingar sínar samkvæmt samningi og/eða útsendum greiðsluseðlum fjármála­ stofnunar og fullnaðarkvittanir liggja fyrir. greiðslutilkynning og fyrirvaralaus móttaka kröfuhafa á greiðslu í samræmi við hana telst fullnaðarkvittun samkvæmt dómi Hæstaréttar. með hliðsjón af þessu er ekki unnt, á tímum rafrænna viðskiptahátta, að gera sérstaklega ríkar kröfur til forms greiðslukvittana heldur hlýtur aðaláherslan að liggja í því hvort skuldari hafi sannanlega greitt þá greiðslu sem fjármálafyrirtækið krafði hann um. um þýðingu fullnaðarkvittana Við mat á því hvort atvik væru með þeim hætti í málinu að heimilt væri að víkja frá ofangreindri meginreglu kröfuréttar leit Hæstiréttur til þriggja atriða. Í fyrsta lagi vísar rétturinn til þess að sóknaraðilar voru í góðri trú um að greiðslur þeirra fælu í sér fullar og réttar efndir af þeirra hálfu. Í öðru lagi að skuldbindingin samkvæmt umræddu skuldabréfi hafi verið til langs tíma, eða þrjátíu ára, og að fimm ár hafi verið liðin af lánstímanum þegar dómur gekk í fyrra máli sömu aðila. Þá er vísað til þess að fjárhæð viðbótarkröfu sóknaraðila hafi verið umtalsvert hlutfall af upphaflegri lánsfjárhæð. Í þriðja lagi er vísað til þess að varnaraðili sé fjármálafyrirtæki sem bauð upp á lán með ólögmætri gengistryggingu og að skilmálar þess láns sem um ræddi í málinu voru samkvæmt einhliða ákvörðun varnaraðila og stöðluðum skilmálum hans. Varðandi fyrsta atriðið sem rétturinn tiltekur tel ég blasa við að allir lántakar gengistryggðra lána, sem staðið hafa í skilum samkvæmt greiðslufyrirmælum fjármálastofnana, teljist vera í góðri trú um að greiðslur þeirra hafi falið í sér fullar og réttar efndir enda tóku fjármálastofnanir undantekningarlaust við greiðslum án nokkurs fyrirvara. Varðandi þriðja atriðið sem Hæsti­ réttur nefnir þá er ljóst að skilmálar lánssamninga, sem innihalda ólög­ mæt gengistryggingarákvæði, hafa undantekningarlítið verið samdir ein­ hliða af lánveitendum auk þess sem yfirleitt er augljós aðstöðumunur á samningsaðilum. Af þessu leiðir að skilyrðið sem rétturinn nefnir er í langflestum tilvikum uppfyllt. örðugra er hins vegar að meta hvaða þýðingu annað atriðið í rökstuðningi Hæstaréttar hefur varðandi fordæmisgildi dómsins. Þau atriði sem þar eru nefnd eru eðli máls samkvæmt afar mismunandi í hverju tilviki fyrir sig. Ég vil leyfa mér að halda því fram að hér sé um að ræða viðbótarröksemd sem sett er fram til stuðnings hinum skilyrðunum en efnisleg niðurstaða málsins hefði orðið sú sama þó að lánið hefði verið til skemmri tíma og fjárhæð viðbótarkröfu lántaka lægri. Þessi ályktun fær stuðning í dómaframkvæmd Hæstaréttar um gengistryggð lán en af henni má ráða að engu skiptir varðandi ólögmæti

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.