Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 13
lögmannaBlaðið tBl 03/11 13 náMsKeið Verður haldinn föstudaginn 4. maí. Takið daginn frá. stofutónleikar ­ portrett af diddú ­ 30. mars 2012 Ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, Diddú, verður sótt heim í túnfót þar sem hún mun fara yfir tónlistarferilinn frá því hún söng með Spilverki þjóðanna í „denn“ og til dagsins í dag. missið ekki af ógleymanlegri stund með Diddú og önnu guðnýju guðmundsdóttur píanóleikara. Vinir og vandamenn lögmanna velkomnir á viðburðinn. Staður: Heimili Diddúar, túnfæti, mosfellsbæ. Tími: Föstudagur 30. mars 2012 kl. 19.30-21.30. Verð: Kr. 10.000, ­ en fyrir félaga í félagsdeild, vinir og vandamenn þeirra kr. 8.000,­ Athugið að fjöldi þátttakenda miðast við 35 manns. __________________________________________________ ábyrgð fjölmiðla, mörk tjáningarfrelsis og bloggið ­ 17.apríl 2012 Fjallað verður um ný lög um fjölmiðla nr. 38/2011 og þær breytingar sem þau hafa í för með sér. rætt verður réttindi og skyldur fjölmiðla, fjallað um hverjir geti borið ábyrgð á efni sem birtist í fjölmiðlum og í hvaða röð þeir beri ábyrgð. Því næst verður vikið að mörkum tjáningarfrelsis og annarra mannréttinda. Þá verður sérstaklega fjallað um nýmæli fjölmiðlalaga varðandi bann við hatursáróðri og þá einkum í tengslum við ákvæði almennra hegningarlaga um meiðyrði. Loks verður fjallað um svokallað meiðyrðamálaflakk, þar sem meiðyrðamál eru höfðuð fyrir dómstólum, sem stefnandi telur sér hagfelldast, en slíkir dómar kveðnir upp innan EES eru fullnustuhæfir hér á landi. Kennarar: Elfa Ýr gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðla nefndar og Hulda Árnadóttir, hdl hjá Lex. Staður: Kennslustofa LmFÍ, Álftamýri 9, reykjavík. Tími: Þriðjudagur 17. apríl 2012 kl. 16.00-19.00. Verð: Kr. 27.000,­ en fyrir félaga í félagsdeild kr. 20.000,­ __________________________________________________ Skráning stendur yfir á heimasíðu www.lmfi.is form og efni kröfugerðar í dómsmálum ­ 15. maí 2012 Fjallað verður um helstu reglur sem lúta að formi og efni kröfugerðar í dómsmálum. Sérstaklega verður fjallað um hvaða vandamál koma upp við samningu kröfugerðar, hvaða atriði ber að varast og hvaða annmarkar verða til þess að málum er vísað frá. Kennari: Sigurður tómas magnússon hrl. og prófessor við lagadeild Háskólans í reykjavík. Staður: Kennslustofa LmFÍ, Álftamýri 9, reykjavík. Tími: Þriðjudagur 15. maí 2012 kl. 16.00-19.00. Verð: Kr. 20.000,­ en fyrir starfmenn félaga sem eru í félagsdeild kr. 15.000,­ __________________________________________________ söguganga ­ húsin í bænum ­ 24. maí 2012 guðjón Friðriksson sagnfræðingur mun fræða þátttakendur um húsin í gömlu reykjavík með áherslu á þau sem lögfræðingar bjuggu í eða störfuðu. Hvar orti tómas guðmundsson aftan á stefnur og víxiltilkynningar í stað þess að praktísera? Staður: Hópur hittist fyrir utan Landnámssýninguna reykjavík 871+ 2, Aðalstræti 16,101 reykjavík. Tími: Fimmtudagur 24. maí 2012 kl. 19:30-21:30. Verð: Kr. 3.500,­ en fyrir félaga í félagsdeild kr. 2.500,­ Vinir og vandamenn velkomnir með en fjöldi þátttakenda takmarkast við 20. __________________________________________________

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.