Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 18
18 lögmannaBlaðið tBl 03/11 á léttUM nótUM af merði lögmanni Mörður hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að leikræn tjáning í dómsal sé mikilvæg. Ósjaldan hefur Mörður breytt röddinni í skrækróma væl þegar hann vitnar í andstæðinginn. Jafnvel sett á sig kryppu þegar mikið liggur við með viðeigandi grettum. Hefur námið í leiklistarskóla Ævars Kvaran og danskennsla Rigmor Hansen uppúr miðri síðustu öld nýst Merði vel við málflutning. Svo lipurlega hefur Merði tekist til að dómarar hafa verið bergnumdir af hrifningu og gleymt að sekta hann fyrir óvirðingu. Ekki eru dómarar þó alltaf verið hrifnir af Merði í dómsal. Mörður á það til að hrjóta þegar leiðindin eru mikil og hann ekki í aðalhlutverki. Einnig getur útlit Marðar truflað þá talsvert. En dómurum þykir það þó minniháttar mál miðað við spurningar Marðar til aðila og vitna. Mörður á það til, einkum þegar á hann hallar í málinu, að spyrja spurninga sem aðrir sjá engan tilgang með. Algengt er að Mörður spyrji út í kynlíf aðila og vitna og skiptir þá engu máli hvort um er að ræða vændiskaupamál eða gallamál. Spurningar af þessu tagi eru að sjálfsögðu nauðsynlegar við mat á trúverðugleika aðila og vitna. Merði finnst, eins og öllum sem komnir eru yfir miðjan aldur, lítið koma til yngri lögmanna. Það vantar allan stíl og þeir eru allir eins. Ungæðislegt útlit þeirra fer í taugarnar á Merði. Og ekki minnkar pirringur Marðar þegar hann sér húðflúr á lögmönnum, appelsínugulan lit í andliti og litað hár. Jafnvel hefur Mörður orðið var við hring í augabrún og vör og karlmenn með eyrnalokka. Svo bera ungu lögmennirnir enga virðingu fyrir Merði, einhverra hluta vegna. Augljóslega þarf að grípa hér í taumana svo lögmannsstéttin glati ekki öllu trausti. Merði finnst að leggja eigi niður allar þessar lagadeildir og stofna einn lagaskóla að nítjándu aldar fyrirmynd. Taka upp gamla siði nema klæðaburð. Tími Marðar mun þá koma aftur.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.