Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 26
26 lögmannaBlaðið tBl 01/12 Aðsent efni gengisbindingar í lánssamningi hvort lán hafi verið tekið til skemmri eða lengri tíma. Þá tel ég að ekki geti skipt máli hver fjárhæð viðbótakröfunnar kann að vera. Ef gengisbinding lánssamnings er ólögmæt, og önnur skilyrði uppfyllt, eiga lántakar viðbótarkröfu á viðkomandi fjármálastofnun, enda hvergi að finna í íslenskum lögum réttarreglu sem kveður á um að krafa þurfi að ná tiltekinni lágmarksfjárhæð til að njóta réttarverndar. tíminn mun svo leiða í ljós hvort þetta reynist rétt enda tel ég líklegt, með hliðsjón af orðalagi dómsins, að fjármálafyrirtækin muni láta á það reyna fyrir dómstólum hvort dómurinn hafi fordæmisgildi fyrir t.a.m. bílalán eða önnur lán til styttri tíma. dómurinn hefur víðtækt fordæmis gildi Í rökstuðningi dómsins er ekkert sem gefur tilefni til að ætla að fordæmisgildi hans sé takmarkað við ákveðna tegund lánssamninga. Þá er heldur ekkert í dóminum sem gefur til kynna að fordæmisgildið sé bundið við einstaklinga. mín skoðun er því sú að dómurinn eigi við um allar tegundir lánssamninga og taki jafnt til einstaklinga og lögaðila. Þessu til frekari stuðnings bendi ég í fyrsta lagi á að niðurstaða Hæstaréttar er reist á því að undantekningarregla kröfuréttar um þýðingu fullnaðarkvittana fyrir lögskipti aðila eigi við í málinu. Sú regla er ekki bundin við ákveðna tegund samninga heldur á hún við um alla lánssamninga og á jafnt við um einstaklinga og lögaðila. Í öðru lagi er hvergi í dóminum vikið að sjónarmiðum um neytendavernd þrátt fyrir að málsástæðum þar að lútandi hafi verið teflt fram í málinu. Í þriðja lagi vísast til þess að dómur Hæstaréttar í máli nr. 471/2010 hefur, í síðari dómum réttarins, verið talinn hafa fordæmisgildi varðandi vaxtaviðmiðun bæði hvað varðar einstaklinga og lögaðila. Engin ástæða er til að túlka hæstaréttardóminn í máli nr. 600/2011 með öðrum hætti. hvenær taka seðlabankavextir við af samningsvöxtum? Í opinberri umræðu í kjölfar dómsins hafa komið fram skiptar skoðanir um það við hvaða tímamark beri að miða upphafstíma álagningar seðlabankavaxta ef þau skilyrði sem fram koma í dóminum eru uppfyllt. Ekki eru tök á því í þessari stuttu grein að reifa þau ólíku sjónarmið sem fram hafa komið og af þeim sökum mun ég láta nægja að lýsa skoðun minni á málinu með hliðsjón af orðalagi dómsins. Í dóminum er við það miðað, með vísan til reglunnar um gildi fullnaðar­ kvittana, að samningsvextir hafi gilt um lánssamning aðila frá lántökudegi fram til 14. febrúar 2011. Eins og áður er rakið féll á þessum degi dómur í öðru dómsmáli milli sömu aðila þar sem viðurkennt var að gengisbinding lánssamninga aðila væri ólögmæt, sbr. mál Hæstaréttar nr. 604/2010. Niðurstaðan í málinu nr. 600/2011 byggist á því að við uppkvaðningu dóms í fyrra málinu hafi hinn rangi lagaskilningur aðila um lögmæti gengis­ bindingar samningsins ekki lengur verið fyrir hendi. Jafnframt er þá ljóst, með vísan til niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 604/2010, að frá 14. febrúar 2011 bar skuldbindingin samkvæmt lánssamningnum seðlabankavexti. Það segir sig sjálft að fáir eru í þeirri stöðu, sem sóknaraðilar í hæsta­ réttarmálinu voru, að hafa í höndum endanlega dómsniðurstöðu þar sem ólögmæti gengisviðmiðunar er staðfest. Í öllum meginþorra tilvika þarf því að fara fram mat á huglægri afstöðu aðila til ólögmætis gengisbindingar viðkomandi samnings. Að mínu mati á viðmiðið í þessum efnum að vera þegar fjármálafyrirtæki viðurkennir með bindandi hætti ólögmæti gengis­ tryggingar. Í tilviki einstaklinga átti þetta sér í flestum tilvikum stað þegar fjármálastofnanir fóru hver að annarri að endurreikna lánssamninga einstaklinga í kjölfar gildistöku laga nr. 151/2010 í lok desember 2010. Síðastnefnd lög gilda hins vegar ekki um lögaðila og því hefur verið afar mismunandi hvaða meðferð lánssamningar fyrirtækja hafa fengið í bankakerfinu. Eftir dóm Hæstaréttar 9. júní 2011 í máli nr. 155/2011 (motor­ max) hafa fjármálastofnanir þó í auknum mæli viðurkennt ólögmæti gengisbindingar í slíkum lánssamningum. upphafstími seðlabankavaxta í láns­ samningum lögaðila, sem staðið hafa í skilum samkvæmt útsendum greiðslufyrirmælum fjármálafyrirtækis, ætti því að miðast við það þegar slík viðurkenning liggur fyrir. Ef hins vegar hvorki liggur fyrir viðurkenning fjármálafyrirtækis né staðfesting dóm­ stóla á ólögmæti gengisbindingar lánssamnings er mögulegt að hinn „rangi lagaskilningur“ sé enn fyrir hendi. Stórt verk lítið mál Litlaprent ehf. | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogi Sími 540 1800 | Fax 540 1801 | litla@prent.is prent.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.