Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 8
8 lögmannaBlaðið tBl 01/12 UMfJöllUn misræmi milli dómara Það er mismunandi eftir dómurum hvort þeir taki fullt tillit til tímaskýrslna lögmanna og það er mín tilfinning að þeir dómarar sem hafa sjálfir stundað sjálfstæðan rekstur hafi meiri skilning á málskostnaðarreikningum lögmanna en hinir. Ég man til dæmis eftir tveimur dómum frá mismunandi dómstólum er varðar vefengingu á faðerni. báðir dómarar tóku tímaskýrslur til greina en annar á tímagjaldi lögmannsins á meðan hinn virðist hafa miðað við kr. 10.000,­ tímagjald. (Nb þessi tiltekni málaflokkur fellur ekki undir gjafsóknarmál). Slíkt ósamræmi á milli dómstóla/dómara er að sjálfsögðu ólíðandi en því miður ekki einsdæmi. Þá virðist það fara eftir dómurum hvort það borgi sig hreinlega að skila inn tímaskýrslum, sérstaklega í gjafsóknarmálum, réttargæslu og verjendastörfum þar sem tímagjaldið er kr. 10.000,­(Árið 2008 var tímagjald í gjafsóknarmálum, réttar­ og verjendagæslu, kr. 11.400,­ en það var síðan lækkað í kjölfar hrunsins og hefur nú verið kr. 10.000,­ í fjögur ár.) Á sama tíma er verið að greiða himinháa reikninga matsmanna án athugasemda. vantar fyllri rökstuðning á málskostnaðarákvörðunum dómara mér virðist það nokkuð tilviljanakennt hvort ákvörðun dómstóla er að endurspegla kostnað við einkamál. Ég vinn mikið með gjafsóknarmál, bæði forsjármál og barnaverndarmál, og dómarar telja rétt að miða við ákvörðun dómstólaráðs varðandi tímagjald. Í slíkum málum er langt því frá að ákvörðun dómstóls endurspegli kostnað. Þessu þarf augljóslega að breyta og gæta þess að eitthvert jafnræði sé með þeim sem þurfa á gjafsókn að halda og öðrum. Haldi svo fram sem horfir munu lögmenn í auknum mæli koma sér hjá að vinna í slíkum málum og þeir sem þurfa á gjafsókn að halda geta ekki valið milli lögmanna. oft hef ég spurt mig þeirrar spurningar eftir mikla vinnu í gjafsóknarmáli og ákvörðun þóknunar, sem einungis nær til hluta málsins, hver eigi svo að borga muninn. mín reynsla er sú að því nákvæmari sem tímaskýrsla er því meiri líkur eru á að tekið sé tillit til hennar fyrir dómi. mér finnst þetta atriði hafa breyst til batnaðar á undanförnum árum. Það er þó yfirleitt þannig að eitthvað er klipið af, án þess að nokkur rökstuðningur fylgi. Þar sem ákvörðun dómara um málskostnað er yfirleitt ógagnsæ vekur það sífellt upp hugrenningar um að munur kunni að vera milli réttarsviða, hvort um einstaklinga eða fyrirtæki er að ræða, hvort ákveðnir lögmenn njóti sérstakrar velvildar dómara og jafnvel hvort dómarar líti til kynferðis lögmanna. með fyllri skýringum og rökstuðningi á málskostnaðarákvörðunum dómara er hægt að eyða svona vangaveltum. ríkið sjálft með mun hærra tímagjald Stundum þegar dómur liggur fyrir í máli sem hefur unnist skyggja vonbrigðin vegna málskostnaðarákvörðunar á niðurstöðuna. Ég hef verið með mál sem vannst að öllu leyti en samt sem áður var málskostnaðarákvörðun umtalsvert lægri en málskostnaðarkrafan og fyrir lágu ítarlegar tímaskýrslur. Í slíkum tilfellum veltir maður fyrir sér hvort dómarinn haldi mig skálda tímaskýrsluna, hvort honum finnist ég ekki eiga skilið að fá full laun fyrir mína vinnu eða að umbjóðandinn eigi einfaldlega að borga mismuninn. Ég tel að málskostnaðarákvarðanir séu lægri í opinberum málum og í málum þar sem algengt er að umbjóðandinn hafi þurft gjafsókn til að geta látið reyna á réttarstöðu sína, s.s. í sifjamálum og málum vegna líkamstjóna. Svo má setja stórt spurningamerki við reglur dómstólaráðs um tímagjald. Á sama tíma og greitt er kr. 10.000,­ eftir taxta dómstólaráðs í gjafsóknarmálum greiðir ríkissjóður töluvert hærra tímagjald fyrir lögfræðiráðgjöf þegar verið er að gæta hagsmuna ríkisins sjálfs, þ.e. skv. samningum við ríkiskaup. Ef það er mat gjafsóknarnefndar að tilefni sé til að viðkomandi eigi að geta látið á réttindi sín reyna, hver er þá rökstuðningurinn fyrir því að hann eigi ekki rétt á almennilegri lögmannsaðstoð? Þetta segja lögmenn um málskostnaðarákvarðanir dómstóla lára v. jÚlíusdóttir hrl. Berglind svavarsdóttir hrl. kristján B. thorlacius hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.