Lögmannablaðið - 01.03.2012, Qupperneq 22
22 lögmannaBlaðið tBl 01/12
GUðrÚn sesselJA ArnArDóttir, Hrl.
nýlega var kveðinn upp dómur í
hæstarétti í máli nr. 445/2011. um er að
ræða fíkniefnamál þar sem tveir menn,
X og y, voru ákærðir fyrir að hafa staðið
að innflutningi á tæplega tveimur kílóum
af kókaíni ætluðu til sölu dreifingar í
ágóðaskyni hér á landi. var X talinn hafa
skipulagt innflutninginn, fengið y til
þátttöku í verknaðinum og tekið á móti
fíkniefnunum á heimili sínu í reykjavík.
háttsemi ákærðu var heim færð undir 173.
gr. a. almennra hegn ingar laga nr. 19/1940.
Í skýrslutöku lögreglu af ákærða
y, sem fram fór 21. janúar 2010, játaði
y þátt sinn í brotinu og bar jafnframt
um þátt ákærða X. Einnig var tekin
skýrsla af vitninu A hjá lögreglu, sem
reyndar hafði stöðu sakbornings þegar
skýrslan var tekin, sem bar um að ákærði
X hafi sagt sér frá atriðum varðandi
innflutninginn á fíkniefnunum, m.a.
um hvað ákærði y átti að fá fyrir að
flytja efnin inn til landsins en þó kom
ekkert beinlínis fram að ákærði X hefði
staðið að innflutningnum. Fíkniefnin
sem ákæran laut að fundust ekki við
rannsókn lögreglu og var ákæran því
fyrst og fremst byggð á framangreindum
framburðum y og A en ákærði X neitaði
staðfastlega sök frá upphafi.
Við meðferð málsins í héraði breytti
ákærði y framburði sínum á þann
veg að ákærði X hefði ekki komið
nálægt innflutningnum heldur hafi
hann ranglega gefið upp nafn hans
til að hlífa ónefndum manni sem átt
hafi fíkniefnin. A, sem gaf skýrslu sem
vitni fyrir dóminum, sagði ákærða X
ekki vera þann sem sagt hafi sér frá
innflutningnum heldur hafi hún frétt
það frá öðrum nafngreindum manni.
Héraðsdómurinn taldi skýringar
ákærða y á breyttum framburði hans
fyrir dómi, frá því sem hann bar hjá
lögreglu, vera ótrúverðugar og sakfelldi
báða ákærðu. Þáttur ákærða X var talinn
mun veigameiri en y þar sem X hafi
skipulagt verknaðinn en y í raun verið
burðardýr sem hafi með broti sínu reynt
að grynnka á skuldum sínum við ákærða
X. Var X dæmdur til að sæta fangelsi í
tvö ár en y var dæmdur til 18 mánaða
fangelsisvistar.
málinu var áfrýjað af hálfu X en
ákærði y undi dómi. Hæstiréttur
snéri niðurstöðu héraðsdóms við og
sýknaði X. rökin voru þau að engin
gögn hefðu verið færð fram fyrir dómi
um sekt ákærða X þótt fallast mætti á
það með héraðsdómi að skýringar y
á breyttum framburði hans fyrir dómi
væru ótrúverðugar. Vísað var til 1. mgr.
111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð
sakamála um að dómur skuli reistur á
sönnunargögnum sem færð séu fram við
meðferð máls fyrir dómi. Þar sem frásögn
y hjá lögreglu var hið eina sem tengdi
ákærða X við það brot sem honum var
gefið að sök var samkvæmt fyrrgreindu
lagaákvæði ekki unnt að reisa sakfellingu
ákærða X á þessum framburði y einum
saman. gegn eindreginni neitun ákærða
X var ekki talin komin fram full sönnun
fyrir sekt hans og hann því sýknaður.
skýrslutaka lögreglu
Þetta er fullkomlega eðlileg niðurstaða
hjá Hæstarétti og alls ekkert nýmæli
að sýknað sé vegna sönnunarskorts í
málum sem þessum. Það sem hefur hins
vegar vakið sérstaka athygli á þessum
dómi er ekki niðurstaða hans, eða sú
staðreynd að Hæstiréttur snéri við dómi
héraðsdóms, heldur hitt að í málinu
var á meðal málsgagna trúnaðarsamtal
verjanda og sakbornings sem er skýrt
brot gegn 4. mgr. 134. gr. laga nr. 88/2008
þar sem lagt er bann við framlagningu
hvers konar gagna sem hafa að geyma
upplýsingar um það sem sakborningi og
verjanda hans hefur farið á milli.
Þannig háttaði til að við skýrslutöku
af y hjá lögreglu 21. janúar 2010,
óskaði y eftir því að gert yrði hlé á
skýrslutökunni svo hann gæti rætt
einslega við verjanda sinn sem er skýlaus
réttur hans skv. 4. mgr. 64. gr. laga nr.
88/2008. Skýrslutakan var tekin upp með
hljóði og í mynd og þeir lögreglumenn
sem önnuðust skýrslutökuna slökktu
ekki á upptökubúnaðinum áður en þeir
yfirgáfu yfirheyrsluherbergið. Lögreglan
hefur upplýst að um mistök hafi verið að
ræða, lögreglumennirnir hafi einfaldlega
gleymt að slökkva á upptökubúnaðinum.
Jafnframt hefur lögreglan sagt að
búnaðurinn sé þannig gerður að ekki sé
hægt að afmá upptökur af mynddiskum
með yfirheyrslum. Þetta er í raun ekki
ótrúverðug skýring, því telja má eðlilega
varúðarráðstöfun að ekki sé hægt að
breyta slíkum upptökum eftirá, þær
eiga að hafa að geyma nákvæmlega
trúnaðarsamband sakbornings og verjanda
Aðsent efni