Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 10
Pistill forMAnns StJórN LögmANNAFÉLAgSiNS HEFur barist á mörgum vígstöðvum undanfarin misseri. Í því ástandi sem hefur verið hér á landi frá bankahruni hefur reynst torsótt að koma málum áfram er varða hagsmuni lögmanna þrátt fyrir aukið samstarf við innanríkisráðuneytið og dómstólaráð. Dómstólaráð, sem m.a. er skipað fulltrúa innanríkisráðuneytisins, hefur í skjóli hrunsins tekið ákvarðanir um að lækka stórlega þóknun lögmanna í útivistarmálum. Þóknun fyrir slík mál, þótt miklir hagsmunir séu í húfi, er nánast engin, oftast er heildarþóknun lögmannsins um helmingur eða jafnvel aðeins þriðjungur af tímagjaldi lögmanna almennt. Þóknunin er það lág að það getur borgað sig fyrir skuldara að fá útivistardóm frekar en að borga kröfuna áður en til þess kemur. Skiptir þá engu máli þótt gjöld í ríkissjóð vegna meðferðar mála fyrir dómi hafi hækkað verulega, sem og rekstrarkostnaður lögmannsstofa. Virðingarleysið fyrir störfum lögmanna við innheimtu krafna fyrir dómi, og kröfueigendum sem eiga að skaðlausu rétt á úrlausn dómstóla fyrir réttmætum kröfum, er því mikið. Í kjölfar hrunsins var einnig sett reglugerð þar sem lækkað var tímagjald verjenda í sakamálum sem var þó fyrir miklu lægra en tímagjald almennt. Það er eins og stjórnvöld líti svo á að það sé þeirra að ákveða einhliða þóknun fyrir þessi störf. Það er auðvitað fullkomlega fráleitt á sama tíma og sú lagaskylda hvílir á lögmönnum að taka að sér verjendastörf. til að bæta gráu ofan á svart hafa dómstólar ákveðið að tímagjald í gjafsóknarmálum skuli vera það sama og þóknun verjenda í sakamálum. Það er eins og hver önnur lögleysa. Í hugum margra er hér um hreina aðför að lögmönnum að ræða. undir það má taka. Það er ólíðandi að þeir lögmenn sem taka að sér vörn í sakamálum, eða önnur réttargæslustörf, þurfi að sæta því að fá ekki greitt eðlilega þóknun fyrir vinnu sína. Sama á við þá sem eru að innheimta lögmætar kröfur. Ef þóknun fyrir þessi störf verða ekki færð í eðlilegt horf innan skamms tíma kemur til álita á láta reyna á lögmæti ákvarðana dómstólaráðs um þóknun í útivistar­ og gjafsóknarmálum og reglugerðar ráðherra um tímagjald í sakamálum, fyrir dómi. Auk ýmissa tillagna um breytingu á lögmannalögunum hefur stjórn LmFÍ beitt sér fyrir breytingu á ákvæð­ um laga um fjármálafyrirtæki sem fjalla um að stjórnarmenn í fjármála­ fyrirtækjum og slitastjórar megi ekki sinna lögmannsstörfum fyrir önnur fjármálafyrirtæki. Slíkar takmarkanir á atvinnufrelsi lögmanna standast ekki ákvæði stjórnarskrár auk þess sem þessi sérstöku hæfisskilyrði eru fullkomlega óþörf. Almenn hæfisskilyrði, sem og ákvæði siðrareglna lögmanna, duga fullkomlega þegar kemur að störfum lögmanna fyrir fjármálafyrirtæki og því þarf að afnema þessar takmarkanir. virðingarleysi gagnvart störfum lögmanna BrynJAr nÍelsson Hrl. Smiðshöfða 1 • Sími 587 9800 • http//www.gagnageymslan.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.