Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 9
lögmannaBlaðið tBl 01/12 9 UMfJöllUn ákvörðun málskostnaðar órjúfanlega tengd niðurstöðu máls viðtal við símon sigvaldason símon sigvaldason, héraðs­ dómari við héraðsdóm reykja víkur, er formaður dómstólaráðs. lög manna­ blaðið leitaði til hans um afstöðu og sjónarmið dómstóla til máls kostn­ aðarákvarðana. Þeir lögmenn sem blaðið hefur rætt við telja sig í ýmsum tilfellum ekki fá kostnað bættan við málarekstur, stundum þannig að tímar eru aðeins dæmdir að hluta en stundum þannig að ákveðið sé að láta málskostnað falla niður þótt málið hafi alfarið unnist. Hvert er þitt mat á þessum málum almennt – til hvaða atriða er einkum horft við ákvörðun málskostnaðar? Álitaefni tengd málskostnaðar ákvörð­ unum í dómsmálum eru ýmis. Í umfjöllun um þau skiptir til dæmis máli hvort um er að ræða einkamál eða sakamál. Í umfjöllun um málskostnaðarákvörðun í einkamáli er mikilvægt að fjalla um álitaefnið út frá þeirri staðreynd að málskostnaður í einkamáli tilheyrir aðila máls en ekki lögmanni hans. Við ákvörðun málskostnaðar er verið að dæma aðila máls ígildi bóta þar sem verið er að bæta kostnað sem aðilinn hefur haft af þjónustu lögmanns vegna málsins. réttarsamband aðilans og lögmanns hans er síðan sjálfstætt samningssamband þar sem lögmaðurinn áskilur sér tiltekna þóknun fyrir starfann. Þó svo að oftast liggi frammi í dómsmáli tímaskýrsla lögmanns liggur eðli máls samkvæmt alla jafnan ekki fyrir á þeirri stundu hvernig uppgjöri lögmannsins og aðilans verður á endanum háttað. til viðbótar þessu liggja að baki málskostnaðarákvörðun í einkamáli tiltekin áhættusjónarmið. Þannig má sá sem stundar viðskipti á ákveðnu sviði, eða hefur tiltekna atvinnustarfsemi með höndum, reikna með því að til útgjalda kunni að koma vegna atvinnuþátttökunnar sem hann fái ekki að fullu bætt. Kostnaður vegna starfa lögmanns er þar á meðal, hvort sem hann tengist ákveðnu dómsmáli eða ekki. Lög um meðferð einkamála mæla fyrir um hvernig ákvörðun málskostnaðar skuli háttað. Af 130. og 131. gr. laganna sést að ákvörðun málskostnaðar er mati háð og órjúfanlega tengd niðurstöðu um efni máls. Er dómurum veitt ákveðið svigrúm í þessum efnum, þó svo að aðalreglu skuli miða við að sá sem tapar máli í öllu verulegu skuli dæmdur til að greiða gagnaðila sínum málskostnað. til þessara grunnsjónarmiða er horft við ákvörðun málskostnaðar í einkamáli. dómarar reyna að gæta samræmis Eru samræmd viðmið um málskostn­ aðarákvarðanir? Mætti ganga lengra í að samræma slík viðmið milli dómstóla? Dómarar eru sjálfstæðir í málskostnaðar­ ákvörðunum sínum með sama hætti og þeir eru sjálfstæðir þegar kemur að niðurstöðu um efnishlið dómsmáls. Að óbreyttum lögum verður sjálfstæðið varðandi málskostnaðarákvarðanir ekki frá þeim tekið. Í þessu efni, eins og öðru, hafa héraðsdómarar einkum haft að leiðarljósi á hvern veg Hæstiréttur dæmir málskostnað í einkamálum og því þeir reynt að gæta samræmis að því leyti. Á grundvelli útivistar af hálfu stefnda verður flestum einkamálum lokið með áritun á stefnu í málinu. Vegna mikils fjölda þessara mála, sem takmarkaða ef nokkra umfjöllun fá fyrir dómi, hefur þótt til hagræðis og einföldunar að setja samræmdar viðmiðunarreglur um ákvarðaðan málskostnað þegar máli verður lokið með þessum hætti. Á þeim grundvelli hefur dómstólaráð gefið út viðmiðunarreglur um málskostnaðar­ ákvörðun á áritaða stefnu í útivistarmáli. Eðli máls samkvæmt binda þessar reglur dómara ekki við ákvörðun málskostnaðar. Héraðsdómarar hafa fagnað útgáfu þessara viðmiðunarreglna og telja þær gagnast þeim vel í starfi. Vegna þessa gætir nokkuð góðs samræmis þegar kemur að ákvörðun málskostnaðar í útivistarmálum. Erfiðara er að svara þeirri spurningu hvort gott samræmi sé í málskostnaðarákvörðunum í öðrum tilvikum, enda verður að hafa í huga að ákvörðunin er órjúfanlega tengd ágreiningsefni viðkomandi dómsmáls. símon sigvaldason.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.