Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 27
lögmannaBlaðið tBl 01/12 27 efni GreinArAðsent efni HelGi siGUrðsson Hrl. dómar hæstaréttar í gengis­ tryggingarmálum nýlegur dómur hæstaréttar í gengistryggingarmálum hefur vakið athygli og kallað fram gagnrýni á stjórnvöld. minna hefur farið fyrir gagnrýni á dómstóla vegna dómsins en að mati undirritaðs hefur verið erfitt að fylgja leiðsögn hæstaréttar í þessum málum. ástæðan gæti að einhverju leyti stafað af því að dómararnir hafa ekki verið sammála um niðurstöðu þessara mála og hún þannig farið eftir því hverjir sitja í réttinum hverju sinni. fyrstu gengistryggingar­ dómarnir Fyrstu dómar Hæstaréttar í gengis­ tryggingarmálum, nr. 153/2010 og nr. 92/2010, snerust um það hvort kaup­ leigusamningar teldust láns samn ingar eða leigusamningar og hvort þeir teldust vera skuldbinding í erlendri mynt eða íslenskum krónum, sem bundnar séu gengi erlendra gjaldmiðla. Samkvæmt ákvæðum vaxtalaga eru það einungis innláns­ og útláns samn ingar sem óheimilt er að gengis tryggja. Hæstiréttur taldi hins vegar að formið gæti ekki ráðið úrslitum að þessu leyti heldur yrði að byggja á því hvers eðlis þessi samningur væri í raun og veru. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að hér væri um að ræða lánssamning í skilningi vaxtalaga sem klæddur hefði verið í búning leigusamnings. Þessi niðurstaða Hæstaréttar er ekki óumdeild. Þótt eignaleigusamningar hafi vissulega ákveðin einkenni lánssamninga eru þeir á ýmsan hátt ólíkir slíkum samningum, og hafa ekki síður einkenni leigu­ samninga og framvirkra kaup samninga. Lög um fjármálafyrirtæki gera greinar mun á útlánum, innlánum og eignaleigu­ samningum. Ef löggjafinn hafði í huga að fella eignaleigusamninga undir takmarkanir vaxtalaga má spyrja hvers vegna það komi einfaldlega ekki fram í lögunum sjálfum? Vaxtalög sem fela í sér takmörkun á meginreglunni um samningsfrelsi, ber að skýra þröngt. Við mat á því hvort um væri að ræða skuldbindingu í erlendri mynt eða íslenskum krónum lögðu fjármála­ fyrirtækin áherslu á að horft yrði til þess hvers eðlis fjármögnunin væri. Fjár­ málafyrirtækin voru sjálf lántakendur sem tóku lán í erlendri mynt og höfðu milligöngu um að útvega viðskiptavinum sínum, m.a. í formi kaupleigusamninga. Fjármálafyrirtækin sendu umsóknir viðskiptavina til sinna lánveitenda, fengu lán í þeirri mynt sem síðan var seld fyrir íslenskar krónur til að fjármagna viðskipti. Lögð voru fram ítarleg gögn um þessar millifærslur en Hæstiréttur taldi hins vegar að við mat á því hvort um væri að ræða lán í erlendri mynt yrði einungis horft til samnings aðila.Form samningsins var því alfarið lagt til grundvallar, ólíkt því sem gilti um mat á því hvort um láns­ samning eða leigusamning væri að ræða. hæstaréttardómur 471/2010 Í dómi nr. 471/2010 var deilt um hvort og þá hvaða áhrif það hefði á vexti ef gengistrygging samnings væri dæmd ógild. Niðurstaðan var sú að líta yrði með öllu framhjá ákvæðum samningsins um vaxtahæð og miða vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum útlánum. Hæstiréttur vísar til þess að vaxtakjör af láninu gátu ekki komið til álita nema í tengslum við gengistryggingu þess. Þá liggur fyrir að á millibanka­ markaði í London hafa aldrei verið skráðir Libor vextir af lánum í íslenskum krónum. Síðan segir Hæstiréttur: „Vegna þessa er óhjákvæmilegt að ógildi ákvæð­ isins um gengistryggingu leiði til þess að líta verði með öllu fram hjá ákvæðum samningsins um vaxtahæð.“ hæstaréttardómur nr. 155/2011 Í dómi nr. 155/2011 (motormax) reyndi á það hvort svokölluð jafnvirðislán fælu í sér ólögmæta gengistryggingu eða ekki. upphaflega sátu fimm manns í dóminum en málið var síðan flutt að nýju og þá var hann skipaður sjö dómurum. meirihluti Hæstaréttar taldi að fjölmyntalán að jafnvirði tiltekinnar fjárhæðar í íslenskum krónum, í tilgreindum erlendum myntum, væri lán í íslenskum krónum með ólögmætri

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.