Lögmannablaðið - 01.03.2013, Qupperneq 6

Lögmannablaðið - 01.03.2013, Qupperneq 6
6 lögMannaBlaðið tBl 01/13 Af VettVAnGi félAGsins nýlega hafnaði innanríkisráðuneytið ítrekaðri beiðni Lögmannafélagsins um hækkun tímagjalds vegna vinnu lögmanna við verjenda­ og réttargæslustörf en tímagjaldið hefur verið óbreytt frá gildistöku reglugerðar nr. 715/2009, eða kr. 10.000,­ auk vsk. reyndar var tímagjaldið lækkað með gildistöku umræddrar reglugerðar úr kr. 11.200,­ auk vsk. og hafði þá staðið óbreytt frá árinu 2007. Sú afstaða ráðuneytisins að hækka ekki tímagjald í þessum málaflokki veldur verulegum von­ brigðum enda endurspeglar það á engan hátt raunverulegan kostnað lögmanna og vinnu í þessum málum. ásættanleg greiðsla fyrir verjenda­ og réttargæslustörf er að mati Lög­ mannafélagsins grundvallarforsenda þess að tryggt verði að réttur sakaðra manna og brotaþola til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi sé virkur og í samræmi við 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála evrópu, sem lögfestur hefur verið hér á landi. Í þessu samhengi er athyglisvert að skoða samanburð tímagjalds í verjenda­ og réttargæslumálum hér á landi við þóknun lögmanna fyrir sambærileg störf á hinum norðurlöndunum. Þannig er tímagjaldið án vsk. kr. 17.500,­ í Finnlandi, kr. 22.200,­ í noregi, kr. 25.200,­ í Svíþjóð og kr. 38.700,­ í Danmörku. II fjórfalt fleiri lögmenn á Íslandi en í finnlandi Séu tölur um fjölda lögmanna á norðuröndunum skoðaðar miðað við fjölda íbúa, þá er hlutfallið langhæst hér á landi eða 1 lögmaður á hverja 319 íbúa. í noregi er hlutfallið 1 á hverja 630 íbúa, í Danmörku 1 á móti 947, í Svíþjóð 1 á móti 1.810 og í Finnlandi er 1 lögmaður á hverja 2.766 íbúa. eins og glöggt má sjá af þessu tölum, þá eru rúmlega fjórfalt fleiri lögmenn hér á landi miðað við Finnland, sé miðað við íbúafjölda. skylduendurmenntun lögmanna Íslenskir lögmenn eru þeir einu á norðurlöndunum sem ekki er gert skylt að sækja sér endurmenntun. Útfærsla á skylduendurmenntun lögmanna á hinum norðurlöndunum er nokkuð mismunandi en fjöldi tíma eða eininga er þó nánast sá sami. Þannig þurfa finnskir og sænskir lögmenn að ljúka 18 tíma endurmenntun ár hvert en í Danmörku er tímafjöldinn miðaður við þriggja ára tímabil þar sem lögmenn þurfa að ljúka 54 tíma endurmenntun. Í noregi er fjöldi tíma 80 en norskir lögmenn hafa 5 ár til að ná þessum tímafjölda. starfsreynslu krafist af lögmannsefnum við skoðun reglna um skilyrði aðildar að lögmannafélögum á norðurlöndunum kemur í ljós að sama krafa er almennt gerð hvað varðar tímalengd og samsetningu laganáms, þ.e. þess er krafist að lögmannsefni hafi lokið bæði bA og mL gráðum, sem alla jafna tekur 5 ár að afla. Allsstaðar er lögmannsefnum gert að ljúka sérstakri prófraun til öflunar málflutningsréttinda, sambærilegri þeirri sem ljúka þarf hér á landi. Hins vegar eru nokkuð mismunandi kröfur gerðar milli landanna varðandi starfsreynslu, þ.e. tíma sem lögmannsefni þurfa að starfa á lögmannsstofu, hjá dómstólum eða á öðrum viðurkenndum stöðum áður en hlutaðeigandi getur reynt við prófraunina. Þannig er krafist 4 ára starfsreynslu í Finnlandi, 3 ára í Svíþjóð og Danmörku og 2 ára í noregi. Auk þessa þurfa lögmannsefni í noregi að ljúka þremur prófmálum og dönsk lögmannsefni einu máli til að öðlast málflutningsréttindi. Hér á landi er aðeins gerð krafa um að lögmannsefni aðstoði lögmann við undirbúning máls. ekki er gerð krafa um prófmál í Finnlandi eða Svíþjóð en hins vegar þurfa sænsk lögmannsefni að leggja fram formleg meðmæli frá lögmönnum, dómurum eða embættismönnum sem þeir hafa starfað hjá. Telji sænska lögmannafélagið slík meðmæli ekki fullnægjandi getur félagið neitað viðkomandi um aðild en heimilt er að skjóta slíkri höfnun til dómstóla og eru nokkur slík mál rekin ár hvert. Árgjöld lögmannafélaga Umtalsverður munur er á milli lögmannafélaganna á norðurlöndunum þegar kemur að fjárhæð árgjalda. eins og félagsmönnnum í Lögmannafélagi Íslands er sjálfsagt kunnugt, nemur árgjald til félagsins nú kr. 42.000. Til samanburðar greiða norskir og sænskir lögmenn tæplega kr. 118.000 til sinna félaga, danskir lögmenn rúmar kr. 140.000 og finnskir lögmenn ríflega kr. 183.000 eða rúmlega fjórfalt hærri fjárhæð en félagsmenn LmFÍ greiða til félagsins. II innanríkiráðuneytið neitar að hækka tímagjald lögmanna samanburður við norðurlönd

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.