Lögmannablaðið - 01.03.2013, Qupperneq 9
lögMannaBlaðið tBl 01/13 9
Á léttUM nÓtUM
Konur 72% þátttakenda á hdl.
námskeiði vorsins
Í febrúar s.l. hófst námskeið til öflunar
réttinda til að vera héraðsdómslögmaður
og eru 39 lögfræðingar skráðir á það.
Að auki þreyta 36 þátttakendur af fyrri
námskeiðum próf í einstökum greinum.
Athygli vekur að af 39 þátttakendum eru
28 konur að þessu sinni eða 71,8% en
þetta er í fyrsta skipti síðan námskeiðin
hófust að konur eru fleiri en karlar.
heildarfjölda félagsmanna eru konur nú
29,2%, samanborið við 22% árið 2004.
Af félagsmönnum í Lögmanna
félaginu eru 709 karlar. Þar af eru 254
hæstaréttarlögmenn. Sjálfstætt starfandi
karlar í lögmannastétt eru 364 og 130
félagsmenn starfa sem fulltrúar sjálfstætt
starfandi lögmanna. Hjá ýmsum
fyrirtækjum og stofnunum starfa 175
karlar sem innanhússlögmenn, þar af
53 hjá ríki eða sveitarfélögum og 122
hjá fyrirtækjum eða félagasamtökum.
Þá eru 40 karlar hættir störfum.
skipting karla í lMfÍ eftir því hvar þeir starfa.
frÁ þvÍ Í haust hefur starfsfólk lMfÍ
fylgst náið með félagatalinu til að sjá
hver yrði félagsmaður númer 1000. Í
byrjun þessa árs kom svo að því og það
reyndist vera gróa Björg Baldvinsdóttir
hdl. hjá landslögum. gróa, sem er fædd
árið 1985, lauk mastersgráðu við
lagadeild háskólans í reykjavík vorið
2011 og sótti hdl. námskeið síðastliðið
haust . hún hefur unnið á lögmanns-
stofunni landslögum frá hausti 2011.
þúsundasti félagsmaður lMfÍ
Jónas þór guðmundsson hrl. formaður lMfÍ færði gróu gjöf í tilefni þess að hún er
félagsmaður númer 1000.
alls hafa 689 lögfræðingar lokið námskeiði til öflunar réttinda til að vera
héraðsdómslögmaður á þeim þrettán árum sem þau hafa verið haldin. þar af eru 387
karlar (56,2%) og 302 konur (43,8%).