Lögmannablaðið - 01.03.2013, Qupperneq 13
lögMannaBlaðið tBl 01/13 13
UMfJÖllUn
þessi ljósritunarvél var nýjasta nýtt árið
1972. þeir sem lærðu lögfræði á sjöunda
áratugnum létu sig ekki einu sinni dreyma
um tækni sem þessa heldur munduðu
pennann af kappi. Er nema von að mönnum
fallist stundum hendur í tæknivæðingu
samtímans?
heimild: frjáls verslun 9.tbl. 1.september 1972, 48.
Mat Á hagræði
Í okkar réttarfari tíðkast að reka mál með fyrirtöku á dómþingi sem fer fram í töluðu máli. auðvitað
má halda í þetta kerfi með aðstoð rafrænna miðla en slíkar lausnir þarfnast hins vegar sérstakrar
skoðunar og tæknilegra lausna sem gætu orðið flóknar. Vegalengdir eru ekki til stórfelldra trafala
við málarekstur hér á landi. mat á það hagræði sem rafrænt réttarfar hefur upp á að bjóða
þarf m.a. að meta með hliðsjón af þessu. Í stuttu máli eru aðstæður okkar með ýmsum hætti
frábrugðnar þeim þar sem í dag er verið að gera alvarlega tilraunir með rafrænan rekstur mála,
t.d. hjá evrópudómstólnum í Lúxemborg, og full ástæða til nálgast málið með yfirvegun.
Skúli magnússon héraðsdómari
núorðið aðeins gerðar með tölvupósti
og því ástæða til að kanna hvort unnt sé
að gera það kerfi þannig úr garði með
rafrænum undirskriftum að boðanir með
tölvupósti geti að fullu leyst pappírinn af
hólmi,“ sagði Skúli. Þorgeir Ingi njálsson
héraðsdómari sagðist þeirrar skoðunar
að hætta ætti með regluleg dómþing
og láta aðila senda inn gögn, og þá
mögulega rafrænt. „milliþinghöld þarf
hins vegar að halda til að athuga með
sættir og framlögð gögn,“ sagði hann.
Í lokin
Flestir þeirra sem rætt var við voru á því
að dómstólarnir þyrftu að setja aukinn
kraft í að koma á rafrænu réttarkerfi.
Dómarar væru í eðli sínu íhaldssamir
og því oftar en ekki seinir að tileinka
sér nýjustu tækni. ekki væri hægt að
gera ráð fyrir að mikið frumkvæði kæmi
þaðan auk þess sem fjármagn skorti til
að hefja þessa vegferð af krafti. Kröfur
samtímans, og til framtíðar, væru að
nýta tæknina til að koma á skilvirkara
réttarkerfi þar sem dýrmætur tími væri
betur nýttur en nú er. Það er ekki
síður Lögmannafélagsins að beita sér
fyrir umbótum á þessu sviði og þrýsta
á stjórnvöld að setja tæknivæðingu
réttarkerfisins á oddinn sem og að
stuðla að viðeigandi lagabreytingum.
nauðsynleg tæknivæðing dómstólanna
er hagsmunamál lögmanna eins og
annarra þjóna réttarríkisins.
Eyrún Ingadóttir
Lagaþýðingar í öruggum höndum
Sérhæfðir þýðendur með víðtæka reynslu af öllum sviðum lagatexta.
Öll helstu tungumál. Traust og fagleg þjónusta.
Sendu okkur fyrirspurn á skjal@skjal.is og við komum þinni þýðingu í öruggar hendur.
Skjal þjónusta ehf. - Síðumúla 28 - 108 Reykjavík
Sími: 530 7300 - www.skjal.is