Lögmannablaðið - 01.03.2013, Page 14
14 lögMannaBlaðið tBl 01/13
UMfJÖllUn
leiðarljósið
í framtíðina
ólöf finnsdóttir fraMKvæMdastJóri dómstólaráðs segir framtíðarsýn dómstólanna skýra um að stefnt skuli að
enn frekari rafrænni meðferð mála.
Það er stefnt að rafrænni stjórnsýslu
allra dómstólanna til að stuðla að auknu
öryggi og rekjanleika gagna. rafræn
vistun málsgagna er mikilvægur liður í
þá átt og kemur til með að einfalda alla
úrvinnslu dómskjala, auka skilvirkni,
gæði og hagkvæmni við rekstur
dómsmála og um leið bæta þjónustu
við ákæruvald, lögmenn og aðra þá
sem leita til dómstólanna.
Hvaða ávinningur yrði að því að
innleiða rafræna málsmeðferð?
málmeðferðartími ætti að geta styst
t.d. í sakamálum ef málskjöl yrðu send
rafrænt og málum úthlutað jafnóðum til
dómara á rafrænan hátt. Tími sparast
og öryggi eykst við það að ekki þarf
að skrá mál inn við móttöku þess
hjá dómstól. Í kjölfarið ætti úrvinnsla
mála að verða einfaldari þar sem leit
í gögnum á rafrænan hátt getur flýtt
fyrir. Sama á við um einkamálin. Það
yrði væntanlega mikill ávinningur af
því fyrir lögmenn ef málsmeðferðin
yrði að stærstum hluta rafræn. Hugsa
mætti sér að lögmenn legðu mál fram
til þingfestingar í gegnum rafræna gátt
sem aftur dómstólinn móttæki.
Frekari gagnaöflun í máli gæti
sömuleiðis farið fram á rafrænan hátt
og lögmenn og dómarar þyrftu ekki
nema í undantekningartilvikum að koma
í dómsal fyrr en kæmi að aðalmeðferð
máls. Slík málsmeðferð hefði í för
með sér gríðarlegan tímasparnað og
hagræði fyrir alla aðila. við munn
legan málflutning mætti hugsa sér
að lögmenn vörpuðu upp þeim
málsskjölum rafrænt sem þeir vilja
leggja sérstaka áherslu á hverju sinni í
stað þess að þurfa að notast við pappír.
Þá yrðu skil málskjala dómstólanna til
Þjóðskjalasafns í framtíðinni rafræn til
mikillar hagræðingar fyrir alla aðila.
Eru dómarar/dómstólar jákvæðir
gagnvart nýjustu tækni?
Dómstólarnir eru íhaldssamar stofnanir
í eðli sínu. Öll þróun tekur því
langan tíma og hvert skref er tekið á
yfirvegaðan hátt og mikilvægt að vandað
sé til verka. Dómarar eru jákvæðir fyrir
allri þróun svo fremi að hún stuðli
að einföldun og frekara öryggi við
úrvinnslu dómsmála. Þeir hafa tekið
fullan þátt í allri undirbúningsvinnu
við vinnslu formskjala og ferilgreiningu
dómsmála og lagt mikið að mörkum í
þeirri umfangsmiklu vinnu sem nú er
að baki.
Hvernig sérð þú fyrir þér að rafrænt
réttarkerfi myndi virka?
Framtíðarsýnin er því sú að umsýsla
dómskjala verði rafræn. Dómarar
og lögmenn ættu ekki að þurfa að
koma í dómsal nema þegar kæmi að
aðalmeðferð máls. Framlagning gagna
færi fram rafrænt og áfrýjun máls yrði
á sama hátt á rafræn. Lögmenn og
ákæruvald ættu sín svæði í málaskrá
dómstólanna þar sem þeir gætu sjálfir
fylgst með framvindu sinna mála stig af
stig og átt samskipti við dómara.
EI
viðtal við ólöfu finnsdóttur